Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 85
TMM 2008 · 1 85
Í f r á s ö g u r fæ r a n d i
eftir Þórunni Erlu- Valdi-
marsdóttur. Saga Þórunnar
sækir margt í glæpasagna-
hefðina, ekki síst í fléttunni
og persónusköpun lögreglu-
mannsins Leós og sam-
verkamanna hans. En nær
allar persónur sögunnar
eiga sér forfeður og formæð-
ur í allt annarri hefð. Þór-
unn hefur semsagt skrifað
Njálu inn í nútímann. Meðal
persóna sem koma við sögu
eru Hrútur og sambýliskona
hans Unnur Marðardóttir,
fyrirsætan Halla, bróður-
dóttir Hrúts, sem helst illa á
kærustum vegna þess að
æskuvinur hennar drepur
þá fyrir mismiklar sakir, og sellóleikarinn Gunnar sem verður sambýlis-
maður Höllu. Á þetta er ekki dregin nein dul í sögunni, það mætti jafn-
vel kvarta yfir því að á stöku stað verði tengslin við Njálu of augljós
þannig að það ræni lesandann ánægjunni af því að tengja á milli
nútímasögunnar og Njálu sjálfrar. Þetta er þó ekki tilfellið með Leó, það
þarf aðeins að skyggnast dýpra til að sjá í hlutverki hvaða persónu úr
Njálu hann er.
Sögumannsaðferðin í sögu Þórunnar er skemmtileg, eiginlega má
lýsa henni sem fullkominni andstæðu sögumanns Njálu og annarra
Íslendingasagna. Sá er alla jafna hlutlægur, sér ekki í hug nokkurs
manns og leyfir sér í mesta lagi að vera á tveimur stöðum í einu. Sögu-
maðurinn í Kalt er annars blóð er á hinn bóginn alvitur og nýtir sér þau
forréttindi sín óspart. Hann veltir vöngum yfir gjörðum persónanna,
hegðun, hugsunum og innstu tilfinningum, ekkert er honum hulið og
hann setur á miklar ræður, ekki síst um kynlíf persónanna og eðli og
háttalag kynjanna. Sögumaðurinn leyfir sér allskonar gönuhlaup og
útúrdúra, stundum veltir hann sér upp úr klisjum, öðrum stundum er
sjónarhorn hans óvænt og ögrandi. Undir lokin tekur svo frásögnin
óvænta stefnu og önnur sögurödd kemur til skjalanna. Þar fær krummi
orðið og gefur lesandanum færi á að túlka söguna á einhverskonar
þjóðsagna- eða goðsagnalegum forsendum.
Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir.