Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 59
TMM 2007 · 4 59
H a l l d ó r L a x n e s s í í s l e n s k u m s k á l d s k a p
þessa lands“ en ekki hafa „skrifað svartan staf“ síðan hann „týndi rauða
þræðinum fyrir nokkrum árum“.4 Hins vegar vitnaði ég í skáldsögu Jóns
Kalmans Stefánssonar, Sumarið bakvið Brekkuna, sem út kom árið 1997.
Sögusvið verksins er sveit á Vesturlandi og þar minnast menn tveggja
heimsókna Halldórs Laxness:
Nú nú, skáldið heimsfræga úr Mosfellsdalnum hafði ekki bara heimsótt sveitina
þegar það færði áköfum aðdáanda sínum, honum Jóni Jónssyni hreppstjóra að
Felli mynd af sér, nei það lét sér ekki nægja að koma einu sinni, heldur kom það
tvisvar; í seinna skiptið, tja, þá kom Halldór bara si svona, enginn afmælisdagur
eða þvíumlíkt, bara einn þessara venjulegu daga sem almættið skenkir okkur.
Þetta grannvaxna vel klædda skáld birtist bara einn tveir og þrír, stóð skyndi-
lega á hlaðinu á Felli í skraddarasaumuðum jakkafötum. Síðan sótti skáldið
gljáandi svört stígvél í farangursgeymslu bílsins og þeir fóru að ganga, hrepp-
stjórinn og hann, alveg eins og Postulinn og gesturinn dularfulli nokkrum
árum síðar.5
Fleiri verk hefði mátt nefna í þessu sambandi. Árið 1996 sendi Gerður
Kristný frá sér skáldsöguna Regnbogi í póstinum en í þeirri bók er
brugðið upp svipmynd af 17 ára „barni“, Halldóri Guðjónssyni, sem er
að koma í fyrsta sinn til Kaupmannahafnar. Hann fær leigubílstjóra til
að aka sér í bókabúð, þar kaupir hann eintak af ritinu Kvinden og køns-
livets hygiejne før og under ægteskabet eftir Auguste Debay og undir
kvöld, eftir að hafa fengið inni hjá vinahjónum kunningja síns, fer hann
að blaða í bókinni. „Kaflinn Piskning som aphrodisisk Lægemiddel
vakti strax athygli hans en þar er mælt með að fólk noti leðurólar, hrís
eða reipi. Þetta er reyndar eini kaflinn sem Halldór hefur strikað
undir.“6
Hér er fráleitt um tæmandi upptalningu að ræða, en á þeim tæpa
áratug sem liðinn er frá því að ég spáði fyrir um ritgerðina „Halldór
Laxness í íslenskum skáldskap“ hefur heimildaskrá hennar lengst nokk-
uð. Meðal nýrra verka sem þar eiga heima er skáldsagan Höfundur
Íslands eftir Hallgrím Helgason sem út kom árið 2001. Enda þótt aðal-
persónan, Einar J. Grímsson rithöfundur, beri ekki nafn Halldórs eru
líkindi æviferils þeirra tveggja það mikil að í umræðum um bókina var
þeim á köflum ruglað saman. Alda Björk Valdimarsdóttir hefur fjallað
með afar forvitnilegum hætti um tengsl Einars og Halldórs í nýlegri
tímaritsgrein sem byggist á kafla í óbirtri M.A.-ritgerð Öldu um skáld-
skaparfræði Hallgríms.7 Annað vinsælt verk í þessari hefð er Konungs-
bók eftir Arnald Indriðason en þar verða aðalpersónurnar samskipa
nýútnefndum Nóbelsverðlaunahafa, Halldóri Laxness, á leið til Íslands