Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 137
TMM 2007 · 4 137
U m r æ ð u r
fátíðari á 19. öld. Langflestir hafa því haft þá afstöðu til hjónabands að það væri
óhjákvæmilega ævilangt. Því hefur fólk sætt sig betur við aðeins bærilegt
hjónaband og lagt harðara að sér að halda hjónabandi bærilegu. Það hefur
þurft mikið til að menn viðurkenndu að brúðkaupsdagur þeirra hefði verið
þeim galinn galdur, eins og séra Björn gerði.
Loks má nefna að Örn finnur að því við mig að ég skuli ekki rökstyðja betur
að séra Björn hafi verið samkynhneigður; einkum vanræki ég að leita að heim-
ildum um gagnstæða kynhneigð hans. Satt að segja fannst mér hugmynd mín
um samkynhneigð sem skýringu á hjónabandsformælingum Björns svo líkleg
að það færi fljótt að orka á einhverja lesendur sem klifun ef ég héldi áfram að
safna að henni rökum, og að klifa á kynlífi fer fljótlega að jaðra við klám. En
nú er mér ögrað, og það hafa fleiri gert en Örn sem hafa nefnt greinina við mig
og talið það sem rök gegn máli mínu að séra Björn hafi þó eignast börn með
konu sinni. Jafnvel hefur verið gefið í skyn að álykta mætti af grein minni að
börn Björns kunni að hafa verið rangfeðruð. Óorðaðri hugmynd um það and-
mælir Örn líka í grein sinni þegar hann nefnir að Björn hafi sagt í bréfum að
börn sín líktust sér. Því læt ég til leiðast að birta upphaf á bréfi séra Björns til
Þorláks Jónssonar á Stórutjörnum 27. október 1858:6
Því er optastnær og í f lestum efnum svo varið fyrir mér, að gáfur mínar lifna á
kvöldin. Jeg er enginn kveldúlfur, miklu fremur er jeg kvöldsvanur; jeg syng feg-
urst rétt áður enn jeg sofna. Á kvöldin gengur mér bezt að byrja, lengja og enda
prédikanir mínar. Á kvöldin hugsa jeg um búið og fyllist af allra handa forstandi. Á
kvöldin birtist mér allskonar séður og horfinn, óséður og þráður unaður lífsins. Á
kvöldin er jeg hinn ástúðlegasti við konu og börn þó jeg sé þurlegur framan af degi.
Á kvöldin – með leyfi að segja – en í óleyfi öðrum að segja – hef jeg stofnað til þriggja
af fjórum börnum mínum. Já, á kvöldin, segi jeg það enn, – gengur mér bezt að búa
til börn, að klekja út afkvæmum, hvort sem þau heldur eru andleg eða líkamleg.
Þessi orð mætti túlka freklega á þann hátt að séra Björn hafi alls ekki stofnað
sjálfur nema til þriggja af fjórum börnum sínum. Þannig mætti nota þau til að
styðja þann orðróm sem var nefndur í fyrri grein minni, að hann hefði ekki
verið faðir að fyrsta barninu sem hann meðgekk og átti með verðandi konu
sinni rúmum sex árum áður en þau giftust. Því held ég þó ekki fram. Hitt er
ótvírætt að Björn lýsir hjónalífi sínu þannig að hann þurfi að vera sérstaklega
vel upplagður til að geta getið börn og hafi ekki kynmök oftar en svo að hann
geti sagt nákvæmlega til um hvenær hvert barn hafi komið undir. Það sýnir að
minnsta kosti að hann hefur ekki haft ákafa gagnkynhneigð.
Tilvísanir
1 Örn Ólafsson: „Andsvar um sr. Björn í Laufási.“ Tímarit Máls og menningar
LXVIII:3 (sept. 2007), 133–39. Þar sem greinin er ekki lengri en þetta spara ég
mér að vísa oftar til hennar.