Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 123
TMM 2007 · 4 123
B ó k m e n n t i r
sem fram fer í þriðju persónu. Hér vísar hún lesendum, í upphafi bókar, á hol-
una í hjarta Gísellu. Hana skortir viðfang eða stefnu, dagarnir líða eins og í
endalausu sumarfríi og hún finnur, um það leyti sem sagan hefst, að hún þráir
tilbreytingu, finnur fyrir löngun til að afreka eitthvað í lífinu. Hún þráir til-
gang í lífinu, og segja má að hún sé sakbitin yfir því að skorta tilgang eða mark-
mið og geta þar af leiðandi ekki notið lífsins til fullnustu.
Nýtilkomnar fjárhagsáhyggjur reka Gísellu til að leita sér að verkefnum.
Helst vill hún skrifa greinar í blöð og tímarit. Það reynist erfitt, þangað til að á
vegi hennar verður pólitískt tímarit, Hnefinn. Í því eru róttækar greinar um
umhverfismál, auðvald, hernað, jafnrétti og jöfnuð, og þrátt fyrir að þetta séu
ekki hugðarefni Gísellu, gerir hún sér vonir um að geta skrifað fyrir þetta blað,
það verði þá að minnsta kosti „dálítið ævintýri“.
Hún fær það verkefni hjá einkennilegum ritstjóra blaðsins að skrifa grein
um húsnæðisekluna í borginni. Hún ákveður að taka leigjendur í stóru íbúðina
sína og leggja þannig sitt af mörkum til þess að leysa húsnæðisvandann, fá ein-
hverjar fastar tekjur til að reka húsnæðið, auk þess sem hún ætlar að læra af
leigjendunum og nota upplýsingarnar í greinina.
Gísella setur strax í upphafi reglur sem krefja leigjendurna um að laga sig að
siðum hennar og veita henni lokaorð um allar ákvarðanir. Þannig er freistandi
að túlka söguna sem hliðstæðu, táknsögu um innflytjendur í vestrænni borg
(útlendingar skulu aðlagast), framlag höfundarins til „baráttunnar gegn fas-
ismanum“ eins og útvarpsmaður nokkur orðar það gjarna. Enda hefur bókin
vakið hrifningu meðal víðsýns fólks sem telur hana mikilsverða til uppfræð-
ingar almennings um málefni innflytjenda og ýmsir jafnvel látið í veðri vaka
að frambjóðendur Frjálslynda flokksins gætu lært sitthvað af bókinni.
Leigjendurnir þrír eru ekki beinlínis lifandi fólk heldur staðalmyndir,
ímyndir Gísellu af útlendingum. Dasíma er suðræn og listræn. Anna er tor-
tryggin og vör um sig og á litla dóttur. Hún gæti verið af norrænum slóðum.
Marta er fyrrverandi gengilbeina frá Austur-Evrópu og hálfgerður einfeldn-
ingur.
Fordómar okkar í ríku löndunum gagnvart fólki í fátækari löndum (og inn-
flytjendum) eru ekki endilega neikvæðir á yfirborðinu; við segjum yfirleitt
ekki að það sé latt, heimskt, eða ofbeldishneigt. Ósjaldan er fátæku fólki (til
dæmis í Afríku) lýst sem glöðu, einlægu og hamingjusömu þrátt fyrir fátækt.
Það gengur í litríkum fötum, eldar góðan mat og dansar heillandi þjóðdansa.
Og við sjáum í upphafi þessa framhlið peningsins: hið jákvæða „múltí-kúltí“
viðhorf sem endurspeglast oft í frösum eins og:
Fregnir af brosmildum heimamönnum í Afríku er ágætt til að minna okkur á að
hamingjan fæst ekki keypt fyrir peninga. (Kristinn Pétursson, 14.4.2007, sjá http://
kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/177052/)
Framan af sögu er Dasímu lýst í fullkomnu samræmi við þessa mynd: Hún er
sögð búa yfir „einlægni barnsins“, hún „töfrar fram“ frábæran mat hvað eftir