Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 108
108 TMM 2007 · 4
B ó k m e n n t i r
ir þættir“ og þessi tilfinning um að hafa séð allt og heyrt allt verður áleitin og
svolítið óhugnanleg þegar frá líður í textanum.
Jón Karl Helgason talar í síðasta Riti, tímariti Hugvísindastofnunar (3, 2006)
um svokallaðar „sjálfsögur“ og sjálfgetnar skáldsögur, sjálfsmeðvitaðar skáld-
sögur, sjálfhverfar frásagnir og innhverfar skáldsögur, frásagnarspegla og
deiligaldur. Best gæti ég trúað að hægt væri að nota öll þau hugtök með góðum
árangri til að lýsa Undir himninum eftir Eirík Guðmundsson. Sagan er saga af
sögunni Undir himninum (sjálfsaga) og hún endar á setningunni: „Nú koma
textarnir“ (sjálfgetin skáldsaga). Hún er innhverf því hún gerist nánast alfarið
í hugarheimi sögumanns og í henni eru óteljandi speglanir og innfelldar
örsögur og deiligaldur eins og hver vill. Hún er sjálfsmeðvituð og getur varla
verið annað því að hún er framan af endursköpun á stolnum texta í tvöfaldri
merkingu þess orðs en sá texti verður svo ófullnægjandi að E. byrjar að skrifa
Bréf til Hrefnu. Hann getur hins vegar ekki gefið sig allan í það verk því að
honum sjálfum er í raun stolið af fyrri bókinni, allur bærinn talar um hana og
þekkir aðalpersónuna E. útvarpsmann af textanum og þykir lítið til þess skít-
seiðis koma. Bókin sem við höldum á er þannig skrifuð, lesin og ritdæmd áður
en við lokum henni. Og hvað svo? Hvert er þá okkar verk? Til hvers lásum við
þessar 377 síður? Og í framhaldi af því má ef til vill spyrja; Til hvers vísar
lokasetningin: „Nú koma textarnir“?
Undir himninum – á jörðinni
Bókin Undir himninum er skelfilega sjálfhverf, alltof löng og lætur móðan
mása, þetta er fremur leiðinleg bók um aðalpersónu á egóflippi, leikfang fyrir
bókmenntafræðinga sem hafa ekkert þarfara að gera en að tala um svona
bækur. Eitthvað á þessa leið hljóðaði dómur Auðar Aðalsteinsdóttur í Víðsjá
Rásar 1 19. desember 2006. Í kjölfar dómsins kom tilkynning frá forlaginu
Bjarti um að bókin hefði verið kölluð inn út af þessum neikvæða dómi. Þetta
var spaug hlutaðeigandi – hversu vel heppnað það var skal látið liggja á milli
hluta. Sú sem hér skrifar getur hins vegar verið sammála því (sem trúlega var
aldrei haldið fram í alvöru) að bókin sé of löng, of útúrdúrasöm og „reyni á
þanþol lesanda“. Líka vaknaði á einhverjum punkti spurning um hvort þessi
bók væri ekki aðeins sjálfsaga heldur sjálfri sér nóg og sendi þau skilaboð að
hún þyrfti ekki lesendur, heldur gæti lesið sig sjálf.
Þetta verður þó ekki niðurstaðan af lestri bókarinnar eins og vonandi er
fram komið hér að ofan. Undir himninum er mjög góður og merkilegur ald-
arspegill. Sjálfsmyndarkreppa og ímyndaótti söguhetjunnar verður æ ónota-
legri eftir því sem lengra líður á sögu hans. Lesandi hlýtur að sjá sjálfan sig í
sögu E., jafnvel oftar en honum gott þykir. Hann mun líka sjá þar marga sem
hann þekkir og hann mun byrja að rugla saman skáldskap og veruleika og það
er hluti af undirfurðulegum húmor sögunnar. Það fór til dæmis ekki fram hjá
mér að sláninn, hávaxni fræðimaðurinn og þýðandinn, sem stal handriti E. er
með skrifstofu í aðalbyggingu Háskólans rétt hjá kapellunni og þar er aðeins