Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 76
76 TMM 2007 · 4
J ó h a n n S . H a n n e s s o n
Nú má vel vera að Jóhann hafi átt þessa limru í huganum áður, en það
gildir ekki um það kvæði sem hér birtist í fyrsta sinni. Það er sannanlega
einnar nætur kvæði.
Á vori 1978 var tekið viðtal við skáldritstjórann Matthías Johann-
essen í ríkissjónvarpinu. Hann stóð úti við styttuna af Skúla fógeta
þegar hann fékk spurninguna: Matthías, hvernig er það þegar andinn
kemur yfir þig? Þetta er einmitt spurning sem enginn getur borið upp
nema blaðamaður og ekkert skáld getur svarað. En af því Matthías er
bæði blaðamaður og skáld þá svaraði hann spurningunni á þá leið að
það væri líklega eins og þegar farfuglarnir kæmu.
Þetta þótti mér, róttækum viðmælanda og vini Matthíasar, óendan-
lega fyndið og ég hnoðaði saman vísu sem ég held kannski hafi endað:
Nú kom andinn yfir mig
eins og skógarþröstur.
Svaf svo af þá nótt og kom til konrektorsvinnu minnar í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð morguninn eftir og hitti einna fyrstan Jóhann S.
Ég spurði hvort hann hefði séð sjónvarpsviðtalið. Það hafði hann ekki,
svo ég gaf honum referat og fór með hnoð mitt. Við skemmtum okkur
báðir, og svo hófst valdagur.
Valdagur var á þessum árum og er kannski enn einn skelfilegasti
stressdagur skólans. Að honum loknum fóru kennarar ekki heim að sofa
heldur sátu andvaka heima. Þegar við hittumst daginn eftir lagði Jóhann
á skrifborð mitt ljóðabók sem var vélrituð á maskínupappír og kjöllímd,
tvö erindi á blaði Textinn var sá sem hér fer á eftir, en þó skal tekið fram
að lesið hefur verið úr skammstöfunum í þriðja vísuorði hvers erindis,
þar sem jafnan stendur á maskínupappírnum: N.k.a.y.m. með sama
hætti og skammstafað var í Konungsbók eddukvæða: Þa g.r.a.a. og lesist:
Þá gengu regin öll á rökstóla! Á titilsíðu er heitið eins og hér er sett á
grein.
Jóhann sagðist hafa sest niður með vitskýglas og Fugla Íslands og Evr-
ópu, því hann gat ekki sofið!
Ég vil gjarna taka fram að þetta kvæði birti ég ekki ef ég hefði ekki
borið það undir Matthías Johannessen, Kristján Karlsson og Wincie
Jóhannsdóttur.
Heimir Pálsson