Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 97
TMM 2007 · 4 97
M y n d l i s t
huga getum við sagt að Friðarsúlan eigi erindi við hvert og eitt okkar. Hún
minnir okkur á að gera nákvæmlega þetta: „hugsa okkur frið“. Prófa þú að
hugsa þér frið og sjáðu hvað gerist. Það er ekki hægt að hugsa sér frið án þess
að staldra við. Um leið og þú gefur þér tíma til þess myndast rúm fyrir kyrrð-
arstund. Í huga Yoko Ono er friðurinn einnig það að gefa sjálfum sér og öðrum
svigrúm til að staldra við – og hugsa. Ekki bíða eftir því að einhver annar geri
það fyrir þig. Friðurinn er á þína ábyrgð.
Ef það er rétt sem Yoko Ono sagði í viðtali við Svanhildi Konráðsdóttur á
Stöð 2 í tilefni af vígslu súlunnar, að leiðtogar ríkja heims geti ekki leyft sér að
standa í átökum nema með stuðningi kjósenda, þá ættu borgarbúar að líta í
eigin barm þegar kemur að því að dæma deilurnar í Ráðhúsinu um Orkuveitu
Reykjavíkur. Í framhaldi af tengingunni við stjórnmálin má síðan velta því
fyrir sér hvort Friðarsúlan hafi meira pólitískt gildi en listrænt og hvort það sé
yfirleitt rétt að aðskilja listina og stjórnmálin. List Yoko Ono í gegnum tíðina
og ekki síst á þeim tíma þegar hún fékk hugmyndina að Friðarsúlunni er þræl-
pólitísk í þeim skilningi að hún tekur afstöðu til ástands samfélagsins og hvet-
ur til aðgerða. Það eru ekki allir sammála því að listin eigi að skipta sér af
pólitík, í þessu tilfelli umhverfismálum, en þeir hinir sömu standa væntanlega
í þeirri trú að listin sé meiningarlaus og hafi fyrst og fremst skreyti- og
skemmtanagildi. Slíkt er auðvitað fásinna. Ef við tökum mark á franska list-
fræðingnum Dominique Baqué þá er hreinlega ekkert varið í list nema hún
hafi eitthvað að segja um samfélagið, og hún er ekki ein um að hafa þá
afstöðu.
Friðarsúla Yoko Ono er vissulega óhlutbundið verk og upphafið á allt að því
trúarlegan hátt en afstaða þess er engu að síður skýr. Ljósgeislarnir sem rísa
upp úr óskabrunninum og kljúfa himininn marga tugi metra upp í loftið þar
sem þeir sameinast í þéttum ljósgeisla lýsa yfir trú á hið góða í einstaklingnum
og mátt samheldninnar. Þannig er Friðarsúlan þörf áminning til okkar um að
glata ekki sjálfum okkur og mennskunni í gegndarlausri gróðahyggju sem
veður áfram hugsunarlaust og eirir engu og engum.
2. Myrkrið
Á meðan Yoko Ono klífur himininn vongóð með bláum ljósgeisla virðast
íslenskir myndlistarmenn kunna betur við sig í myrkrinu. Haraldur Jónsson er
líklega sá íslenskur myndlistarmaður sem hvað oftast hefur gert myrkrið að
efnivið verka sinna, nú síðast á Sequence hátíðinni. En síðla sumars, nánar til-
tekið á menningarnótt löngu áður en skammdegið lagðist yfir sumarbirtuna
og myrkvaði sálarlíf landans, ákvað Darri Lorenzen að takast á við myrkrið
með því að loka á ljósið í leikfimisal Austurbæjarskólans í Reykjavík. Gersam-
lega grandalaus gerði ég mér sérstaka ferð í leikfimisalinn til að upplifa verkið
Mið sem nú er í eigu T-B A21 eða Thyssen-Bornemisza í Vínborgar. Ég gekk
eins og aðrir gestir inn um dyr leikfimisalarins á austurgafli skólabygging-
arinnar, gegnum þykkt tjald inn í myrkvaðan salinn. Eina hugsanlega viðmið-