Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 8
8 TMM 2008 · 1
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n
Rósar, og færð rök fyrir því að hún sé framúrstefna. Þó vonlenskan taki
einhverjum breytingum í framtíðinni mun hún hafa sama hlutverk og
sömu skáldskapareinkenni.
Árið 2002 gaf Sigur Rós út nafnlausa breiðskífu. Opinbert heiti henn-
ar er ( ), en til einföldunar er almennt talað um hana sem „svigaplötuna“.
Á henni eru átta lög sem bera heldur engin nöfn – nema þá vinnuheiti
sem hafa flotið með breiðskífunni á veraldarvefnum. Hér verður ekki
stuðst við þau vinnuheiti, enda ekki hægt að ræða um þau sem hluta af
heildarverkinu. Enginn tækur texti er við lögin á „svigaplötunni“, ein-
ungis vonlensk, fyrir utan lag númer þrjú sem er ekki sungið.
Í bókinni sem fylgir „svigaplötunni“ er enginn texti, bara auðar síður
þar sem viðtakendur geta skrifað sína eigin texta og gefið breiðskífunni
og lögunum nafn. Viðtakendur taka þá beinan þátt í sköpun heild-
arverksins; þeir mega bæði skíra verkið og skrifa tækan texta í staðinn
fyrir ótækan texta vonlenskunnar. Viðtakendur taka líka þátt í sköpun
verksins þótt þeir skrifi ekki tækan texta á síðurnar en velji frekar að láta
hugann reika og fá tákn og myndir upp í hugann. Það er líka textasköp-
un. Meðlimir Sigur Rósar gáfu út yfirlýsingu þegar „svigaplatan“ kom út
um að líta ætti á vonlenskuna sem staðgengil fyrir texta. Borið hefur á
þeim misskilningi að það eigi að ráða beint ótækan texta vonlenskunnar
og byggja sinn tæka texta á þeirri túlkun. Þeir textar yrðu nokkuð tak-
markaðir því vonlenskan á „svigaplötunni“ er endurtekningarsöm:
júsælóon júsæ
júsæfán ælónón
júsæn
júsælóon júsæ
júsæfán ælónón
júsæn
júsælenónfa …7
Hér er komin greinileg regla á form vonlenskunnar. Hver sönglína hefst á
forskeytinu „jú-“, eins og næstum öll hin lögin á „svigaplötunni“. Eina lagið
sem brýtur regluna er lag númer fimm, þar hefjast flestar sönglínur á orð-
inu „dándjú“. Einnig er klifað á orðinu „dándjúa“ í blálok breiðskífunnar.
Fjórða breiðskífa Sigur Rósar nefnist Takk … (2005, punktarnir þrír
eru partur af titlinum). Vonlenskan er á textum um það bil helmings
laganna, annars er sungið á íslensku. Allar sönglínur á vonlensku hefjast
á forskeytinu „jú-“, svo fer afgangur línunnar eftir því hvernig söng-
urinn fellur að tónlistinni.8