Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 86
Mobility á Íslandi
Bækurnar hans Dr. Kelly Starret
(Sjúkraþjálfari og eigandi af Crossfitstöð í USA)
Becoming a supple Leopard second edition
- kynningarverð á 8.500 kr.
Ready to run - kynningarverð á 5.500 kr.
Bolti (120 mm) frá Rogue Fitness
hannaður af Dr. Kelly Starret
- kynningarverð á 8.750 kr.
Energetix ehf. | energetix@simnet.is | s: 866 1288 | /Mobility-á-Íslandi
Unnið í samstarfi við MS
Á undanförnum árum hafa vin-sældir skyrs á Íslandi aukist til muna og íslenskir neytendur verið duglegir að kalla eftir
nýjum og spennandi bragðtegundum
án viðbætts sykurs.
Mikið starf hefur verið lagt í vöru-
þróun hjá Mjólkursamsölunni sem
hefur leitt til þess að fyrirtækið
hefur undanfarin misseri sett á markað
nokkrar nýjar bragðtegundir í Skyr.is
línunni. Tvær nýjustu bragðtegundir eru
annars vegar með dökku súkkulaði og
vanillu og hin er sannkölluð sítrónusæla
sem svipar til sítrónuostaköku. Það sem
nýju bragðtegundir eiga sameiginlegt er
að þær eru kolvetnaskertar, próteinríkar
og fitulausar.
Hver dós inniheldur innan við 5 g
af kolvetnum í hverjum 100 g og því
óhætt að segja að Skyr.is flokkurinn
sé frábær valkostur fyrir þá sem hugsa
um heilsuna og hentar fullkomlega
sem morgunmatur eða millimál. Það er
auðvelt að þekkja kolvetnaskerta skyrið
frá öðrum tegundum en þú þekkir það
á rauðu röndinni sem liggur niður eftir
dósinni og glæru lokinu. Kynntu þér
málið betur á ms.is/thittervalid – því
þitt er valið!
Kolvetnaskert Skyr.is
– glært lok og rauður borði
Frábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna.
Unnið í samstarfi við
Crossfit Kötlu
Crossfit er bæði skemmtilegt og erfitt. Það er fjölbreytt og þú ert ekki alltaf að gera það sama. Ég segi gjarnan
að það að stunda crossfit sé eins
og að leika sér, nema bara aðeins
erfiðara,“ segir Þórður Daníel Ólafs-
son, yfirþjálfari í Crossfit Kötlu.
Crossfit Katla er hluti af Reebok
líkamsræktarstöðinni í Holtagörð-
um. Þórður hefur verið yfirþjálfari
í stöðinni síðan í haust og segir að
töluvert af nýju fólki hafi bæst við
að undanförnu. „Það er líka ýmislegt
í bígerð hjá okkur, nýir þjálfarar eru
að koma inn og við erum að poppa
stöðina aðeins upp,“ segir hann.
Þórður byrjaði sjálfur að stunda
crossfit árið 2010. „Ég hef alltaf æft
mikið en hef alltaf fengið leið á því
sem ég hef verið að æfa. Þá hef ég
hætt og byrjað á einhverju öðru. Ég
lenti í alvarlegum hnémeiðslum og
crossfitið hefur hentað mér vel eftir
það. Þar fékk ég kennslu við að beita
mér rétt og náði að byggja upp styrk
aftur. Í kjölfarið gat ég farið að gera
hreyfingar sem ég gat ekki áður og
þá fór ég að skilja betur muninn á
því að byggja upp stoðkerfið og að
pumpa fyrir framan spegilinn,“ segir
hann.
Þórður segir að sér finnist líka frá-
bært við crossfitið að þegar maður
mæti sé þjálfarinn tilbúinn með
æfingu og þér sé kennt að gera allar
hreyfingarnar. „Æfingarnar eru bæði
mjög fjölbreyttar og svo ertu í hópi
af fólki. Það verður skemmtilegra
en að fara bara einn í ræktina með
heyrnartól á hausnum.“
Þórður bjó um nokkurra ára skeið
í Kongsvinger í Noregi og þar opnaði
hann sjálfur Crossfit-stöð. „Ég var
að vinna sem smiður fyrst um sinn
þarna úti en fór að gæla við þetta á
meðan ég var í feðraorlofi. Stöðin
Crossfit er eins og að leika
sér, bara aðeins erfiðara
Þórður Daníel, yfirþjálfari í Crossfit Kötlu, hefur stundað crossfit í sex
ár og rak um tíma eigin stöð í Noregi.
Þórður Daníel og hans fólk í Crossfit Kötlu bjóða
upp á æfingar á morgnana, í hádeginu og á kvöldin.
Mynd/Hari
gekk mjög vel og þegar við fluttum
heim keypti samstarfskona mín
hana af mér.“
Í Crossfit Kötlu eru æfingar á
morgnana, í hádeginu og síðdegis.
Svo er sameiginleg æfing fyrir alla
á laugardögum klukkan tíu og á
sunnudögum eru að hefjast svo-
kallaðir „Hetju-sunnudagar“. Ný
byrjendanámskeið hefjast fyrsta
mánudag hvers mánaðar.
„Við lengdum byrjendanámskeiðin
í fjórar vikur. Þá fær fólk góðan tíma
til að kynnast þumalputtareglunum
í styrktarþjálfun og læra að beita
líkamanum rétt og aðlagast meira
álagi. Fólk þarf að læra á þetta áður
en við getum farið að auka álagið.“
Glært
lok
Rauður
borði
WOD
Workout Of The Day, eða
æfing dagsins.
AMRAP
As Many Rounds As Possible
eða As Many Reps As Pos-
sible. Eins margar umferðir
af æfingum og mögulegt er á
tilteknum tíma.
BUY IN / BUY OUT
Æfing sem þarf að klára áður
en WOD hefst (buy in) eða
eftir að því lýkur (buy out).
TABATA
Æfing framkvæmd í 20
sekúndur án þess að stoppa,
svo 10 sekúndur í hvíld, 8
umferðir.
Chipper
Yfirleitt löng æfing, saman-
sett af mismunandi æfingum
sem þarf að framkvæma í
ákveðinni röð og stundum
með tímamörkum.
HEROES
Crossfit-æfingar sem eru
nefndar eftir hermönnum,
lögreglumönnum og slökkvi-
liðsmönnum – konum og
körlum sem hafa látist við
störf. Dæmi: JT, Murph,
Badger...
GIRLS
Einn flokkur æfinga heitir
kvenmannsnöfnum, t.d.
Fran, Annie, Nancy, Angie
og Grace og eru æfingarnar
nefndar eftir öflugum Cross-
Fit iðkendum.
BENCHMARK
Viðmiðunaræfingar sem hafa
ákveðin heiti, til að mynda
„GIRLS“, „HEROES“ og
„CROSSFIT TOTAL“ Dæmi:
Fight Gone Bad, Filthy Fifty,
Nasty Girls…
DEATH BY…
Æfing þar sem gerð er 1
endurtekning af æfingu
á fyrstu mínútunni, tvær
endurtekningar á 2. mínútu,
3 á þeirri þriðju o.s.frv. þar til
þú nærð ekki að klára fjölda
endurtekninga lengur.
Heimild: Crossfitaustur.com
Orðabókin
Það er ekki fyrir leikmenn að skilja hvað viðgengst á Crossfit-
æfingum. Hér er listi yfir nokkur hugtök og skammstafanir.
6 | fréttatíminn | HELGIN 18. MARS–20. MARS 2016
Kynningar | Crossfit AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is