Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 11
TMM 2007 · 4 11
U m f o r m l i s t J ó n a s a r
línum. Jónas hefur lagt undir sig sex erindi og endurort þau undir forn-
yrðislagi. En hann notar efnið ekki í sömu röð og Feuerbach eins og sjá
má á blaðsíðutölunum við þýsku erindin hér á eftir. Undirfyrirsögn
kvæðisins í handriti Jónasar er: „brot eptir Feuerbach, Gedanken über
Tod und Unsterblichkeit, aus dem Papieren eines Denkers“.
Ljós er alls upphaf,
Ekkert er bjart,
ljóstær er þeirra
lífs uppspretta;
upphaf er Ekkert,
Ekkert er nótt,
því brennur nótt
í björtum ljóma.
Ó, mikli guð!
ó, megn hörmunga!
Ekkert að ending,
eilífur dauði;
sálin mín blíða,
berðu hraustlega
– sárt þótt sýnist –
sanninda ok.
Eilífð á undan,
og eftir söm,
orðinn að engu
og Ósjálfur!
Það getur þér augu
þvegið hrein,
ljós veitt og lá –
og litu góða.
Ég hef sett fram þá skoðun í skýringum við ýmis kvæði í bók minni með
þýðingum á ljóðum Jónasar, Bard of Iceland, að trúarhugmyndir hans
hafi tekið miklum og róttækum breytingum undir ævilok hans. Ég held
ekki að hann hafi nokkurn tíma hætt að trúa á Guð; árið 1890 fullvissar
Konráð Gíslason Björn M. Ólsen um að Jónas hafi ekki verið neinn
„guðníðingur“ eins og sumir haldi, og „Jólavísa“ Jónasar frá 1844 styður
það:
Der Grund ist Licht, das Nichts ist hell,
Nichts trübet euern Lebensquell: [153–154]
Der Grund ist Nichts, das Nichts ist Nacht,
Drum brennt’s in solcher Feuerspracht. [167–168]
O strenger Gott! O Herzensnoth!
Zuletzt ein Nichts, ein ew’ger Tod!
O liebe Seele trage doch
Mit Muth er Wahrheit mildes Joch, [109–112]
Das ew’ge Fort, das ew’ge Hin,
Das Nichtmehrich, das Nichtmehrbin,
Das wäscht die Augen gar so rein,
Bringt Feuer, Licht und Farbenschein. [149–152]