Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 99
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 1 99
Íslands minni af mikilli list. „Ef Jónas er okkar Heine er Atli Heimir okkar
Schumann,“ skrifaði Hallgrímur Helgason í Fréttablaðið (19.12.’07), „og hér
hefur þjóðin eignast sinn Liederkreis.“
Bæði í Danmörku og Svíþjóð var Jónasar minnst með ýmsum hætti með
aðstoð sendiráðanna íslensku undir forsæti Svavars Gestssonar í Kaupmanna-
höfn og Guðmundar Árna Stefánssonar í Stokkhólmi. Aðalumsjón með Jón-
asarárinu í Kaupmannahöfn hafði Böðvar Guðmundsson. Þar var strax í maí
farið í heimsókn á Regensen þar sem Jónas bjó fyrstu árin sín í Höfn og hann
skoðaður undir leiðsögn garðprófasts, Eriks Skyum-Nielsen. 7.–9. september
voru Jónasardagar sem hófust á vel heppnuðum tónleikum Fífilbrekkuhópsins
í Sívalaturni, héldu áfram með ferð til Sorø þar sem var flutt dagskrá og
umhverfið skoðað. Lokadaginn var gengið um Jónasarslóðir í Kaupmannahöfn
undir leiðsögn Sigrúnar Gísladóttur og flutt fræðileg dagskrá um skáldið og
náttúrufræðinginn á Norðurbryggju. Að kvöldi 16. nóvember var svo húsfyllir
og meira en það í Jónshúsi á viðamikilli dagskrá um skáldið. Þar var lesið og
sungið úr verkum Jónasar, meðal annars las Søren Sørensen úr þýðingum
sínum; hann er tilfinningaríkur upplesari og tók salinn með trompi.
Isländska sällskapet í Uppsölum hélt sína Jónasarhátíð 25. nóvember. Þar
töluðu Heimir Pálsson og Böðvar Guðmundsson um skáldið, lesið var úr verk-
um þess á íslensku og sænsku og svo var viðamikil tónlistardagskrá, en tón-
skáldið Hafliði Hallgrímsson var heiðursgestur fundarins.
Rithöfundasambandið ákvað að bjóða grunnskólum upp á efni um Jónas
Hallgrímsson auk lifandi skálda og voru Þorvaldur Þorsteinsson og Silja Aðal-
steinsdóttir fengin til að semja og flytja dagskrá undir merkjum „Skálda í
skólum“. Er skemmst frá því að segja að dagskráin var flutt yfir 20 sinnum fyrir
börn á aldrinum 6 til 16 ára sunnan og norðan heiða. Unga fólkið sýndi Jónasi
bæði áhuga og virðingu og þetta varð einstök lífsreynsla fyrir okkur fulltrúa
hans. Margar minnisstæðar athugasemdir fengum við sem ekki er rúm fyrir
hér. Þó er nauðsynlegt að nefna sjö ára stúlkuna í Selásskóla sem kom til okkar
að gjörningi loknum og sagði af ástríðufullri alvöru: „Hann Jónas er ekki
dáinn. Hann lifir – á himnum.“ Mér er nær að halda að það sé tilfellið.
Böðvar Guðmundsson fékk líka minnisstæð viðbrögð við fyrirlestrum sem
hann hélt fyrir Íslendinga víðsvegar í Danmörku um skáldið. Einn gestur
spurði, að hans sögn, hvað hefði orðið um Tyrkja-Guddu eftir að Jónas dó. Því
fannst Böðvari erfitt að svara. Annar spurði hvort stóra kirkjan í Reykjavík
væri ekki áreiðanlega kennd við Jónas, því hún væri alveg eins í laginu og fjöll-
in sem Jónas horfði á í æsku og orti um. „Því gat ég ekki svarað,“ segir Böðvar,
„með öðru en að líklega væri stóra kirkjan frekar kennd við föður hans, Hall-
grím, sem allir í Danmörku kannast við úr sjónvarpsþáttunum „Erninum“!“
„Mesta jólabókaflóð sögunnar“
Millifyrirsögnin er úr Fréttablaðinu á þrettándanum (6.1. 2008). Fjölmiðlar
hafa gert mikið úr því á nýju ári hvað bóksala hafi gengið gríðarlega vel fyrir