Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 41
TMM 2007 · 4 41
M e g a s H a l l g r í m s s o n
Svoddan málhljóðaleik má sjá í innrímsleikjum Megasar, t.d. í Borðið
þér orma, frú Norma (291) eða í kvæðinu Grísalappalísa (155):
Hei Grísalappalísa
ó Grísalappalísa
aa Grísalappalísa
Grísalappalísa
víst hefurðu vatnsblá augu Lísa
vatnsblá glær og galtóm
alveg eins og ýsa
Aligrísalappalísa
Málstefna Jónasar og Megasar
Hver er málstefna þeirra málsnillinga, Megasar og Jónasar? Það er
eðlilegt að spurt sé. Annar er ótæpilega notaður sem einkennismerki
íslenskrar málverndarstefnu og dagur íslenskrar tungu haldinn hátíð-
legur á afmælisdegi hans. Hinn hefur fengið viðurkenningu á þessum
sama degi. Jónas hefur ekki skrifað margt um íslenska tungu. Hann
minnist örlítið á tunguna í einu ljóði og telur að okkur beri að þykja
vænt um hana. Sem Fjölnismaður, þjóðernissinni og sjálfstæðishetja má
þó fastlega reikna með að hann hafi verið málhreinsunarsinni og viljað
ganga hart fram í að hreinsa öll dönsk áhrif út úr íslenskri tungu. Talið
er að flest það sem ritað er um tunguna í Fjölni hafi félagi hans, Konráð
Gíslason, ritað en höfundur er þó ekki tilgreindur. Ekki er ósennilegt að
einmitt það sýni og eigi að sýna að á bak við skoðanirnar sem þar koma
fram standi allir Fjölnismenn.
Þrátt fyrir þessa málstefnu Jónasar er til talsvert af ljóðum eftir hann
á dönsku og önnur með danska titla þótt þau séu sjálf á íslensku. Sjálf-
sagt skýrist það oft af yrkisefnum, hefðum meðal íslenskra stúdenta í
Kaupmannahöfn eða jafnvel af því að Jónas hafi af og til langað til að
yrkja fyrir stærri lesendahóp. Mikill meirihluti ljóða Jónasar er þó á
íslensku, þar eru engar dönskuslettur og vísvitandi sneitt fram hjá öllum
slíkum orðum og önnur íslensk notuð eða búin til í staðinn. Þeir sem
hann orti fyrir voru enda hvorki íslenskir embættismenn né aðrir sem
snobbuðu fyrir dönskunni, heldur ungir sjálfstæðissinnaðir mennta-
menn. Með því að halda á lofti fornri menningu og viðhorfum tókst
honum smám saman einnig að ná til stórs hluta íslenskrar alþýðu sveit-
anna, bænda og búaliðs sem alla tíð hafa haft í heiðri hetjur fornaldar og
kjarnyrt málfar Íslendingasagna. Það er því greinilegt að málstefna Jón-