Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 131
TMM 2007 · 4 131
B ó k m e n n t i r
Alistair MacLean bækurnar ótrúlega ótrúlegar í minningunni, svo ekki sé
talað um kvikmyndareyfara nútímans með Bruce Willis, Steven Seagal, Ben
Affleck og öllum hinum hetjunum í aðalhlutverkum. Já, eða Bond, James
Bond? Þessi bókmennta/kvikmyndagrein þrífst á ótrúlegum plottum og geig-
vænlegum atburðum. Fyrirgefum Stefáni Mána – hann er bara að skrifa sig inn
í greinina með stæl.
Þar að auki mætti hæglega hugsa sér að atburðarásin sé jafn ótrúleg og raun
ber vitni fyrir tilstuðlan æðri máttarvalda, nefnilega sjálfs djöfulsins. Í bókinni
fer fram hálfgildings kynning á og umfjöllun um djöfladýrkun, einkum í gegn-
um Kyndarann sem telur sig finna tilvist djöfulsins í kjarna alls lífs:
„En ormurinn sem ekki lifir en dreymir þó, hann leynist í þeim óendanlega útgeimi
og því niðdimma hyldýpi sem hugvísindin kalla undirvitund mannsins,“ segir
Kyndarinn og tekur við pípunni og sýgur ofan í sig reykinn. „Sá óreiðudreki hringar
sig og snýst eins og gormur … eins og vetrarbrautir alheimsins … eins og ormurinn
sem snýst í okkur öllum og líffræðingar kalla kóða lífsins … DNA.“ (135)
Ýmislegt í framvindu sögunnar bendir til þess að skipinu sé einmitt ætlað að
fara veg allrar veraldar: „Megir þú sigla lóðbeint til helvítis!“ öskrar Óðinn,
höfuðóvinur Jóns Karls/Kölska, á eftir skipinu þegar sá síðarnefndi rennur
honum úr greipum (67). Og hann gerir einmitt það. Bölbænin virkar.
Þessar vísbendingar styðja fingri á undirliggjandi tilgang ferðarinnar. Jón
Karl endar á skipinu fyrir röð tilviljana sem eiga undirrót sína í hatri og geð-
veiki margra ólíkra aðila. Þetta er samstillt átak. Á skipinu hittir hann fyrir
hóp af taugastrekktum mönnum sem allir hafa eitthvað á samviskunni, og síð-
ast en ekki síst kynnist hann Kyndaranum sem er ástríðufullur djöfladýrkandi.
Kyndarinn sér samstundis í Kölska hinn djöfullega þráð og tekur að sér að
uppfræða hann og fóstra (þótt Jón Karl sýni því takmarkaðan áhuga). Með
þessu verður ferðin að einskonar námskeiði fyrir hinn sjálfnefnda Kölska –
hann nær nýjum hæðum í illsku sinni, bæði í gegnum uppfræðslu Kyndarans
en líka í gegnum ósanngjarna meðferð bátsmanna þegar þeir saka hann (rang-
lega) um að hafa klippt á fjarskiptin og læsa hann hlekkjaðan í myrkrakompu
fremst á skipinu. Sem verður að teljast nokkuð grimmileg refsivist, jafnvel fyrir
annálaðan misyndismann – að vera innilokaður í myrkri í ofsastormi og velt-
ingi svo dögum skiptir. Þar fær Kölski tækifæri til að ferðast án líkama og án
meðvitundar og þar með vex illska hans og ásókn í djöfullegar víddir – hið
meðvitundarlausa ferðalag opnar hlið helvítis.
Þannig er Skipið „þroskasaga“ manns sem hefur daðrað við djöfullega hegð-
un allt sitt líf og finnur loksins rétta farveginn:
Það var engu líkara en þetta skip og áhöfnin hefðu verið að bíða komu hans allt
kvöldið og hálfa nóttina. Engu líkara en að allt þetta útgerðarbatterí snerist bara í
kringum Jón Karl og ekkert og engan annan, um að koma honum um borð og sigla
með hann eitthvað … eitthvað. (87–88)