Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 20
20 TMM 2007 · 4
H a l l g r í m u r H e l g a s o n
á jörðu sem speglar bláma himinsins; tindurinn dýfir sínu bjarta höfði í
lygnan vatnsflöt. Fjall mætir himni í spegli jarðar. Þetta hafði undirrit-
uðum aldrei komið til hugar og skyndilega gengur myndin upp.
Þó er hann ekki alveg sannfærður um að þannig hafi skáldið séð hana
fyrir sér, ekki síst þegar fyrsta útgáfa kvæðisins er skoðuð, sú eina sem
Jónas bjó sjálfur til prentunar. Í Fjölni 1838 hljómar línan svo: „í himin-
blámans fagurtæru lind“, orðalag sem gerir lindina enn frekar að einni og
ákveðinni „lind himinsins“; ekki bara að einhverri ónefndri lind á jörðu
niðri heldur þeirri himinháu undralind sem er uppspretta blámans. Í ann-
arri útgáfu kvæðisins sem prentuð er í fyrstu Ljóðmælum Jónasar árið 1847
(sú útgáfa sem lesin er hér) hafa tveir vinir skáldsins breytt „fagurtæru
lind“ í „fagurtærri lind“. Kannski vonuðust þeir til þess að þannig ætti les-
andi auðveldara með að sjá fyrir sér lygnupoll undir Eyjafjöllum en
kannski voru þeir bara að hlýða óskum skáldsins um kraftmeira orðalag.
Beljandi foss við hamrabúann hjalar
á hengiflugi undir jökulrótum
þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.
Jónas skiptir kvæðinu í þriggja lína „erindi“ sem innihalda eina mynd
hver. Að minnsta kosti er því þannig farið framan af, áður en skáldið
kemst í ham, kvæðið fer að renna, og hver lína verður framhald þeirrar
næstu, án tillits til erinda. En hér er allt í föstum skorðum. Áhrifin eru
tign og friður: Yfirvegaður hátíðleiki: Skáldið hefur full tök á efninu og
fikrar sig hægt og rólega inn að kjarna þess.
Þrátt fyrir ramman aga þríhendunnar leyfir skáldið sér frjálsræði í
rími og stuðlum. Hér gengur á með kvenrími og karlrími, án sýnilegrar
reglu, og stuðlasetning Gunnarshólma er frjálsleg. Upphafslínur „erind-
anna“ eru alltaf stuðlaðar en stundum fylgir enginn höfuðstafur, heldur
fær næsta lína stuðla. Stundum birtist höfuðstafur þeirra þá í þriðju
línu, stundum ekki. Hér býður lokalínan jafnvel upp á tvær gerðir af
stuðlum: „… gullið geyma“ og „Frosti og Fjalar“.
Og næsta mynd inniheldur engan höfuðstaf.
En hinumegin föstum standa fótum
blásvörtum feldi búin Tindafjöll
og grænu belti gyrð á dala-mótum.
Hér má þakka ríminu að til verður fallegt orð: dalamót. Íslenskan krefst
nákvæmni í rími og leyfir engu skáldi það aularím sem stærri tungur