Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 64
64 TMM 2007 · 4
J ó n K a r l H e l g a s o n
Í næstu andrá leikritsins var reyndar gengið skrefi lengra í þessa átt
því þá birtist á sviðinu gamall maður – í uppsetningu Þjóðleikhússins
fór Kjartan Guðjónsson með hlutverk hans – og hélt áfram sögunni:
Í miðjum júlímánuði reistum við landnemar bjálkakofa á bala í fenjunum
kríngum Íslendíngafljót, skammt frá þar sem nú heitir Riverton í Nýja Íslandi.
Ég heingdi myndina af Jóni Sigurðssyni upp á einn vegginn, og á annan vegg
heingdi konan auglýsíngamynd af stúlku með barðastóran hatt.22
Frásögn gamla mannsins hélt áfram og var að miklu leyti innlimun á
völdum setningum úr „Nýa Íslandi“, svo enn sé stuðst við hugtak frá
Genette.23 Samsvarandi setningar úr smásögunni eru svohljóðandi:
Í miðjum júlímánuði reisti nýr landnemi bjálkakofa á bala í fenjunum kríngum
Íslendíngafljót, skamt frá þar sem nú heitir Riverton í Nýa Íslandi. Torfi heingdi
myndina af Jóni Sigurðssyni uppá einn vegginn, og á annan vegg heingdi konan
auglýsíngamynd af stúlku með barðastóran hatt.24
Hér hefur þriðju persónu frásögn smásögunnar verið breytt í fyrstu
persónu. Markmiðið virðist vera að endurskapa textann sem Halldór
kann að hafa heyrt á pallinum hjá Sveini lækni. Ef við lítum á „Nýa
Ísland“ sem þýðingu þess texta þá virðist Ólafur Haukur vera að
„afþýða“ hann.
Áður en skilist er við þessa senu er rétt að ítreka að sú lýsing Halldórs
á tilurð sögunnar „Nýa Íslandi“ sem Ólafur Haukur styðst við er aug-
ljóslega færð „nokkuð í stílinn“, eins og Peter Hallberg komst að orði.25
Líkt og Helga Kress hefur bent á í ítarlegri tímaritsgrein um Amer-
íkudvöl Halldórs hefur sagan mótast af ýmsu fleiru en frásögn gamla
mannsins á dyrapallinum, þar á meðal smásögunni „Vonum“ eftir Einar
H. Kvaran og kvæðinu „Bréf til vinar míns“ eftir Guðmund Friðjónsson
á Sandi.26 Að öllu samanlögðu er ljóst að orðin sem áhorfendur í leik-
húsinu heyrðu „gamlan mann“ flytja í Halldóri í Hollywood á sviði Þjóð-
leikhússins 2005 höfðu farið í gegnum margvíslega endurskoðun frá því
að Halldór Laxness heimsótti Svein Björnsson í Árborg tæpum áttatíu
árum fyrr. Túlkunarsögu þessara orða má lýsa svo:
(1) Gamall maður segir Halldóri frá (ágúst-september 1927)
(2) Halldór túlkar frásögn gamla mannsins og fleira efni í smásögu
(júlí-sept.1927)
(3) Halldór túlkar söguna á samkomum (sept. 1927)