Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 62
62 TMM 2007 · 4
J ó n K a r l H e l g a s o n
dórs undir titlinum Þættir, rammaði hann „Nýa Ísland“ inn með allt
öðrum og persónulegri hætti í formála þar sem gefið er „stutt yfirlit um
upphaf þessara þátta að því ég man best“.13 Halldór sagði þar um sköpun
sögunnar:
Ég dvaldist í Canada, mestmegnis í Manitobafylki, sumarið 1927. Þá fór ég
stundum útí héruð þau sem vesturíslendíngar kalla Nýa Ísland, við suðurenda
Winnipegvatns vestanmegin. Eitt septemberkvöld var ég staddur hjá vinfólki
mínu þar sem heitir í Árborg, Sveini lækni Björnssyni og Maríu, og sit á úti-
dyrapallinum að skrafla við einhverja aðvífandi menn eftir að dimt var orðið.
Smámsaman eru gestirnir á burt af pallinum, nema ég og annar maður, sem
ekki hafði lagt orð í belg meðan við vorum þar fleiri; hann var aldraður eftir
röddinni að dæma. Ég vissi aldrei hvað hann hét né hvaðan hann var, sá hann
ekki heldur sakir myrkurs, og hef ekki hitt hann síðan, – aldrei vitað hver hann
var. Ég hef kanski rætt einsog eina stund við þennan ókunna mann þarna í
myrkrinu, og hann sagði mér þessa sögu úr Nýa Íslandi. Ég skrifaði hana upp
daginn eftir. Nokkru síðar las ég upp söguna á skemtun í smákaupstað þarna
í héraðinu. Þá stóð upp kanadiskur sjóvínisti (þjóðrembumaður) íslenzkur að
ætt, og krafðist þess að ég hætti að lesa upp söguna af því hún væri níð um
Canada. Áheyrendur höfðu þó aðrar skoðanir á málinu, þeirra á meðal vinur
minn Guttormur skáld Guttormsson, og feingu því til leiðar komið að ég læsi
söguna á enda.14
Með þessari innrömmun – sem kemur heim og saman við lýsingu sem
Halldór birti upphaflega í blaðagrein árið 1928 og átti eftir að ítreka við
fleiri tækifæri – gekk hann í raun í þveröfuga átt við það sem hann hafði
gert árið 1927.15 Upprunalegi undirtitillinn, „Samþjóðleg öreigasaga“,
skilgreinir Torfa Torfason sem fulltrúa allra þeirra milljóna fátækra
innflytjenda af ólíkum uppruna sem höfðu tekið sig upp í heimalandinu
til að leita að betra lífi í Vesturheimi á nítjándu öld og fyrstu áratugum
þeirrar tuttugustu. Með formálsorðum sínum 1954 gaf Halldór hins
vegar til kynna að sagan lýsti örlögum eins tiltekins Íslendings. Um leið
gerði hann frásögnina að þætti í sinni eigin ævisögu („Ég dvaldist í
Canada … sumarið 1927“).
Athyglisvert er hvernig Halldór lætur í það skína að „Nýa Ísland“ sé
hvorki hans höfundarverk né eiginlegur skáldskapur. Sitt hlutverk hafi
falist í því að skrá orð hins andlitslausa íslenska landnema, þýða munn-
lega frásögn alþýðumannsins yfir á form smásögunnar. Hallberg ræðir
þetta atriði ítarlega í Húsi skáldsins og biður lesendur að taka ummælum
skáldsins um tilurð sögunnar „með varúð“.16 Hann vekur athygli á þeim
listbrögðum sem Halldór beitir og fullyrðir að „Nýa Ísland“ sé „ein af
heilsteyptustu smásögum hans“, „frábært listaverk, samanþjöppuð og