Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 102
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
102 TMM 2008 · 1
hafi ekki komið þar við sögu.“ Hér má lesa um stefnur og strauma í leiklist
alveg frá hinum göfugu Grikkjum á sjöundu öld fyrir Krist til aldamótanna
2000.
Í fjölmiðlum át hver eftir öðrum að þetta hefði ekki verið „ár skáldsögunn-
ar“. Þó komu margar slíkar út eins og lesa má um í yfirliti Jóns Yngva Jóhanns-
sonar annars staðar í heftinu.
Meðal stórvirkja á síðasta hluta ársins er fyrst að telja glæsilega bók um
Kristján Davíðsson listmálara sem Listasafn Íslands gaf út í tilefni af yfirlits-
sýningu hans þar. Inngang skrifar Milan Kundera, Halldór Björn Runólfsson
forstöðumaður LÍ rekur merkilegan og sérstæðan feril Kristjáns í ítarlegri
grein og nýtt viðtal við listamanninn, sem varð níræður í sumar, tekur Fríða
Björk Ingvarsdóttir. Í bókinni eru 55 heilsíðumyndir af verkum Kristjáns auk
nokkurra minni mynda með greinum. Þar eru líka skrár yfir sérsýningar hans
og helstu samsýningar, helstu heimildir um Kristján og æviágrip. Þetta er afar
eiguleg bók, ekki aðeins falleg og vönduð (prentuð í Odda) heldur fróðleg fyrir
alla sem áhuga hafa á ferli og hugmyndum þessa einstæða listamanns.
Í bókinni Til fundar við skáldið segir Ólafur Ragnarsson útgefandi frá kynn-
um sínum af Halldóri Laxness og skráir samtöl sín við hann síðustu árin sem
Halldór lifði (Veröld). Bókin er prýdd brotum úr einkabréfum Halldórs,
minnisbókum, handritum og öðrum heimildum. Myndir eru prentaðar á sér-
stakan myndapappír og í lit þar sem við á; er sá frágangur til fyrirmyndar.
Þetta var bara ein af nokkrum bókum um skáld og rithöfunda, því Pétur
Gunnarsson gaf út áðurnefnda bók um Þórberg Þórðarson í fátæktarlandinu,
Sigurður Pálsson áðurnefnda Minnisbók um námsár sín í Frakklandi frá og
með haustinu 1967 og Ingibjörg Haraldsdóttir rifjaði upp námsdvöl í Moskvu
á sjöunda áratugnum og árin sín í Havana þar á eftir í bókinni Veruleiki
draumanna (MM). Friðrik G. Olgeirsson sendi frá sér ævisögu Davíðs Stefáns-
sonar, Snert hörpu mína (JPV), Gísli H. Kolbeins gaf út bók um Skáld-Rósu
(Salka) og Hjálmar Sveinsson gaf út viðtalsbók við Elías Mar, Nýr penni í nýju
lýðveldi (Omdúrman). Pétur Blöndal blaðamaður bætti um betur og gaf út
viðtalsbókina Sköpunarsögur (MM) þar sem hann talar við tólf höfunda á
ýmsum aldri, Elías Mar og Kristján Karlsson frá þriðja áratug síðustu aldar,
Guðrúnu Helgadóttur og Hannes Pétursson frá þeim fjórða, Kristínu Marju
Baldursdóttur, Þorstein Gylfason og Sigurð Guðmundsson frá þeim fimmta,
Vigdísi Grímsdóttur, Einar Kárason og Steinunni Sigurðardóttur frá þeim
sjötta, Sjón frá þeim sjöunda og Guðrúnu Evu Mínervudóttur frá þeim átt-
unda. Kristinn Ingvarsson tók listilega fallegar ljósmyndir af öllum höfundun-
um.
Talandi um skáldasögur þá eiga ýmis góðskáld stórafmæli í ár: Þórbergur
Þórðarson fæddist 1888 (þó að hann hafi sjálfur talið sig ári yngri) og verður
vísast haldið upp á 120 ára afmæli hans í ár. Guðmundur Kamban var jafnaldri
hans. Guðmundur Hagalín og Gunnar M. Magnúss fæddust báðir 1898; Jak-
obína Sigurðardóttir fæddist 8. júlí 1918 eða fyrir níutíu árum, Ólafur Jóhann
26. september og Þorsteinn Valdimarsson 31. október sama ár. Sigfús Daðason