Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 109
TMM 2007 · 4 109
B ó k m e n n t i r
ein skrifstofa sem Ástráður Eysteinsson hafði síðast þegar ég vissi til. Reiðu
femínistunum sem alltaf rífast út af hlut kvenna hefur maður sosum líka séð
bregða fyrir í Árnagarði. En til hliðar við galgopann og kaldhæðnina er alvar-
leg og frekar þunglyndisleg ádeila sem myndar hljómbotn í þessari sögu og
gerir íroníu hennar rómantíska.
Ofsóknarhugmyndirnar sem alltaf laumast að vesalings E. eru bakreikn-
ingar sjálfsmyndarleysisins. Það er ekki skemmtilegt að efast um að maður sé
einstaklingur og eitthvað sérstakt og halda að maður sé lúser og einskis virði.
Mun verra er þó að efast um að maður sé til yfirleitt. Geri maður það engu að
síður er það bæði fallhlíf og björgunarhringur að ímynda sér að maður hafi átt
eða eigi eitthvað alveg sérstakt (ástríka bernsku, sanna ást, andleg afrek) en því
hafi verið stolið frá manni eða einhver sé í þann veginn að stela þessu frá
manni. Þjófnaðurinn útskýrir missinn og staðfestir um leið að eitthvað hafi
verið til að missa. Og þá koma textarnir.
Kári Páll Óskarsson
Ölvið ykkur – á skáldskap
eða dyggðum
Einar Már Guðmundsson: Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Mál og menning, 2006.
Það þóttu tíðindi þegar Einar Már Guðmundsson sendi frá sér nýja ljóðabók í
fyrra, þá fyrstu síðan 1995, enda er það ekki á hverjum degi sem höfundar er
gengið hefur vel á öðrum sviðum snúa aftur til þessa vandræðabarns bók-
menntafjölskyldunnar sem mörgum finnst ljóðið vera. Einar Már kann að vera
einn okkar vinsælasti skáldsagnahöfundur „en ljóðið þekkir önnur sár“ eins og
hann segir í þessari bók (bls. 142): meginþema hennar er áfengissýki eins og
víða hefur komið fram. Þetta er blúsuð bók sem fjallar um glímuna við alkó-
hól.
Hún er all-löng af ljóðabók að vera: 41 ljóð í fimm köflum á rúmlega 140
blaðsíðum. Umbrot bókarinnar hefur þar sitt að segja, kápan er há á lóðrétta
ásnum og stutt á þeim lárétta, lítið lesmál er á hverri blaðsíðu og textinn er
miðfærður. Þegar við bætist að ljóðin eru mörg í lengra lagi gerir þetta umbrot
það að verkum að þau fljóta tignarlega fram; heildaráhrifin eru að manni
finnst hann vera að lesa nokkurs konar testamenti, eða öllu heldur uppgjör.
Hér er mikill blús á ferðinni eins og áður segir, og mörg ljóðin í bókinni eru
afskaplega vel heppnuð dæmi um tregafulla lyrík þó gráglettinn húmor spretti
fram annað slagið. Einar notar oft svokallað montage, eða pörun ólíkra ljóð-