Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 136
136 TMM 2008 · 1
B ó k m e n n t i r
bragð („fyrst gerðist þetta, síðan þetta, og svo endaði þetta allt svona!“) að oft
er erfitt að sjá framvinduna sem annað en handahófskennt samsafn af atvik-
um; samhengi skortir sem og þungamiðju fyrir atburðarásina til að hverfast
um. Þannig eiga sögurnar á hættu að vera langdregnar þótt stuttar séu. En áður
en hugað er nánar að sjálfum sögunum er rétt að staldra aðeins lengur við
frásagnartón bókarinnar, og titilinn, sem er auðvitað það sem fyrst mætir les-
andanum. Enda má halda því fram að túlkunarferli bókarinnar hefjist á þeirri
stundu sem hann er meðtekinn. Spurningar byrja þannig að gera vart við sig
áður en stafur hefur verið lesinn af eiginlegu innihaldi bókarinnar.
Vel má ímynda sér að ein af spurningunum sem vakni í brjósti væntanlegs
lesanda sé hvers vegna það hafi reynst nauðsynlegt að færa sjálfa titilspurn-
inguna í orð. Þar sem svarið er í þessu tilviki langt í frá augljóst mætti einmitt
halda því fram að titillinn beri með sér ákveðna dulúð, þó að viðfang spurn-
ingarinnar sjálfrar sé jafn hversdagslegt og kvöldmaturinn sem við flest borð-
um minnst einu sinni á dag. Sá sem spyr er í raun sá sem ætti að svara spurn-
ingunni, hugsanlega er sá sem spyr sá eini sem getur svarað, og spurningin
kann því að bjóða upp á endalausa sjálfhverfu líkt og slanga sem bítur í halann
á sér og heldur að það sé kvöldmaturinn. Þannig reynast líka vangaveltur um
„viðmælanda“ söguhöfundar, eða það sem oft er kallað innbyggður lesandi,
búa í titlinum, en eins og allegórían hér að ofan gefur til kynna verður staða
innbyggða lesandans einmitt áleitin, hvernig fyrir honum er komið á því
ferðalagi sem bókin er. Þá er einnig hægt að ímynda sér að þessi sömu einkenni
(óvenjuleg spurning um hversdagslegan hlut sem býður upp á óvænt útspil í
lokin) feli í sér einhvers konar vísi að gríni, titillinn gæti þannig verið annað
hvort byrjunin eða endirinn á stuttri skemmtisögu eða smellnum brandara.
Það reynist að mörgu leyti skörp ályktun, enda kímnigáfa höfundar til sýnis í
bókinni eins og áður hefur verið minnst á. En ekki má gleyma því að spurn-
ingin getur líka verið vitnisburður um heilahrörnunarsjúkdóm af einhverju
tagi, svo ekki getum við ákveðið fyrir víst að gamanmálin verði hér ávallt í fyr-
irrúmi. Vangaveltur um merkingarskala nafnsins víkja þó fljótt fyrir efasemd-
um sem gera vart við sig varðandi frásagnarröddina sjálfa. Allar sögurnar,
sama hversu litríkt persónugalleríið á að vera, eru sagðar með svo staðföstum,
hæverskum kumpánleika og mónótónískri friðsemd í garð heimsins, að á
þriðju eða fjórðu sögu byrjar lesanda að líða eins og verið sé að sefa hann, eða
þá að höfundur sé að tóna eins konar svæfandi möntru.
Eins keimlíkar og sögurnar eru nær safnið þó að skírskota allt í senn til hér-
aðsfróðleiks, munnmælasagna, fréttaskýringa og geirabókmennta, án þess þó
að niðurstaðan verði nokkru sinni heildstæð eða sýnt sé fram á almennileg tök
á þessum orðræðutegundum, hvað þá að fjölbreytileikinn sem áðurnefnd upp-
talning gefur til kynna geri vart við sig öðruvísi en sem óljós tilfinning, alls
óáþreifanleg. Eins og í möntrunni er það ekki innihaldið sem skiptir meg-
inmáli heldur endurtekningin, hljóðin sem eru framkölluð, sú staðreynd að
verið sé að segja sögu. Nútíminn í sagnagerð víkur hér fyrir söguhöfundi sem
birtist sem bland af munnmælasögusafnara og skransala, undir kumpánleik-