Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 42
í lífi barna sinna en þeir feður sem ekki taka fæðingarorlof. Launamunur skaðar feður Framan af var erfiðara fyrir karla en konur að samræma atvinnu og upp- eldi, en það hefur líka breyst með til- komu fæðingarorlofs. Viðhorfskann- anir meðal atvinnurekenda sýna þó að enn er töluvert erfiðara fyrir feð- ur en mæður að nýta sameiginlega réttinn, sem sýnir að sú hugmynd að feður séu aðstoðarmæður er enn til staðar. Ingólfur er með svör á reiðum höndum varðandi þann vanda. „Al- þingi þyrfti að taka sig saman í and- litinu og endurvekja samþykkt sína frá því í desember 2012, þegar tekin var ákvörðun um það að lengja fæð- ingarorlofið í 12 mánuði og skipta því í 5 fyrir móður, 5 fyrir föður og 2 til að deila, og svo hækka greiðslurnar upp í það sem þær voru fyrir 2008. Og svo þarf leikskólinn að taka fyrr við börnunum en hann gerir í dag. Þá myndum við sjá verulega stórt stökk í þessu.“ „Annað sem heldur feðrum niðri er kynbundinn launamunur. Það bítur hvað í annars skott á því sviði. Um það bil fjórðung af kynbundn- um launamun má skýra með því hvað fæðing barns hefur mismun- andi áhrif á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Mömmurnar eru lengur heima meðal annars af því það borgar sig fjárhagslega og þannig er þessum mun viðhaldið.“ Barnið á rétt „Mér finnst númer eitt, tvö og þrjú vera réttur barnsins til að kynnast báðum foreldrum sínum,“ segir Ívar. „Það er barnið sem er aðalatriðið hér en ekki foreldrarnir. Og lögin eiga að endurspegla þennan rétt barnsins. Öll börn eiga að eiga jafnt aðgengi að föður og móður. Mér fannst fæð- ingarorlofið frábær tími en mér finnst líka að dóttir mín hafi átt rétt á honum.“ Þórhallur og Davíð eru sammála því og taka undir hversu gott það hafi verið að geta verið frá vinnu til að tengjast barninu. Nú séu þeir með jafn einfalda hluti á hreinu og að vita hvar snuddurnar og bleiurnar séu og hvernig best sé að klæða barnið. „Það sem ég man mest frá orlofinu er að það var ekkert, nákvæmlega ekki neitt, annað hægt að gera. Og ég held að það erfiðasta við orlofið hafi verið þegar maður fékk samviskubit yfir því að vilja gera eitthvað annað en að vera með barninu,“ segir Þórhallur. „Maður hefur náttúrulega ekki hugmynd um hvað maður er að gera en maður lærir það bara á leiðinni,“ segir Davíð. Aðspurðir um samband sitt við „Það er fátt sem raunverulega stöðvar karla í dag þegar kemur að þessu hlutverki að vera pabbi, þó auðvitað séu til undantekningar,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og tveggja barna faðir. „Það eru auðvitað ýmsar áskoranir sem tengjast okkar menningu, m.a. um vinnu, en heilt yfir geta karlar í dag einfaldlega ákveðið að vera góðir pabbar og að leggja áherslu á það hlutverk. „Fæðingarorlof feðra hefur hjálp- að mikið til og það er mikilvægt að hlúa betur að því. En það er ekki hægt að mæla allt í peningum. Þeg- ar dóttir mín fæddist hafði ég verið að vinna í Bretlandi og mig minnir að ég hafi átt rétt á um hundrað þúsund krónum á mánuði, en í mínum huga var þetta mikilvæg fjárfesting, ef svo má segja, og mér fannst fórnarkostnaðurinn af því að taka ekki orlof eða mjög stutt orlof vera miklu meiri. Ég tók þá fjóra og hálfan mánuð og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Þrátt fyrir að ekkert stoppi feður í að blómstra í föðurhlutverkinu í dag segist Arnar samt oft sjá hluti sem minni hann á gömlu línurnar milli mæðra og feðra. „Það er ekki þannig að jafnrétti þróist af sjálfu sér. Konur hafa þurft að taka margan slaginn úti í samfélaginu og á vinnumarkaðinum í gegnum tíðina, og þegar kemur að því að setja fjölskylduna í forgang held ég að karlar séu í góðri aðstöðu til að stuðla að breytingum. Það er ýmis- legt í okkar menningu, stundum litlir hlutir, sem gerir ráð fyrir konum sem aðaluppalendum og körlum þá kannski sem fyrirvinnu. Það er kannski ekki óeðlilegt því helmingunartími hefðanna getur verið langur, ekki síst þeirra sem tengjast kynjunum. Dæmi um þetta er að almennt spyr fólk mig meira um hvernig gangi í vinnunni og hvort ekki sé nóg að gera, en líklega síður hvernig gangi með börnin og heimilið, nema auðvitað núna þegar við erum nýbúin að eignast barn. „Almennt held ég að það sé ekki í boði í dag að vera pabbinn sem er svona á kantinum í uppeldi barna sinna og í heimilisrekstrinum og er þá frekar með hugann við vinnuna og fyrirvinnuhlutverkið. Og mér sýnist feður í dag almennt ekki hafa neinn áhuga á að staðsetja sig þar.“ „Það er svo margt sem felst í því að vera gott foreldri,“ segir Arnar, aðspurður um það hvað felist í því að vera góður faðir í dag. „Ég held að þú verðir fyrst og fremst að sýna umhyggju og hlusta og láta börnin vita að þú sért manneskja sem þau geta treyst. Svo þarf auðvitað að sinna ákveðnum grunnþörfum og reyna að hafa sæmilega skýrar línur og mörk í uppeldinu. Ég finn það eftir því sem dóttir mín eldist, en hún er að verða átta ára, að þá flækist félagslegi veruleikinn hjá börnunum og það kemur meiri dýpt í hann. Þá finn ég fyrir því hversu mikilvægt það er að vera næmur á umhverfi barnanna og á hvað þau eru að upplifa. Stundum gengur það vel, stundum ekki, það er bara stöðugur lærdómur hjá mér sem foreldri.“ „Skaffarahlutverkið lifir ennþá í samfélaginu en í mínum huga er það sameiginleg ábyrgð foreldra og ég sé ekki kostina við að tengja það hlutverk sérstaklega við karla. Fjöl- skyldur eru allskonar og það eru til svo miklu fleiri týpur af foreldrum en mamma plús pabbi. En Ísland er, að ég held, talsvert efnishyggjuþjóðfélag og hér, eins og annars staðar, eru misgáfulegar hugmyndir um hlutverk kynjanna. Það getur verið auðvelt að detta inn í að fylgja þessháttar viðmiðum um það hvernig fólk eigi að reka fjölskyldu og heimili. Mitt mark- mið er að reyna að elta það ekki í blindni og reyna að finna leiðir til að einfalda lífið og mín tilfinning er að fólk í dag sé síður tilbúið að láta bjóða sér þetta kapphlaup heldur en fyrir nokkrum árum, og það á líka við um karla. Fólk vill standa sig vel í starfi og öðrum verkefnum, en einnig hafa rými til að vera góðir foreldrar.“ Arnar segir eina mestu áskorun ungra feðra í dag í raun vera þá sömu og ungra mæðra; að reyna að samræma atvinnu og heimilislíf. Ég held að mikið af ungu fólki í dag upplifi ákveðið rof á milli síns daglega veruleika og svo þess hvaða væntingar eru gerðar til fólks og hvernig samfélagið virðist vera uppbyggt. Það er mikið til umræðu að það sé oft ekkert grín að reyna að samræma vinnu og fjölskyldu í dag. Að reyna að fram- kvæma alla hluti sem þarf að gera yfir daginn án þess að það sjóði upp úr, koma öllum í skóla, vinnu, frístundir, elda, þrífa og vera til staðar fyrir börnin og annað fólk í lífi sínu – fólk upplifir þetta stundum eins og farsa. Ég og konan mín finnum okkur reglulega í að- stæðum þar sem klukkustundirnar í sólarhringnum ríma engan veginn við allt það sem þarf að gera, og hlæjum oft að því hvað þetta getur verið ruglað. Við erum alltaf að reyna að einfalda hlutina og það munar rosalega um að vera sam- taka í því. En lykilatriði er oft að átta sig á því að það er ekki hægt að gera allt og vera fullkominn í öllu. Þá er maður kominn í ruglið.“ | hh Ekki í boði að vera pabbi á kantinum Pabbahlutverkið Móðurást eftir Nínu Sæmundsson er tileinkuð mæðrum með ung börn og var afhjúpuð árið 1930. Föðurástin hefur ekki fengi jafn mikið pláss í listum því feður voru ekki uppalendur fyrr en í seinni tíð, sem þýðir vitaskuld ekki að sú ást sé síðri. „Flestir þeir feður sem eru virkir í umönnun barna frá byrjun þróa með sér sterka föðurást, líkt og mæður þróa móðurást, og föðurástin er ekki síðri en móður- ástin. Því má segja að feður séu hvorki vanhæfari en mæður til þess að sjá um barnið sitt, né veiti minni ást og umhyggju.” (Ingólfur V. Gíslason) Arnar Gíslason kynjafræðingur með börnin sín tvö, Ronju og óskírðan son. Mynd | Rut 42 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016 SÍMI 5 700 900 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. Gildir til 26. mars Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is Aðrir litir í Léttlopa Frábært úrval aF sundFötum! Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.