Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 18.03.2016, Side 28

Fréttatíminn - 18.03.2016, Side 28
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.volkswagen.is Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er framhjóladrifinn með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn en er einnig í boði með fjórhjóladrifi og sjö þrepa sjálfskiptingu. Nýr Volkswagen Transporter kostar frá 4.590.000 kr. (3.701.613 kr. án vsk) Byggir á traustum grunni www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nýr Volkswagen Transporter mamma var í vondri fjárhags- stöðu og ég vildi gera mitt besta, bjarga einhverju eins og krakkar gera og fullvissa hana um að þetta væri í lagi.“ Ritzkex í kvöldmat Stefanía veltir fyrir sér hvort magavandræðin og meltingartrufl- anirnar sem hún er að kljást við í dag séu afleiðingar af fæðunni eða fæðuleysi sínu í bernsku. Stefanía er með handónýtan maga og þarf að vera á glúteinlausu sérfæði til þess að halda kerfinu gangandi. „Ég var alltaf með magaverk sem krakki. Svo ágerðist þetta með aldrinum og það er ekki skrýtið að maður sé alltaf þreyttur og lúinn ef maður nærist ekki almennilega. En það er alveg vitað að mataróör- yggi hefur áhrif á börn. Það veldur streitu og fyrir mér er það óþarfa þjáning í heimi ofgnóttar. Það vantaði oft mat á mínu bernsku- heimili og maður bara reddaði sér og fór inn í skáp og fann ritzkex, það var kannski dálítið sorglegur kvöldmatur. Og ef ég fann eitthvað til þess að elda þá eldaði ég mat handa mér.“ Móðurafi Stefaníu kom stundum við hjá þeim og færði fjölskyldunni frosið súpu- kjöt sem varð ólseigt hjá Stefaníu en hún kunni ekki að elda kjöt, aðeins tólf ára gömul. En Stefaníu þótti vænt um hugulsemi afans. Notuð föt „Ég fékk gefins föt frá öðrum þegar eitthvað var orðið of lítið, frá frændum og frænkum eða ein- hverjum í hverfinu. Var það ekki svoleiðis hjá öllum, voru ekki allir í notuðum fötum á þessum tíma?“ spyr Stefanía. „Ég man að ég keypti mér föt fyrir fermingarpen- ingana og ég notaði þau föt lengi.“ Án þess að hafa velt því sérstak- lega fyrir sér hélt Stefanía að fyrir- komulagið væri svona hjá flestum, að allir gengju í notuðum fötum af nágrönnum eða ættingjum sínum og ekkert væri athugavert við það. Bróðir Stefaníu fékk gefins notað bleikt hjól, fór á því um hverfið og var strítt fyrir, en hann kippti sér ekki upp við það, hann bara hjól- aði af öllum sínum kröftum. Fínna heima hjá öðrum Stefanía einangraðist félags- lega og henni fannst heimilið sitt vera ljótt og fráhrindandi. Hún reyndi að þrífa heimilið sem henni fannst alltaf svo skítugt og frábrugðið öðrum heimilum sem hún þekkti til þar sem fólk safnaði í kringum sig munum og mublum. Þegar unglingsárin tóku við fór henni að líða verr, bæði félags- lega og líkamlega. „Fermingin, oj bara, ég fermdist bara af því að ég vildi ekki verða fyrir óþæg- indum. Samfélagsfræðikenn- arinn spurði hverjir ætluðu að fermast og allir réttu upp hönd, nema ég. Og þau spurðu hvort ég ætlaði ekki að fermast. Og ég ákvað þá að gera það til þess að verða ekki fyrir einelti. Það var reyndar engin myndataka. Sumir leigja sal, það var ekki hjá mér, kjóllinn var á „budget“. Mér var reyndar alveg sama, ég var ekkert pirruð út í mömmu. Við vorum í þessu saman. Mér fannst kannski svolítið leiðinlegt að fara ekki í myndatöku. Það eiga allir myndir úr fermingunni sinni.“ Reyrði um sig til að lina bakverki Upp úr 13 ára aldri byrjaði Stefanía að finna fyrir miklum verkjum og svefntruflunum. Hún fór til læknis þegar hún var 15 ára en það var ekkert gert. Henni var illt í bakinu og heima fann hún gamalt teygju- bindi sem hún reyrði um líkamann sem hjálpaði til og linaði þjáning- arnar. „Ég varð ekki vör við að neinn væri að spyrja neitt. En þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þá fréttist að ég var að mæta mjög illa í skólann og ég var send til skólasálfræðings sem var þar í ein- hverju afleysingarstarfi. Það eina sem ég fékk út úr því viðtali var að mamma mín væri að brjóta lög ef ég mætti ekki í skólann og að hún gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Mér fannst þetta virkilega ljótt og sýna mikla vanþekkingu, það eru allskonar erfiðleikar sem geta komið upp. Ég var ekki með neina unglingaveiki og það var ekki eins og ég nennti ekki í skólann. Mér finnst þetta ennþá mjög skrýtið að það hafi enginn almennilega boðist til að hjálpa okkur, en hins- vegar fær maður á sig einhvern dóm og var hótað. Annaðhvort mætir þú eða það verður hringt í barnaverndaryfirvöld! Það breytti engu að hóta svona, það breytti ekki mínum aðstæðum, það breytti ekki álaginu, mér leið ekki betur, mér leið bara verr.“ Fegin að hafa ekki lent í kerfinu „Mamma sendi mig til sálfræð- ings sem spurði mig hvort ég vildi vera hjá mömmu minni eða fara í fóstur. Ég svaraði því að ég vildi vera hjá mömmu minni af því að ég vildi ekki að hún væri ein í þessu. Og þegar ég lít til baka þá er ég rosalega fegin að ég hafi ekki verið tekin af mömmu minni.“ Stefanía segir að börn sem fóru í fóstur hafi oft orðið fórnarlömb ofbeldis. „Núna kemur hvert málið á fætur öðru fram í dagsljósið þar Stefanía stundar ekki það sem hún kallar „socioecono- mic“ líf. Hún er utanvelta og finnst hún ekki tilheyra þegar hún er stödd í hópi fólks sem ræðir sín á milli um utanlandsferðir eða dótið sem það kaupir sér. Ég flutti að heiman þegar ég var 16 ára, af því að ég vildi ekki vera byrði á móður minni lengur. 28 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.