Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 46
Íslenskir pabbar bestir í heimi Skýrsla um alþjóðlegu rannsóknina Heilsa og lífskjör skólabarna kom út þann 14. mars síðastliðinn. Skýrslan er unnin á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar og nær til 220 þúsund barna á aldrinum ell- efu, þrettán og fimmtán ára í 42 löndum í Evrópu og Norður Ameríku. Háskólinn á Akureyri lagði spurningalista fyrir um tólf þúsund íslensk börn fjórða hvert ár frá aldamótum og reyndust íslensk ungmenni af báðum kynjum og í öllum þremur aldurshópunum meta samskipti sín við feður jákvæðari en börn í öðrum löndum. Árgangarnir sem rannsóknin nær til nú eru fyrstu árgangarnir sem nutu góðs af breytingu á foreldraorlofi sem jók rétt feðra. „Nýjar rannsóknarniðurstöður frá Ársæli Arnarsyni og hans sam- starfsfólki sýna að íslensk börn eru í sérlega góðu sambandi við feður sína en mín gögn sýna að það er stærra bil á milli kynjanna þegar kem- ur að umönnun fjölskyldumeðlima en í nokkru öðru. Þannig að feður eiga nokkuð langt í land með að taka jafn mikila ábyrgð á börnum sín- um og mæðurnar gera,“ segir Þóra Kristín Þórsdóttir, félagsfræðingur. Merrild MØRK er dökkbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum. Lengri brennsla þýðir að baunirnar verða dekkri og braðeinkenni kaffisins fá tíma til að losna úr læðingi. Dökkbrennda kaffið hefur mikla fyllingu og snert af beiskju og því hentar það sérstak- lega vel með mjólk. Dökkbrennt malað kaffi Hentar sérstaklega vel ef þú vilt mjólk í kaffið Merrild 304 Spenntur fyrir föðurhlutverkinu Hugi Hlynsson verður faðir í næsta mánuði og segist spenntur að tak- ast á við hlutverkið. Huga finnst foreldrahlutverkinu eiga að vera jafnt skipt milli föður og móður. „Þetta á að vera full- komlega sameiginlegt ferli, hvort sem kemur að uppeldi eða öðru í umönnun barnsins. Auðvitað eru hlutir sem eru mér líffræðilega ómögulegir, eins og fæðingin og brjóstagjöf. Kannski finn ég leið til að gera annað í staðinn.“ Hugi segist sjálfur hafa verið al- inn upp við mikið jafnrétti á heim- ilinu og eigi svipað náið samband við báða foreldra. „Ég sé föðurhlut- verkið sem nýtt og spennandi verk- efni og ef maður er ekki spenntur fyrir nýju verkefni gerir það manni bara erfiðara fyrir. Því fylgir mikil óvissa að verða faðir í fyrsta skipti. Ég býst við miklu og hröðu lær- dómsferli.“ | sgþ Treystir ekki kerfinu Á Íslandi, líkt og annars- staðar, hefur fjölskyldustefna stjórnvalda því færst úr því að vera byggð á módeli sem gerir ráð fyrir einni fyrir- vinnu og öðrum uppalanda yfir í fjölskyldustefnu sem byggir á því að tveir ein- staklingar sjái sameiginlega um uppeldi og fyrirvinnu. Heimir Hilmisson félagsráðgjafi segir þó að þegar komi að börnum sem eigi foreldra á tveimur stöðum séu lög og reglur enn í miklu ósam- ræmi við yfirlýsta fjölskyldustefnu stjórnvalda. Sumir feður þurfi, því miður, enn að kenna á gamaldags hugsunarhætti og vanþróuðu kerfi. Heimir, sem hefur rannsakað sér- staklega upplifun feðra, sem ekki búa með börnum sínum, af kerfinu og skrifaði mastersritgerð um efnið árið 2014, segir upplifun feðranna vera þá að kerfið geri ráð fyrir því að faðir barns greiði meðlag og að barn búi hjá móður, annað fyrir- komulag sé ekki í boði. Kerfið líti þannig enn á feður fyrst og fremst sem fyrirvinnur frekar en uppal- endur. Feður enn séðir sem fyrirvinnur „Á meðan foreldrar búa enn saman er gerð krafa um að mæður og feður sinni börnunum sínum saman en um leið og foreldrar búa ekki saman og mæta til sýslumanns vegna sameiginlegs forræðis er enn þetta viðhorf um að móðirin eigi að hugsa um börnin en faðirinn eigi að vinna,“ segir Heimir. „Í rannsókn minni talaði ég við feður, sem áttu eitt til þrjú börn. Reynsla þeirra af því að fara til sýslumanns var sú að ekkert annað kæmi til greina en að lögheimili færi til móður og að faðir greiddi meðlag. Einnig var upplifun feðranna af þessum fundum sú að samtalinu væri einungis beint til móðurinnar og að þeir hefðu í raun ekkert erindi á fund sýslumanns.“ Heimir telur vandamálið felast í því að of mikil ábyrgð sé sett á herðar of fárra aðila sem sjaldnast séu sérfróðir um hag fjölskyldna. „Við erum með fulltrúa sýslu- manna sem taka stórar ákvarðanir um líf barna. Þeir eru með fína lög- fræðimenntun en hafa enga þekk- ingu á því hverjar þarfir barnanna eru, né af fjölskyldukerfum. Þessar ákvarðanir byggja yfirleitt á einu eða tveimur viðtölum við foreldra og oftast er búið að ákveða niður- stöðuna áður, án þess að skoða að- stæður almennilega og án þess að ræða við börnin. Málin eru hrein- lega ekki skoðuð nægilega. Það vantar að fleiri komi að borðinu.“ „Rosalega sárt“ Umgengnisforeldrar, sem langoft- ast eru feður, og fjölskyldur þeirra eiga oft erfitt með að sækja rétt sinn eða koma fram opinberlega af ótta við að missa það litla sam- band sem þeir hafa. Fréttatíminn ræddi við föður sem hefur upplifað þennan ótta. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo við köllum hann Jón. Jón og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar sonur þeirra var 6 ára og dóttir þeirra 3 ára. Þau deildu forræði en þar sem Jón hóf vinnu í öðru bæjarfélagi var ákveð- ið að börnin færu til hans þrjá daga aðra hverja viku. Síðan eru liðin fimm ár. „Þetta var ekki góður skilnaður því hún var í tygjum við annan mann þegar ég fór. Ég var með börnin í þrjá daga aðra hverja helgi en þar sem hún djammar mikið um helgar þá var engin fyrirstaða að fá börnin flestar helgar. En við héldum áfram að rífast því við erum svo ótrúlega ólík og höfum allt aðrar hugmyndir um það hvernig við eigum að ala börnin upp. Til dæmis gengur syni okkar illa í skóla og við kennarinn hans vorum sammála um að hann þyrfti hjálp en til að fá hjálp þarftu fyrst greiningu og barnsmóðir mín er ekki sátt við það. Hún vill bara sem minnst afskipti frá mér í öllum málum og allt sem ég sting upp finnst henni slæmt.“ „Hún er partídýr sem sinnir börnunum eftir sinni hentisemi. Ég hringdi í börnin á mánudags- kvöldi í haust og þá voru þau ein heima að elda sér mat og þá komst ég að því að svoleiðis er það oft. Ég missti mig og ákvað að hringja í barnavernd og lögregluna. Eftir það sprakk allt og í dag má ég ekki hitta börnin.“ „Ég hef ekki séð þau síðan um jólin og sameiginlegt forræði hefur ekkert um það að segja. Nú bíð ég bara eftir að sonur minn verði unglingur og taki ákvörðun um það sjálfur að flytja til mín. Ég hreinlega treysti kerfinu ekki til að taka mig til greina í þessu máli því mín fyrr- verandi hefur ekki skitið nóg upp á bak til að missa forræðið. Ég þori ekki að rugga bátnum og missa það lita samband sem ég hef. Ég sakna þeirra auðvitað rosalega. Það var alltaf ég sem las fyrir þau á kvöldin og eyddi með þeim tíma eftir vinnu. Auðvitað er þetta rosalega sárt.“ | hh Pabbahlutverkið M yn d | R ut Saga fæðingarorlofs 1946 Mæður fengu 3 mánaða leyfi frá vinnu og bætur sem voru háðar fjárhag eiginmanns væru þær giftar. 1954 Mæður hjá hinu opinbera fengu greitt fæðingarorlof í 3 mánuði. 1975 Allar útivinnandi mæður fengu rétt á fæð- ingarorlofi í 3 mánuði og allar mæður sem höfðu verið skráðar í vinnu fyrir fæðingu fengu greitt þriggja mánaða fæðingarorlof eftir fæðingu barns. 1980 Allar mæður fengu rétt á greiðslum frá rík- inu í 3 mánuði vegna barnsburðar og hægt var að úthluta einum mánuði til feðra. 1990 Fæðingarorlof mæðra lengt í 6 mánuði. 1998 Feður fengu rétt á tveggja vikna fæð- ingarorlofi. 2000 Orlofið varð þrískipt: móðir og faðir fengu þrjá mánuði hvor og svo aðra þrjá sem þau gátu skipt á milli sín. 2012 Frumvarp til laga um að lengja orlofið í 5 mánuði fyrir feður, 5 fyrir mæður og tvo sem þau geta skipt á milli sín. 80% karlmanna á Vesturlöndum verða feður 46 | fréttatíminn | Helgin 18. MArs–20. MArs 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.