Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 18.03.2016, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 18.03.2016, Qupperneq 54
Gestir í fermingarveislum ættu að kynna sér áhuga- mál fermingarbarnsins eða hringja í foreldra þess svo gjöfin nýtist vel. Þegar kemur að því að kaupa ferm- ingargjöf er það fyrsta sem verður að gera að setja sig í spor ferming- arbarnsins. Hver eru áhugamál þess? Hefur það áhuga á hönnun? Vantar barnið eitthvað? Það er alls ekki óviðeigandi að hringja í foreldra eða systkini barnsins til þess að athuga hvað er á óskalist- anum. Það er í raun mikið betra en að kaupa eitthvað sem mun hugsanlega daga uppi ónotað. Það er nefnilega þannig að börn í dag eiga mörg hver allflest það sem fólki gæti dottið í hug að gefa. En í öllu falli er verslun á Íslandi orð- in þannig að hægt er að fá falleg- ar gjafir handa fermingarbarninu í öllum verðflokkum og það ætti að vera hægðarleikur að finna gjöf sem gleður og er í takt við tíðar- andann. Í herbergið Eitt sinn fengu fermingarbörn vanalega eitthvað sem þau áttu að nýta „í búið“ í fermingargjöf; hansahillur, kommóðu eða skenk. Þetta hefur verið á undanhaldi en með auknu úrvali af alls kyns fal- legum innanstokksmunum eru þessar gjafir að verða algengari á ný. Þó að svona gjafir henti ekki öll- um börnum eru önnur sem njóta þess að hafa fallegt í kringum sig. Lampi – fallegur náttborðslampi eða standlampi getur verið frábær gjöf og vel þegin. Punt – kertastjakar, styttur eða listaverk gætu verið ákjósanlegur kostur. Rúmföt eða rúmteppi Það er hægt að fá falleg rúmföt af öllum gerðum í dag. Það er óskap- lega gaman að eiga gerðarleg rúm- föt eða rúmteppi og svo er víða hægt að fá falleg púðaver. Skart Úrvalið af skarti er orðið afar fjöl- breytt hér á landi. Við eigum ótrú- lega marga færa gullsmiði og skart- gripahönnuði og það er hægt að fá fallegt skart sem hentar börnum á fermingaraldri á mjög breiðu verð- bili. Úr eru líka góð gjöf og þau er einnig hægt að fá í öllum verð- flokkum. Hvað ætlar þú að verða, væni? Sum börn sýna snemma tilhneig- ingu í einhverja átt varðandi það sem þau hyggjast starfa við í fram- tíðinni. Það er um að gera að leyfa þeim að kanna þetta til hlítar og gefa þeim eitthvað sem tengist viðfangsefninu. Þetta getur ver- ið teikniborð, fuglabók, smásjá, stjörnukíkir – eða jafnvel bara for- rit eins og photoshop. Áhugamálið Mörg börn stunda eitthvert áhuga- mál eða tómstundir af ákafa. Þá er um að gera að gefa þeim eitthvað sem hentar því. Til að mynda nýj- an hjálm, taum eða hanska í hesta- mennskuna, áttavita, eitthvað varðandi tónlistaráhugann, nýja dansskó eða fótboltatreyju. Upplifanir Hefur barnið sýnt áhuga á ljós- myndun? Eða klifri? Myndlist kannski? Matreiðslu? Upplifanir og lífsreynsla eru verulega skemmti- legar gjafir. Það er hægt að kaupa gjafakort á ýmis konar námskeið, allt eftir smekk fermingarbarnsins – eða bara miða í leikhús eða bíó- kort! En í öllu falli er verslun á Íslandi orðin þannig að hægt er að fá fal- legar gjafir handa fermingarbarninu í öllum verðflokkum. advania.is/fermingar Fyrir tölvuleiki og tónlist HyperX Cloud II Verð: 18.990 kr. Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Fermingarpakkar slá í gegnsem Léur og flour Canvas leður bakpoki Verð: 12.990 kr. Sveigjanleg far- og spjaldtölva Dell Inspiron 7359 - i5 Skylake Verð: 189.990 kr. Frábær hljómur Jabra Move þráðlaus Verð: 18.990 kr. Lé og falleg fartölva Dell Inspiron 5559 - Touch i5 Skylake Verð: 149.990 kr. Hagkvæm fartölva Dell Inspiron 3551 Verð: 69.990 kr. Fermingargjafir geta verið af öllum stærðum og gerðum Mörgum unglingum finnst gott að hafa fallegt í kringum sig. Þeim er hægt að gefa rúmföt, listaverk, lampa eða annað punt í herbergið. Það er tilvalið að gefa fermingar- barninu eitthvað sem hjálpar því í sínum tómstundum. Upplifanir eru góð gjöf. T.d. gjafakort á skemmti- legt námskeið. 54 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016 Fermingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.