Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 34

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 34
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Hafðu það GOTT Í FRÍINU Njóttu þess að ferðast frjáls um fallega landið okkar. Eltu sólina og góða veðrið og upplifðu stemninguna meðal góðra vina. Komdu til okkar um helgina og dettu í sumargírinn. Við kynnum 2016 árgerðina af hjólhýsum frá Hobby, Fendt og Adria Opið laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 16. liðin 10 ár gagnvart kynferðis- brotum. Farið sé að viðurkenna ný atriði sem sönnunargögn og þá fari fram mikil og góð endurmenntun hjá starfsfólki sem skili sér í betri gæðum við meðferð málanna. „Vel gerð sálfræðivottorð frá fagaðila á þessu sviði eru til dæmis orðin mikilvæg sönnunargögn í kyn- ferðisbrotamálum í dag og þau vega þungt. Þá er kominn meiri skilningur á því hvað séu „eðlileg“ viðbrögð eftir áfall. Það eru ekki allir með þessi dæmigerðu bíó- myndaviðbrögð eftir brot og það er að verða meiri skilningur á þessu í kerfinu. Kerfið er langt í frá hafið yfir gagnrýni en við erum alltaf að bæta okkur. Við þurfum alltaf að vera tilbúin að endurskoða okkar verkferla og þess vegna er endur- menntunin svo mikilvæg. Hún þarf að vera hjá lögreglumönnum sem eru að rannsaka þessi mál, hjá ákærandanum sem er að fara yfir þetta og hjá dómurum. Núna er til dæmis í gangi vikulangt nám- skeið um kynferðisbrot á vegum ríkissaksóknara sem stendur öllum ákærendum til boða. Það finnst mér rosalega flott og mjög mikilvægt. Þá er nýtekinn til starfa starfshópur á vegum innanríkis- ráðuneytisins, sem ég á m.a. sæti í ásamt fleirum í faginu, sem er að fara yfir nauðgunarmálin og skoða hvað sé hægt að gera betur. Það þarf til dæmis að skoða og laga þetta lága hlutfall kærenda, það eru of fáir sem kæra, það eru vísbendingar um að það séu fleiri sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti heldur en kæra.“ Hrelliklám ný tegund ofbeldis Að mati Kolbrúnar á ákæruvaldið að vera framsækið og tilbúið að leggja nýjungar fyrir dómstóla þótt alltaf verði að gæta að hlut- leysi þess. Hún talar um svokallað hrelliklám, sem sé nýtt hugtak yfir ákveðna tegund kynferðisbrota. „Hrelliklám er til dæmis tiltölulega nýtt álitaefni en í desember síðast- liðnum féll dómur í Hæstarétti þar sem fallist var á að það væri kynferðisbrot að birta opinberlega myndir sem stúlka hafði sjálf tekið og sent kærastanum sínum. Hann birti þessar myndir í óþökk hennar og braut þannig gegn blygðunar- semi hennar. Við vildum láta reyna á þetta með þessum hætti og dóm- stólar féllust á þau rök að þetta væri kynferðisbrot. Dómstólar túlka lögin en við sem ákærendur þurfum að gefa þeim tækifæri til þess. Ef við förum ekki með ný álitaefni fyrir dóm geta dómstólar aldrei tekið afstöðu til þeirra.“ Hrelliklám tæki til nauðgunar „Við erum einnig að sjá dæmi um mál þar sem aðilar sem hafa undir höndum viðkvæmt kynferðis- legt myndefni eru að nota það sem kúgunartæki í því skyni að fá kynferðismök frá þeim sem mynd- efnið er af. Þá er því hótað að birta efnið ef sá sem er á myndunum kemur ekki og hefur kynferðislegt samneyti við viðkomandi. Þarna er verið að nota hrelliklám sem kúgunartæki og það er mjög al- varlegt að mínu mati. Ég vil meina að þetta sé tilraun til nauðgunar. Nauðgunarhugtakið er þannig skilgreint að ef þú beitir einhvern ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung, eins og það heitir í lögunum, þá er það nauðgun. Ef hótunin felst til dæmis í því að hóta að birta kyn- lífsmyndband af einhverjum á netinu ef hann kemur ekki heim til þín og hefur við þig samfarir þá er það að mínu viti tilraun til nauðg- unar. Mál af þessum toga hafa komið upp og það á eftir að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Ákæruvaldið þarf að vera tilbúið að láta reyna á hlutina þegar nýjar birtingarmyndir brota koma fram.“ Flókin refsipólitík Dómar í kynferðisbrotamálum hafa verið gagnrýndir í samfé- laginu sem of vægir. Kolbrún segist skilja það að vissu leyti en segir að það sé mjög flókið að ákveða hvað sé þungur eða hæfilegur dómur. Hún segir að refsingar í þessum málaflokki séu að þyngjast þótt enn sé of mikið bil á milli sumra brotaflokka og nefnir hún þá sér- staklega samanburð stórfelldra fíkniefnabrota og kynferðisbrota. „Fíkniefnadómar geta verið mjög þungir og mér finnst vera óeðlilegt samræmi á milli dóma í málum sem varða fíkniefnainnflutning og alvarleg kynferðisbrot. En við þurfum að gera upp við okkur hvað við viljum sjá. Er markmiðið alltaf lengri og lengri tími í fangelsi eða meiri betrun í fangelsi? Það er verið að gera marga frábæra hluti hér fyrir litla peninga og að mínu viti þyrfti að veita meiri pening í þennan málaflokk,“ segir Kol- brún og bætir við að í alvarlegum kynferðisbrotamálum séu dómar nánast aldrei skilorðsbundnir. „Við höfum nýlega séð dóma þar sem sakborningar voru dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir brot gegn börnum svo þessir dómar eru alls ekki alltaf vægir. Nýlega var maður dæmdur í 4 og hálfs árs fangelsi í Hríseyjarmálinu svokallaða fyrir nauðgun. Við berum okkur gjarn- an saman við nágranna okkar og síðast þegar ég vissi voru til dæmis töluvert vægari refsingar fyrir nauðganir í Danmörku heldur en hér á landi.“ Embættið rannsakar lögregluna Rannsókn á meintum brotum lögreglunnar í starfi er nú einnig hjá embætti héraðssaksóknara, en áður fór ríkissaksóknari með þessi mál. Kolbrún segir að ríkis- saksóknari hafi stundum leitað til annarra embætta með aðstoð, t.d. annarra lögregluembætta og um tíma aðstoðaði Lögregluskól- inn við rannsókn málanna. Kol- brún segir skiptar skoðanir um hvort þetta fyrirkomulag sé í lagi eða ekki. „Sumum finnst þetta ákveðinn vandi, að það séu lög- reglumenn sem starfi hjá embætt- inu og þeir séu að rannsaka aðra lögreglumenn sem eru jafnvel félagar þeirra. En auðvitað eiga hér við allar venjulegar hæfisreglur líkt og annars staðar.“ Kolbrún segir að þetta snúist um hvort almenn- ingur geti treyst kerfinu og telji það yfir allan vafa hafið. Ég vil meina að svo sé. Embætti héraðssaksókn- ara er sjálfstætt embætti hlið- stætt öðrum lögregluembættum. Lögreglumenn hafa svo mikla og góða þekkingu á rannsóknum og stundum þarf að fara í allar þessar venjulegu aðgerðir eins og húsleit og handtökur og lögreglan kann það best. Með breyttu fyrirkomu- lagi er komin kæruleið í þessum málaflokki líka.“ Er alltaf mannlegur harmleikur Það mæðir augljóslega mikið á varahéraðssaksóknaranum Kol- brúnu, málin er mörg og flókin. „Það getur verið mjög erfitt að vinna við þessi kynferðisbrot. Maður verður stundum mjög frú- streraður og pirraður því auðvitað fer þetta ekki alltaf eins og maður vill að þetta fari. Stundum þarf að fella niður mál vegna sönnunar- stöðu og maður er kannski ekki alveg sáttur við það og stundum fær maður ekki óskaniðurstöðuna í dómi. Þetta er heldur ekki þannig að maður fagni sigri í sakfellingar- málum. Þetta er alltaf mannlegur harmleikur og það er alltaf fólk sem stendur að sakborningnum. Einhver sem á jafnvel maka og börn er að fara í fangelsi. Þá er gott að endurnærast og fá útrás í cross- fit en ekki í einhverju öðru.“ Þarna er verið að nota hrelliklám sem kúgunartæki og það er mjög alvarlegt að mínu mati. Ég vil meina að þetta sé tilraun til nauðg- unar. 34 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.