Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 141
TMM 2008 · 1 141
U m r æ ð u r
Jón Yngvi Jóhannsson
Um vanmat
– örlítil ádrepa og tillaga til úrbóta
Hjálmar Sveinsson hefur skrifað stórskemmtilega og fróðlega bók um Elías
Mar, Nýr penni í nýju lýðveldi. Bókin er blanda af viðtalsbók og bókmenntalegu
höfundarportretti. Hjálmar lýsir kynnum sínum af Elíasi en hefur líka sökkt
sér í bækur hans og kannað margt af því sem skrifað hefur verið um Elías. Elías
er einn mikilvægasti höfundur eftirstríðsáranna og Hjálmari finnst hann vera
vanmetinn í íslenskri bókmenntaumræðu og bókmenntasögu. Fyrir þessu
færir hann ýmis rök, meðal annars þau að verk Elíasar séu ófáanleg í bókabúð-
um, meira að segja tímamótaverkið Vögguvísa.
Sem er alveg rétt. Það er skandall að ekki skuli vera til góð útgáfa af Vöggu-
vísu með upphaflegu skýringunum á slangrinu og nýjum skýringum eða for-
mála sem setur söguna í bókmennta- og menningarsögulegt samhengi. En ég
get ekki tekið undir það með Hjálmari að það sé eyða í stað Elíasar í bók-
menntasögunni. Bókmenntasagan er víða og Elíasar er þar oftast getið og hann
sums staðar hafður í hávegum. Við Háskóla Íslands, eina háskóla landsins sem
ómakar sig við að kenna íslenskar og allra þjóða bókmenntir, hefur svo dæmi
sé tekið ekki verið gengið framhjá Elíasi. Verk hans eru jafnaðarlega lesin í
námskeiðum um eftirstríðsárin (síðast heyrði ég af Vögguvísu í námskeiði um
„Vandræðaunglinga“ sem kennt var nú á haustmisseri) og öðrum námskeiðum
um bókmenntir á 20. öld. Í 4. bindi Íslenskrar bókmenntasögu sem kom út í
fyrra fjallar Dagný Kristjánsdóttir um skáldsögur eftirstríðsáranna og þar er
umfjöllun um Elías (einkum á bls. 470–76). Mér finnst raunar sæta nokkurri
furðu að Hjálmar kjósi að hunsa þessi skrif Dagnýjar algerlega í bók sinni.
Hann vitnar í skrif annarra fræðimanna, bæði um Elías og um íslenska bók-
menntasögu, en nefnir Íslenska bókmenntasögu hvergi á nafn þótt í skrifum
Dagnýjar kveði víða við svipaðan tón og í bók hans.
En umræðan dregur ekki langt ein og sér. Hvort sem okkur líkar betur eða
verr skiptir öllu máli hvort bækur eru til í bókabúðum eða ekki og þar eru
bækur Elíasar ekki eins og Hjálmar bendir réttilega á. Og þær deila örlögum
með lunganum af bókmenntum 20. aldar öðrum en verkum alstærstu spá-
manna. Í raun njóta fáir höfundar nýliðinnar aldar, aðrir en Halldór Laxness,
þess að verk þeirra séu almenningi aðgengileg. Verk Guðbergs Bergssonar hafa
verið endurútgefin í endurskoðuðum útgáfum undanfarið (sem leysir ekki
vanda þess sem hefur áhuga á verkunum og sögulegu samhengi þeirra) en aðrir
höfundar eru ekki gefnir út nema með höppum og glöppum. Fram eftir öld-
inni var útgáfa vandaðra ritsafna helsta aðferðin til að endurútgefa bækur, en
sú leið er líklega ekki fær lengur.