Fréttatíminn - 18.03.2016, Side 32
Myndir | Rut
EPSON EXPRESSION HOME XP-332
Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk.
Þráðlaus ölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt
frá texta yr í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt
er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu
skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri.
13.00
0
EPSO
N Exp
ressio
n
Home
XP-3
32
,-
www.thor.is
TÖLVUVERSLUN
ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR
Einnig fáanlegur í hvítu.
Hrelliklám er tiltölulega ný
birtingarmynd kynferðis-
brota og hefur nýtt embætti
héraðssaksóknara slík mál
til meðferðar þar sem meðal
annars er skoðað hvort
slíkt efni er notað til að
reyna að þvinga þolendur
til kynferðislegra athafna.
Kolbrún Benediktsdóttir
varahérðassaksóknari
hefur mikla reynslu af
sakamálum eins og grófum
ofbeldisbrotum, stórfelldum
fíkniefnabrotum, mann-
drápsmálum og kynferðis-
brotum en nýja embættið
hefur nú tekið við afgreiðslu
þessara mála af ríkis-
saksóknara. Kolbrún æfir
crossfit af kappi til að komast
í gegnum álagið í vinnunni
og til að öðlast krafta til
umönnunar á hreyfihöml-
uðum syni sínum.
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Kolbrún sest niður með blaða-
manni á heimili sínu í Hafnarfirði
og býður upp á hnetur og sóda-
vatn. Börnin eru komin í rúmið
þótt enn heyrist í Vilhjálmi, 6 ára
syni hennar, en hann fæddist með
CP lömun og er bæði hreyfihaml-
aður og með asperger greiningu.
„Vilhjálmur þarf ekki að sofa svo
mikið og hann er með mjög frjótt
ímyndunarafl. Hann er ótrúlega
skemmtilegur strákur og gaman að
fylgjast með honum og því hvernig
hann upplifir heiminn,“ segir Kol-
brún, stolt af syninum. Aðspurð
um auka álag á heimilinu verandi
í starfi sem tekur einnig mjög á
svarar Kolbrún því til að svona sé
bara þeirra raunveruleiki. „Þess
vegna er ég í crossfit,“ segir Kol-
brún brosandi. „Auðvitað fylgir
auka álag þessu nýja starfi.“
Kynferðisbrotin flókin mál
Áður en Kolbrún tók við embætti
varahéraðssaksóknara hafði hún
starfað hjá ríkissaksóknara frá
útskrift fyrir 10 árum. Hún segir
ganga mjög vel að móta embættið
Kynferðisbrotin ekki svört eða hvít
sé orð á móti orði. Vinnan snýst
um að kafa ofan í framburðina
og rýna þá vel. Framburðir eru
aðalatriðið en þeir eru alltaf teknir
upp í hljóði og mynd, bæði fram-
burður brotaþola og sakbornings.
Það er engin ein regla og sönnun-
arstaðan er misjöfn í hverju máli.
Við ákærendur erum bundnir af
kröfum dómstólanna, það er ekki
nóg að ég hafi tilfinningu fyrir því
að brot hafi verið framið, ég verð
að sanna það. Í flestum kynferðis-
brotamálum sem fara fyrir dóm
eru það svo þrír dómarar sem
meta trúverðugleika framburða í
beinni útsendingu, þegar fólk situr
í dómsal.“ Það er ekki tilfinning
Kolbrúnar að kyn dómara skipti
meginmáli í niðurstöðum dóma í
kynferðisbrotamálum heldur frek-
ar reynsluheimur þeirra almennt.
„Dómarar eru misjafnir og þeirra
viðhorf til sönnunargagna og ann-
að finnst mér ekki tengjast kyni
þótt í einstaka tilviki væri hægt að
segja að kona myndi kannski skilja
ákveðna hluti um líkama kvenna
betur en karl. Það er mikilvægast
að dómstólar endurspegli sam-
félagsgerðina, en í dag eru mjög
margar konur héraðsdómarar,“
segir Kolbrún.
Mikil réttarbót að geta kært
Stærstu og mikilvægustu breyt-
ingarnar með nýju embætti telur
Kolbrún án efa vera nýja kæruleið
fyrir kynferðisbrotamál. Áður var
ríkissaksóknari með ákæruvaldið í
kynferðisbrotamálum og hann tók
ákvörðun um málin, til dæmis um
að fella þau niður, og var það loka-
niðurstaða. „Ég held að fólk átti
sig kannski ekki á því hvað þetta
er mikil réttarbót. Nú er hægt
að kæra niðurstöður sem varða
þennan mikilvæga málaflokk til
æðra stjórnvalds. Við hjá héraðs-
saksóknara tökum ákvörðun um
hvort mál fer áfram til dómstóla
eða er fellt niður og nú er hægt að
óska endurskoðunar ríkissaksókn-
ara í þeim tilfellum þar sem mál
eru felld niður. Það er náttúrulega
þannig í dómskerfinu að ef þú ferð
með mál fyrir dóm getur annar
aðilinn í flestum tilfellum skotið
málinu til Hæstaréttar. Hjá ríkis-
saksóknara var það þannig að ef
við ákváðum að fella mál niður
þá var það bara þannig. Auðvitað
voru ákvarðanir ríkissaksóknara
mjög vandaðar og a.m.k. tveir
aðilar sem lásu málin yfir en það
breytir því ekki að þetta var ekki
nógu gott fyrirkomulag. Þú sem
borgari getur nú óskað eftir endur-
skoðun á þínum málum, það eru
fleiri sem geta farið yfir málið
heldur en áður. Þetta er vandaðri
stjórnsýsla.“
Kerfið tekur breytingum
Hvort þessi nýja kæruleið muni
hafa áhrif á það að fleiri mál leiði
til dóms svarar Kolbrún að það sé í
raun ekki markmiðið heldur frek-
ar sé verið að bæta vinnubrögðin
og gæði málsmeðferðarinnar.
„Hugsanlega myndi það þá leiða
til fleiri sakfellinga, en markmiðið
okkar er alltaf að hið sanna komi í
ljós og við erum alltaf að leita leiða
til að tryggja það betur.“
Kolbrún segir miklar breytingar
hafa orðið á réttarkerfinu síðast-
og að hún finni hversu dýrmæt
reynsla sín úr fyrra starfi sé,
sérstaklega hvað varðar með-
ferð kynferðisbrotamála. „Ég hef
hvað mesta reynslu í þeim, ásamt
öðrum ofbeldisbrotum og stýri því
sviði sem fer með ákæruvaldið í
þeim brotaflokkum sem voru áður
hjá ríkissaksóknara. Þetta getur
tekið gríðarlega á en kynferðisbrot
eru flókinn málaflokkur, þetta er
svo lokaður heimur og erfitt að tjá
sig um málin. Það er oft mikið af
tilfinningum sem eru tengdar þess-
um málum.“ Kolbrún segist skilja
fullkomlega að fólk hafi skoðun á
kynferðisbrotamálum og umræða
um málaflokkinn eðlileg en finnst
hún stundum vera ómálefnaleg. „Í
opinberri umræðu er oft ekki al-
veg rétt farið með allar staðreyndir
og ákæruvaldið getur eðlilega ekki
tjáð sig um einstök mál en umræð-
an á auðvitað rétt á sér. Fólk lítur
oft þannig á í nauðgunarmálum að
annað hvor aðilanna sé að ljúga.
En þetta er ekki svo einfalt. Ég
hafði líka þá skoðun þegar ég var í
lagadeildinni og var ekki byrjuð að
vinna með þessi mál. Ég hefði ekki
getað ímyndað mér að þetta væri
svona flókið og hvað það væri oft
erfitt að afgreiða kynferðisbrota-
mál, því þau eru svo langt frá því
að vera svört eða hvít.“
Framburður aðalgagnið
„Sú regla gildir að ef ákærandi tel-
ur ekki að þau sönnunargögn sem
rannsókn hefur leitt í ljós séu nægi-
leg eða líkleg til sakfellingar þá á
ekki að ákæra. Þess vegna þarf að
fara svakalega vel ofan í hvert mál.
Hvenær ertu með nóg af gögnum?
Og það er ekki sjálfgefið að mál sé
ekki líklegt til sakfellingar þótt það
Kolbrún Benediktsdóttir
„Fíkniefnadómar geta verið
mjög þungir og mér finnst
vera óeðlilegt samræmi á
milli dóma í málum sem
varða fíkniefnainnflutning
og alvarleg kynferðisbrot.
Kolbrún
Benediktsdóttir
Stjörnumerki: Naut.
Fjölskylduhagir: Gift og á 3 börn.
Skóli: Setbergsskóli, Flensborg,
Háskóli Íslands.
Í hvaða fagi varstu lélegust í
skólanum? Í menntó var það
stærðfræði og í HÍ var það
kröfuréttur.
Helstu kostir? Glaðlynd.
Skemmtilegasta bíómyndin?
Norrænar spennumyndir eru
skemmtilegastar.
Bókin á náttborðinu? Var að
byrja á Einn af okkur.
Hvað drekkurðu mikið áfengi á
mánuði? Mér finnst voða gott
að fá mér bjór enda mikil bjór-
kona. Hef farið þrisvar sinnum
í Bjórskólann og skemmt mér
svakalega vel.
Hvað sefurðu marga klukkutíma
á nóttu? Svona 6 en þyrfti 8.
Uppáhaldsstaðurinn? Hafnar-
fjörður.
Besti maturinn? Sushi.
Skemmtilegast að gera? Fara í
sumarbústað með fjölskyldunni.
Leiðinlegast? Brjóta saman
þvottinn.
32 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016