Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 127
TMM 2008 · 1 127
B ó k m e n n t i r
6 Það er lúmskur húmor undirliggjandi í allri skáldsögunni: „Þjóðbraut Conans
Doyle er öruggasta leiðin gegnum buskann. […] Þeir sem eru að flýta sér velja
flestir Þjóðbraut Conans Doyle. Hinir fara suðurleiðina: yfir Austen-slétturnar.
Sú leið er hægfarnari en fólk kemst líka oftast á leiðarenda án þess að lenda í
vandræðum.“ (164)
7 Umfjöllunin um átröskun er ansi mögnuð. Stelpan í Skóginum er illa haldin af
átröskun: „Hún [poppsöngkonan Beyoncé] er ósköp falleg. Fólki hérna í Skóg-
inum finnst samt að hún ætti að grenna sig. Það segir að það sé ekki gott fyrir
konur ef svona vöxtur hlýtur almennt samþykki.“ (178) Og skömmu síðar bætir
hún um betur: „„Ég kann að æla, það er yndislegt. Fylgstu bara með og gerðu eins
og ég.“ / Hún setti fingurna upp í munnholið og síðan það sem eftir var af hnef-
anum. Hönd hennar var eins og á lítilli stúlku. „Sérðu bara,“ sagði hún. „Sérðu
hvað ég æli fallega.“ […] Hún ældi úr sér líffæri. Það var hjarta. Titrandi á blóð-
ugum sverðinum lá hjartað þar til það kyrrðist og síðan tók fuglinn það.“ (179)
Bjarni Bjarnason
Heimspekileg endurnýjun raunsæis
Eiríkur Örn Norðdahl: Eitur fyrir byrjendur. Nýhil 2006.
Í skáldsögunni Eitri fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl segir frá Dísu
sem verður fyrir því óláni að ekið er á dóttur hennar, Elsu Björt, þriggja ára, og
hún deyr. Dísa fer í framhaldi af því að stunda barina þar sem hún á til að
snapa slagsmál, og það er við slíkt tækifæri sem hún kynnist Halldóri sem svo
gerist meðleigjandi hennar. Halldór er gagntekinn af eitraðri plöntu á heim-
ilinu og virðist gæla við að svipta sig lífi enda er hann þjakaður af sektarkennd.
Samband Dísu og Halldórs einkennist af því sem kalla mætti svarta rómantík,
nokkuð sem mér virðist vera eitt af einkennum Nýhilhöfundanna og fleiri höf-
unda af sömu kynslóð.
Kannski má lauslega skilgreina svarta rómantík þannig að þá sé átt við sam-
skipti kynjanna þar sem undirtónninn er erótískur en sem ná sjaldnast að
verða beint ástarsamband; hins vegar leiða þau oft til verra ástands en var fyrir.
Þessi skilgreining á vel við samband Dísu við kynfræðinemann Högna. Hann
virðist fullkominn til að byrja með, en lesendum sem þekkja rannsóknir yngri
karlhöfunda á svartri rómantík og kreppu karlmennskunnar er ljóst frá byrjun
að hann reynist karakterlaus ræfill áður en lýkur. Sambandi Dísu og Halldórs
eru ekki síst gerð skil í hversdagslýsingum sem er auðvelt að lifa sig inn í. Þar
ríkir iðulega krúttleg feel-good stemning, sem er forvitnilegt mótvægi við
könnunina á tómhyggju og tilviljunum sem annars fer fram í bókinni.