Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 106
106 TMM 2008 · 1
M y n d l i s t
hafa komið með sýningar. Þau fáu erlendu verk sem þau eiga eru því gjafir.
Söfnin hafa stundum verið sökuð um að hafa ekki haft rænu á að eignast verk
eftir fræga erlenda listamenn sem hingað hefur rekið á fjörur grasrótarfélags
listamanna, Nýlistasafnsins og fyrrum galleríeiganda við Laugaveginn, Péturs
Arasonar, og má vel vera að það sé rétt að söfnin hafi ekki verið nægilega fram-
sýn á þeim árum sem slíkt sýningarhald var sem blómlegast. Hins vegar er rétt
að hafa í huga að bæði Nýlistasafnið og Pétur Arason nutu góðs af þessum
heimsóknum sem stundum leiddu til gjafa eða gjafverða á listaverkum, sem
ekki er víst að hefðu staðið söfnunum til boða. En þannig varð Pétur Arason
með tímanum einn helsti safnari landsins á sviði erlendrar samtímalistar og
litlar líkur á að opinber söfn eigi eftir að slá honum við á því sviði í bráð.
Íslensku söfnin hafa litið á það sem skyldu sína að einbeita sér að söfnun
verka eftir íslenska listamenn, ekki endilega vegna þess að þau telji það óþarfa
að eiga erlend verk heldur af því þau hafa með réttu eða röngu ekki talið verj-
andi að sóa mögrum sjóðum sínum í kaup á þeim. Skortur á erlendum verkum
í safneign þeirra hefur auðvitað þær afleiðingar að íslensk listaverk eru sjaldan
sýnd í samhengi við þá erlendu strauma og stefnur sem þau hafa orðið fyrir
áhrifum af, en það er önnur umræða sem ekki er ætlunin að fara nánar út í
hér.
Hins vegar má alveg segja að íslensk söfn hafi fram að þessu starfað í sér-
íslensku landslagi án mikillar áhyggju af utanaðkomandi afskiptum. Safneign-
ir þeirra hverfast meira og minna um íslenskt samhengi sem þau hafa setið
nánast ein að. Stórir íslenskir listaverkasafnarar virtust heyra sögunni til undir
lok 20. aldar og sú litla samkeppni sem hugsanlega mátti greina varð að engu
eftir að fölsunarmálið kom upp. En núna er markaðurinn risinn úr öskustónni
og þá blasir við alveg nýtt landslag. Íslenskir auðmenn, sem eru ríkari en áður
hefur þekkst, eru farnir að sýna íslenskri myndlist áhuga og vel stæð millistétt
hefur fylgt þeim fast eftir inn á lendur listaverkamarkaðarins. Í ljósi þessarar
nýju stöðu vakna spurningar um hvaða verk það eru sem ganga kaupum og
sölum.
Eftir hverju sælast hinir nýríku? Landsbankinn hefur sýnt að hann er
sögulega meðvitaður að minnsta kosti þegar kemur að eldri list, en það er ekki
endilega þar með sagt að hið sama eigi við um samtímann. Klink og Bank
ævintýrið virðist til að mynda ekki hafa náð að vekja athygli hans á því að sam-
tímalist er miklu víðtækari en svo að viturlegt sé að takmarka söfnun við mál-
verk.
Þessi íhaldssemi gæti samt verið jákvæð fyrir söfnin. Þau geta setið ein að
nýjabruminu og nýtt sérþekkingu sína til að ná í skottið á hvítasunnudögum
framtíðarinnar. Það gæti líka aðeins verið tímaspursmál hvenær en ekki hvort
auðmennirnir uppgötva að listaverkasöfnun er hlaðin merkingu. Þegar sá
dagur rennur upp gætu opinberu söfnin komist í þá stöðu að þurfa að láta sér
nægja dreggjarnar af listaverkamarkaðinum og þá hlýtur að vakna sú spurning
hvernig söfnin ætla að bregðast við. Hvað verður um það hlutverk safnanna að
safna og varðveita menningarverðmæti framtíðarinnar og hvernig ætla þau að