Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 105
TMM 2007 · 4 105
B ó k m e n n t i r
Mælir kraftaverk tímans
að myndbreytast
og springa út með næringu
úr ástúðinni
sem gróðursetti
Lögmál lífs og ljóðs eru hin sömu.
Brotasýn gefst okkur með því að horfa á fyrirbærin frá undarlegum sjón-
arhornum og í annarlegu samhengi: þá gefur stundum að líta hið eftirsókn-
arverða: sjálfa hina undursamlegu furðu. Hér og þar er furðan á ferð í bókinni,
þar á meðal í mögnuðu og dularfullu ljóði sem ber heitið Þrettán rósablöð.
Þrettán er vissulega tala sem lesandi gefur sérstakan gaum og rósablöðin
þrettán gætu leitt hugann að þeim þrettán ljóðabókum sem liggja fyrir þótt
þrettán rósablöð í ljóði þurfi náttúrlega ekki á slíkum hugrenningartengslum
að halda. Hér er ort um stað sem aldrei er hægt að finna þegar maður leitar
hans en skyndilega blasa hins vegar við „inngöngudyr á vegg / á annars hugar
göngu“. Sjálfur ljóðheimurinn? Þarna er að minnsta kosti einhvers konar
kokteilboð í gangi. Í anddyrinu er skál með vatni og þar fljóta þrettán rósablöð;
ungar þernur „með lukkutröllshár / skálma um með fleytifulla bakka“ og
þarna flaksast líka um hlakkandi óminnishegrar og eftir því sem líður á
partíið detta glerin úr augum gestanna ofan í glösin. Smám saman verður allt
saman ískyggilegra – undirheimafljótið „tekur endalaust við“ og loks er engar
inngöngudyr „lengur að finna“.
Þetta draumkennda og óhugnanlega ljóð er að finna í myrkasta kaflanum í
bókinni sem ber heitið Veggir og gluggar þar sem varpað er ljósi á eitt og annað
sem þrengir að skáldskapnum og frjálsri hugsun, en þar er líka annað ljóð sem
á eftir að verða fólki minnisstætt, Fangelsi, þar sem minnt er á að á tímum
Eyvindar var „fangelsið í landi mínu galopnar dyr (…) Fjallopnar dyr /hungurs
og ótta“. Þessi hluti verksins endar á aftökuvegg og þrumuveðri og dimmu en
strax á eftir erum við á hröðum flótta í bálki í sjö hlutum þar sem skáldið líkir
iðju sinni við Hraðlest. Öllu betri farkostur út úr hinum íslensku hugarfjötrum
gefst varla enda er hér hratt málað og hættulega ort, teinarnir lagðir undir
hraðlestina jafnharðan og ljóðið umbreytist á kafla í hraðskreiðan ljóslausan
bíl „á fullri ferð um götur borgarinnar“.
Ljómun, brotasýn, umbreyting er svo viðfangsefni fimmta hlutans, Breyt-
inga. Rétt eins og í ljóðinu Andartak í öðrum hluta er hér í Augu bílanna árétt-
uð nauðsyn þess að lífið sé bara akkúrat núna. Sá sem lifir í fortíðinni verður
að normalbrauði eða „lamaður af séríslenskri heimsku“ (bls. 72). Eftir sjö ávörp
– þar sem einhver furðuleg líkindi eru í ólíkindunum á þeim sem ávarpaðir eru
– taka við fagnaðarríku prósaljóðin undir verndarvæng hins vængjaða ljóns,
og um leið dreginn saman mórall bókarinnar um það sem nauðsynlegt er: ljóð-
list og lífsgleði og uppreisn.
Því þetta er uppreisn gróandans gegn eyðingunni og blíðunnar gegn bar-
smíðunum. Hér er boðaður sá orkusparnaður sem næst með því að teygja sig