Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 16
16 TMM 2008 · 1
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n
Niðurlag
Vonlenskan uppfyllir skilyrði til að teljast framúrstefna, en þau eru ann-
ars vegar bylting í formi og inntaki og hins vegar andóf og viðbragð við
samtímanum. Bylting vonlenskunnar í formi og inntaki felst í höfnun á
hefðbundnu tungumáli, en viðtakendur skapa nýtt form og inntak með
persónubundinni túlkun. Vonlenskan samsvarar Dada hvað varðar
form og inntak, samanber hljóðaljóðin, niðurrifshugsjónina og höfnun
á hefðbundnu tungumáli. Samsvörun vonlenskunnar við súrrealisma
felst í því sem lýtur að viðbragði við þjóðfélagi samtímans, þar sem súrr-
ealistar vildu komast nær dulvitundinni og bylta ríkjandi þjóðfélags-
ástandi á þeim forsendum. Með hjálp bernskuþemans í ímyndaheimi
Sigur Rósar færir hvatning vonlenskunnar dulvitundina nær almenn-
ingi. Hvatning vonlenskunnar á sér stað í túlkunarferli viðtakenda og
nær líka út í þjóðfélagið. Vonlenskan er bæði niðurrif og nýsköpun og
brúar bilið milli framúrstefnulegs hlutverks málleysutexta Dada og
súrrealisma. Vonlenska er framúrstefna.
Tilvísanir
1 Árni Matthíasson, „Ýmisleg tónlist“, Gagnagrunnur Morgunblaðsins, 19. mars
1995 [Sótt 12. desember 2007]. Skáletrun er mín.
2 Eighteen seconds before sunrise. <http://www.sigur-ros.co.uk/band/faq.php#07>
[Skoðað 13. desember 2007].
3 Sigur Rós, Von, Reykjavík: Smekkleysa, 1997, lag nr. 9.
4 Sigur Rós, Ágætis byrjun, Reykjavík: Fat Cat Records, 2000, lag nr. 8.
5 Sjá nánar um tækar og ótækar setningar: Höskuldur Þráinsson, Íslensk setn-
ingafræði, Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, 1999, bls. 12–14.
6 Sigur Rós, Svefn(g)englar, Reykjavík: Fat Cat Records, 1999, lag nr. 3.
7 Sigur Rós, ( ), Fat Cat Records: Smekkleysa, 2002, lag nr. 8.
8 Sigur Rós, Takk …, London: EMI Records, 2005.
9 Sigur Rós, „Svefn(g)englar“, Brighton: Fat Cat Records, 2003.
10 Eighteen seconds before sunrise: <http://www.sigur-ros.co.uk/band/faq.php#04>
[Skoðað 13. desember 2007].
11 Jess Feist, Theories of Personality, New York: Brown & Benchmark Publishers,
1994, bls. 32.
12 Sama rit, bls. 34.
13 Peter Bürger, „Sjálfstæði listarinnar og vandi þess innan borgaralegs samfélags,“
Ritið 1/2006, Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2006, bls. 225–
250.
14 Chris Baldick, Concise Dictionary of Literary Terms, New York: Oxford Uni-
versity Press, 2004. Undir „avant-garde“. Enski frumtextinn: „ […] artists and
writers who are dedicated to the idea of art as experiment and revolt against