Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 20
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
Samkvæmt nýrri könnun MMR njóta Samfylkingin og VG nú jafn lítils fylgis meðal landsmanna, eða 7,8 pró-
sent hvor flokkur. Það eru 15,6 pró-
sent samanlagt fylgi þeirra flokka
sem byggja á sósíalísku arfleifð-
inni. Í eilítið eldri könnun Gallup
fékk VG 10,8 prósent fylgi en Sam-
fylkingin 9,7 prósent. Samanlagt
gera það 20,5 prósent.
Sögulega hefur sameiginlegt
fylgi íslenskra flokka sem byggja
á hinni sósíalísku arfleifð verið í
kringum 35 prósent frá miðri síð-
ustu öld. Staða VG og Samfylking-
ar er því slæm í sögulegu ljósi. Og
einkar slæm í ljósi þess að flokk-
arnir eru nú í stjórnarandstöðu
gegn óvinsælli ríkisstjórn.
Reyndar eru allar ríkisstjórnir
nú orðið óvinsælar. Þótt þær hefji
göngu sína með tæplega helmings
stuðning frá landsmönnum falla
þær fljótt niður að þriðjungsfylgi
og mara þar síðan. Það má vel vera
að vaxandi vantrú almennings
gagnvart helstu stofnunum sam-
félagsins hafi breytt tímabundnum
óvinsældum í varanlegt ástand.
Eftir sem áður er staða VG og
Samfylkingar háskaleg fyrir hina
sósíalísku arfleifð á Íslandi. Þótt
sósíalísku flokkarnir hafi aldrei
náð viðlíka áhrifum á Íslandi og á
Norðurlöndunum höfðu þeir samt
mótandi áhrif. Helstu réttindi al-
mennings voru sótt af sósíalíska
hluta verkalýðshreyfingarinnar
með stuðningi sósíalískra flokka á
þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
viljað eigna sér hluta af þessum
umbótum en sú krafa stenst ekki
skoðun. Flokkurinn hefur alla tíð
staðið gegn hagsmunamálum al-
mennings, verkalýðs og lágtekju-
fólks. Mildari hluti flokksins hefur
látið undan kröfum eftir einn eða
tvo áratugi. Harðari hluti flokksins
hefur ekki viljað gefa tommu eftir.
Sjálfstæðisflokkurinn var því ekki
gerandi í mótun velferðarkerfis-
ins heldur virkaði sem andstaða.
Þegar flokkurinn var góður var
andstaðan lítil. Þegar flokkurinn
var í slæmum fasa var andstaðan
hörð.
Framsóknarflokkurinn var
heldur ekki gerandi í mótun vel-
ferðarkerfis á Íslandi. Hann var
fylgjandi uppbyggingu þess þegar
hann vann með sósíalísku flokk-
unum en var á andsnúinn kerfinu
þegar flokkurinn var í stjórn með
Sjálfstæðisflokknum.
Þetta eru hinar breiðu línur í
stjórnmálasögu síðustu aldar. Auð-
vitað eru allskyns undantekningar
frá þessu og atburðir og ákvarðan-
ir sem erfitt er að fella að þessum
þræði. Eftir sem áður er þetta
söguþráðurinn.
Ísland er eins og það er vegna þess
að öfugt við Norðurlöndin náðu
sósíalísku flokkarnir aldrei undir-
tökunum í stjórnmálum. Þjóðern-
issinnuð viðhorf Sjálfstæðisflokks
og Framsóknar mótuðu Ísland
meira en sósíalísk viðhorf. Og
þjóðernissinnuðum viðhorfum var
beitt fyrir hagsmuni fyrirtækja og
atvinnugreina fyrst og fremst.
Það var svo sem líka stefnan
á Norðurlöndunum. Þar beittu
sósíalísku flokkarnir sér fyrir upp-
byggingu atvinnulífs og vernduðu
hefðbundnar greinar. En þessir
flokkar efldu samkeppni á markaði
og í mun meira mæli en reyndin
hefur verið á Íslandi. Atvinnulíf á
Norðurlöndum stendur sterkum
fótum þótt sósíalískir flokkar hafi
mótað leikreglur samfélagsins.
Munurinn á íslensku leiðinni
og þeirri skandinavísku er sá að
á Íslandi eru fyrirtækin vernduð
meira en almenningur. Verndunin
er í meira jafnvægi á Norðurlönd-
um. Þar eru kjör almennings betri
og réttindi meiri.
Ástæða þessa er að sósíalísku
flokkarnir íslensku réðu ekki við
þjóðernissjónarmið Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks. Vegna
arfleifðar sjálfstæðisbaráttunnar
tóku þeir sjálfir upp þjóðernisleg
viðhorf. Öfugt við Norðurlöndin
fór málamiðlun samfélagsins á Ís-
landi fram á grunni þjóðernis en
ekki velferðar almennings.
Sósíalískir flokkar eru í kreppu
víða um Evrópu. Þeir hafa misst
tengsl við lágstéttirnar og ein-
angrast innan viðhorfa hinnar
menntuðu millistéttar. Fasísk öfl
og þjóðernissinnuð hafa nýtt sér
fáskipti sósíalísku flokkanna gagn-
vart lágstéttunum og aukið fylgi
sitt. En þótt vandi þessara flokka
sér mikill í Evrópu og á Norður-
löndunum þá er hann ekki við-
líkur því hruni sem orðið hefur hjá
VG og Samfylkingunni.
Norskir stjórnmálaflokkar sem
byggja á sósíalískri arfleifð njóta í
dag um 42 prósent fylgis í könnun-
um, í Svíþjóð hafa þeir 49 prósent
fylgi og 51 prósent í Danmörku.
Forystufólk VG og Samfylkingar,
sem treyst hefur verið fyrir hinni
sósíalísku arfleifð, getur því ekki
bent á almenna stjórnmálaþróun
á Vesturlöndum sér til málsbóta.
Þróunin vinnur ekki með flokk-
unum en íslenska forystan hefur
spilað verr úr henni en allir aðrir.
Gunnar Smári
Hrun
sósíalismans
á íslandi
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri:
Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
20 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is
Kíktu á vefverslun
krumma.is
Geimstöð
22.300.-
Margverðlaunuðu
leikföngin frá Hape
færðu hjá KRUMMA
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRS-
BÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA
THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM
RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI
SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS
Tré lífsins
Verð nú 9.990 kr
Verð áður 14.990 kr
Krummi
Verð nú 9.990 kr
Verð áður 12.980 kr
FERMINGARTILBOÐ
RÚMFÖT FRÁ 7.990 kr.
Síðumúla 30 . Reykjavík . Sími 533 3500
Hofsbót 4 . Akureyri . Sími 462 3504
Justin Bieber
FERMINGAR
TILBOÐ
VOGUE fermingarrúm
Verð frá: 93.520 - Fullt verð frá: 116.900
Sæng og koddi að andvirði 6.980
fylgir með hverju keyptu fermingarrúmi
Með hverju seldu fermingar-
rúmi fer viðkomandi í pott
sem er dreginn út í hverri
viku í 4 vikur og í verðlaun
eru 2x miðar á Justin Bieber
tónleika 9. sept 2016 í
Kórnum Kópavogi 120x200cm | án höfðagafls og fylgihluta