Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 131
TMM 2008 · 1 131
B ó k m e n n t i r
speki, því veruleika sem allir vita að er mikið til afstætt túlkunaratriði er
tæplega hægt að nálgast almennilega nema með því að sjónarhornið sé að hluta
til heimspekilegt.
Rósa Þorsteinsdóttir
Íslensk og ólensk ævintýri
Eiríkur Laxdal: Ólandssaga. Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir sáu
um útgáfuna. Reykjavík, 2006
Einfaldasta skilgreiningin á ævintýri er líklega sú sem Jón Árnason notar í
hugvekju sinni þar sem hann biður menn að safna alþýðlegum fornfræðum.
Þar segist hann vilja fá „æfintýri, eða sögur af kóngi og drottningu í ríki sínu
og karli og kerlingu í koti sínu (garðshorni)“ (Íslendingur 2/12 1861, 91–93).
Þjóðsagnafræðingar skilgreina annars oftast ævintýri með því að rekja hver
munur er á þeim og sögnum og nefna þá ávallt mismunandi tengsl þessara
tveggja sagnagreina við raunveruleikann. Þessi greining hófst þegar 1816 hjá
bræðrunum Grimm sem sögðu: „Das Märchen ist poetischer, die Sage histor-
ischer“ (Deutsche Sagen (1976), 5). Sagnirnar eiga sem sagt að greina frá raun-
verulegum atburðum og til að styðja það eru nefndir ákveðnir staðir, fólk
nafngreint og aðrar sannanir dregnar fram. Ævintýrin segja aftur á móti af
kóngsbörnum og karlsdætrum og -sonum á óræðum stað sem „einu sinni var“.
Einar Ól. Sveinsson orðaði það svo í bók sinni Um íslenzkar þjóðsögur
(1940):
Allur þorri slíkra sagna er fullur af hinum mestu furðum og undrum, yfirnátt-
úrlegum verum, álögum og kynjagripum, og eru engar þjóðsögur fjær öllum sanni
en þau, enda er sá meginmunur á þeim og þjóðsögnunum, að ævintýrunum hafa
engir trúað í margar aldir, allir vita, að þau eru skáldskapur. Þau gerast úti í löndum,
enginn veit hvar, og þó að kapparnir séu nefndir á nafn, vita allir, að þeir finnast í
engum sögubókum (14–15).
Sú skoðun sem þarna kemur fram og felst í því að ævintýrin séu óháð tíma og
rúmi, eingöngu sögð til skemmtunar og ekki tekin alvarlega, hefur verið
útbreidd meðal fræðimanna á öllum tímum. Margir trúðu þó að þau ættu upp-
runa sinn í veruleika trúar og goðsagna sem henni fylgdu, en þegar trúin hafi
tekið að þverra hafi goðsögurnar smám saman orðið að hreinum ævintýrum.
Í raun er ekki hægt að alhæfa um uppruna ævintýra. Elsta uppskriftin af
sögu sem líkist ævintýri og vitað er um er skrifuð á egypskan papírus um 1300