Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 82
82 TMM 2007 · 4
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n
gegn fólki úr sömu hópum ásamt upplýsingum um samstarf íslenskra yfir-
valda við bandaríska leyniþjónustu í þeirri iðju. Þetta er að miklu leyti nýtt
efni, vel stutt heimildum. Hins vegar setur Guðni fram útskýringar á afhjúp-
ununum í ljósi sögulegs baksviðs. Segja má að hann finni eina grundvallar-
skýringu á þessum gerðum stjórnvalda. Hún liggur ekki fyrst og fremst í
ofbeldishneigð kommúnista eins og hjá Þór Whitehead heldur í sefasýki í
andrúmsloftinu, lamandi ótta og tortryggni, sbr. kaflaheitið „Ár óttans.
Ímyndaðar innrásir og valdaránstilraunir“. Í þessu öfgakennda ástandi áttu
stjórnvöld alls ills von frá kommum, og sérstaklega frá Sovétríkjunum, þeim
var þess vegna vorkunn þótt viðbrögðin væru óþarflega hörð.
Ef Guðni Th. hefði komið með uppljóstranir sínar fyrir 25 árum og lagt
svona út af þeim hefði hann að líkindum fengið á sig skæðadrífu af gagnrýni
frá vinstri. En í umræðu um bók hans hefur gagnrýnin fyrst og fremst komið
frá hægri. Þeir félagar Þór Whitehead og Björn Bjarnason ráðherra svöruðu
Guðna og vörðu hleranirnar, en þeir gerðu það að mestu óbeint: með því að
hella sér yfir Jón Ólafsson eftir að hann skrifaði loflegan ritdóm um bókina
fyrir Lesbók Morgunblaðsins 23. desember. Þar tók Jón undir söguskýringar
Guðna varðandi hýsterískt andrúmsloft og „ímyndaðan veruleika kalda stríðs-
ins“. Með því bar hann blak af kommúnistum að dómi Þórs og Björns.
Rétt eins og Þór Whitehead fer Guðni Th. í bók sinni hraðferð yfir hápunkta í
íslenskri stéttabaráttu á 20. öld. Hann gengur nokkuð inn á þá braut Þórs að
skýra aðgerðir stjórnvalda sem viðbrögð við aðferðum rauðliða. Til dæmis skýr-
ir hann mikla fjölgun í Reykjavíkurlögreglunni og tímabundna stofnun ríkislög-
reglu 1933 sem skiljanleg viðbrögð við baráttusamtökum komma og krata,
„Varnarliði verkalýðsins“ og „Varnarliði alþýðunnar“ (Guðni, bls. 38–39).
En málið snérist ekki um ofbeldisdýrkun rauðliða. Hleranir á verkfalls-
mönnum voru fyrst framkvæmdar vegna bílstjóraverkfalls árið 1936 og var
það þó hefðbundið verkfall án allra ofbeldisaðgerða (Guðni, bls. 40). Árið 1937
bað lögreglustjórinn um fjölgun og frekari vopnun lögreglunnar í Reykjavík
með þeim rökum að í höfuðstaðnum væru „þjóðfélagslegar mótsetningar
mestar“, og skömmu síðar hafði „í mörgu verið farið að ráðum [hans]“ (Guðni,
bls. 43). Sumarið 1939 var Agnar Kofoed Hansen flugliðsforingi kallaður frá
Danmörku og ári síðar gerður lögreglustjóri í Reykjavík og þjálfaði hann m.a.
vopnaburð og „hvernig fáeinir lögreglumenn geta ráðið við mikinn fjölda
manns“ (Guðni, bls. 46). Allt beindist þetta auðvitað einvörðungu að „innri
hættu“. Þessar ráðstafanir höfðu afar skýrt stéttarlegt kennimark. Hættan var
fólgin í aukinni skipulagningu og virkni meðal verkalýðs og aukinni róttækni
hans – og við henni var brugðist.
Kaldastríðsaðgerðir afhjúpaðar og réttlættar
Í túlkun á aðdraganda NATO-aðildar 1949 fer Guðni Th. troðnar slóðir. Hann
skýrir bæði séraðgerðir gegn sósíalistum og tilkomu NATO, á Íslandi sem ann-
ars staðar, sem varnarviðbrögð vegna mikillar hræðslu við Sovétmenn (sjá t.d.