Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 100
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
100 TMM 2008 · 1
jólin, fjöldi titla hafi farið vel yfir tíu þúsund eintaka sölu. Metið á Harðskafi,
prýðileg spennusaga Arnalds Indriðasonar, sem var prentuð í hátt í 30.000
eintökum (Vaka-Helgafell), en meðal annarra stórsölubóka má nefna ævisög-
urnar Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur (JPV) og Guðna eftir Sigmund Erni Rún-
arsson (Veröld), spennubækurnar Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur (Veröld),
Útkall – Þyrluna strax! eftir Óttar Sveinsson (Útkall), sjálfshjálparbókina
Leyndarmálið eftir Rhondu Byrne (Salka), barnabókina Harry Potter og dauða-
djásnin eftir JK Rowling (Bjartur) og skáldsöguna Þúsund bjartar sólir eftir
Khaled Hosseini (JPV).
Meðal bókafólks er vinsælt þessa dagana að velta fyrir sér ástæðum þessarar
sprengingar í bóksölu. Sjónvarpsdagskráin er svo leiðinleg, segja sumir, fólk
hallar sér að bókinni sem aldrei bregst. Barnabækurnar fljúga út af því fólk
hefur áhyggjur af lélegri útkomu íslenskra barna í PISA-könnuninni svonefndu.
Við þolum illa að vera ekki best í öllu. Svo eru þeir til sem þakka fjölmiðlum og
ekki síst sjónvarpinu sem hefur sýnt meiri áhuga á bókum en það hefur gert
árum saman. Stöð 2 tók upp þann sið RÚV að hafa stuttar umsagnir um nýjar
bækur í fréttatengdum þætti, erfði meira að segja gagnrýnanda RÚV, Jón Yngva
Jóhannsson sem lesendur TMM kannast við. RÚV réði Egil Helgason til sín og
fól honum bæði að sjá um fréttatengda umræðuþáttinn Silfur Egils, sem hann
hafði áður verið með á öðrum stöðvum, og skapa nýjan bókaþátt sem skyldi
vera vikulega. Sá síðarnefndi fékk nafnið Kiljan og tókst vel. Þar er ekki eiginleg
gagnrýni heldur ræða Páll Baldvin Baldvinsson og Kolbrún Bergþórsdóttir,
gamalvanir fjölmiðlamenn, um ákveðnar bækur við stjórnanda og svo kallaði
Egill fjölda höfunda til sín í viðtöl. Þau tókust auðvitað misvel, en það skiptir
minnstu. Mestu máli skiptir að sjónvarp er máttugur miðill og þegar það dissar
bækur fær almenningur eðlilega þá hugmynd, meðvitað eða ómeðvitað, að
bækur séu ómerkilegar. En þegar allt í einu er kominn klukkutímaþáttur einu
sinni í viku sem snýst um bækur verður til gagnstæð hugmynd í kolli almenn-
ings. Er óskandi að auglýsendur sýni þessum þætti áhuga þannig að forráða-
menn RÚV leyfi honum að lifa allan veturinn – og helst auðvitað allt árið.
Tíu bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007: Riml-
ar hugans – Ástarsaga eftir Einar Má Guðmundsson (MM), Höggstaður eftir
Gerði Kristnýju (MM), Minnisbók eftir Sigurð Pálsson (JPV), Söngur steina-
safnarans eftir Sjón (Bjartur), Kalt er annars blóð eftir Þórunni Erlu-Valdi-
marsdóttur (JPV), Erró í tímaröð. Líf hans og list eftir Danielle Kvaran (MM),
Undrabörn eftir Mary Ellen Mark (Þjóðminjasafn Íslands), ÞÞ – Í fátækt-
arlandi. Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson (JPV), Sagan
um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur (JPV) og Ljóðhús. Þættir um
skáldskap Sigfúsar Daðasonar eftir Þorstein Þorsteinsson (JPV). Þau hafa ekki
enn verið veitt þegar þetta er skrifað. Tvær skáldsögur voru tilnefndar til
Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Sendiherrann eftir Braga Ólafsson
(MM) og Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur (MM). Úrslit í þeirri keppni
eru líka ókunn þegar þetta er ritað, en Kristín Steinsdóttir fékk viðurkenningu
rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 2007.