Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 66
66 TMM 2007 · 4
J ó n K a r l H e l g a s o n
Einari þegar hann vann að ævisögu sinni um Halldór Laxness og stóð
fyrir því að það birtist í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar árið
2004. Var þar bæði birtur enski textinn, eins og skáldið gekk frá honum
í Hollywood á þriðja áratugnum, og íslensk þýðing Silju Aðalsteinsdótt-
ur, sem reyndar byggðist að nokkru leyti á þýðingu Helga á viðkomandi
kafla í Húsi skáldsins eftir Hallberg. Halldór Guðmundsson skrifaði
einnig stuttan inngang að þessum textum og lagði þar töluverða áherslu
á að komið hefði til tals að Greta Garbo – eftirlætisleikkona Halldórs
um þessar mundir – léki Sölku í kvikmyndinni, en hún reyndist bundin
í öðrum verkefnum.28
Fróðlegt er að skoða textann í leikriti Ólafs Hauks með hliðsjón af
þessari flóknu birtingarsögu, en svo virðist sem hann hafi að mestu leyti
stuðst við íslensku þýðinguna á bók Hallbergs en einnig haft þýðingu
Silju við höndina. Snemma í samtalinu við kvikmyndamógúlinn – sem
Randver Þorláksson lék – sagði Atli Rafn í hlutverki Halldórs Laxness:
Sviðið er verstöð milli hárra fjalla. Mannfólkið er ruddalegt, einfalt, frumstætt.
Allir lifa og deyja fyrir fiskinn.29
Samsvarandi setningar úr bók Hallbergs hljóma svo:
The characters are rude, naïve and primitive.“ […] Sviðið er verstöð milli
hrikalegra fjalla. Þessum litla stað er stjórnað af þorskinum.30
En samsvarandi setningar úr upprunalega kvikmyndahandritinu hljóma
svona:
The characters are rude, naive and primitive […] An untidy fishing village
situated on the outskirs of wild mountains on the Icelandic coast. […] The
codfish is the predominating feature in the picture of the town.31
Munurinn á þessum þremur textum virðist ekki mikill en hann er samt
merkingarbær. Halldór talaði til dæmis um „an untidy fishing village“,
en í þýðingu Helga J. Halldórssonar á Húsi skáldsins og leikriti Ólafs
Hauks var aðeins rætt um „verstöð“. Í þýðingunni á bók Hallbergs er
talað um „hrikaleg fjöll“ sem eru þýðing á orðunum „wild mountains“
en í leikriti Ólafs Hauks voru fjöllin bara há.
Eftir að hafa lýst sögusviðinu fyrir kvikmyndamógúlnum vék Hall-
dór leikritsins að aðalsöguhetjunni, Sölku Völku: