Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 75
TMM 2008 · 1 75
Í f r á s ö g u r fæ r a n d i
fortíðin verður aldrei endursköpuð að fullu. Þetta er stef sem kemur oft
fyrir í Minnisbók og frá því liggja þræðir yfir í mörg ljóða hans.
Bók Ingibjargar Haraldsdóttur, Veruleiki draumanna er hefðbundn-
ari sjálfsævisaga skálds en ekki jafn persónuleg og Minnisbók Sigurðar.
Hér lýsir Ingibjörg uppvexti sínum í Reykjavík, námsárum í Moskvu og
árunum sem hún eyddi á Kúbu, og rétt eins og í bók Sigurðar má hingað
sækja sér ýmsa lykla að ljóðum hennar. Sumt hafði lesendur hennar
kannski rennt í grun en annað kemur á óvart. Bókin verður þó fyrst og
fremst eftirminnileg fyrir lýsingar á lífinu í Sovét og á Kúbu, þarna er
lýst tíma og samfélagi sem fæstir þekkja nema af afspurn.
Þórbergur Þórðarson er auðvitað hinn mikli meistari sjálfsævisög-
unnar eða skáldævisögunnar í íslenskum tuttugustu aldar bókmennt-
um og hans verður vart bæði í bók Sigurðar og Ingibjargar. Þriðja skáld-
ið af sömu kynslóð, Pétur Gunnarsson, sendi svo frá sér margboðaða
bók um ævi Þórbergs, ÞÞ í fátæktarlandi.
Líklega hefur ekki verið skrifað eins mikið um lífshlaup neins Íslend-
ings á tuttugustu öld og líf Þórbergs Þórðarsonar. Sjálfur skrifaði hann
mörg af merkustu sjálfsævisögulegu verkum 20. aldar, fyrst í Bréfi til
Láru, Ofvitanum og Íslenskum aðli og síðar í Suðursveitarkrónikunni.
Og það má vel halda því fram að allt sem Þórbergur skrifaði hafi í ein-
hverjum skilningi verið sjálfsævisaga. Við þekkjum hann ekki bara sem
ofvita í Suðursveit og skáldaspíru í Reykjavík heldur einnig sem Sobb-
eggi afa í Sálminum um blómið og víða má sjá glitta í hann sem skrásetj-
ara í ævisögum annarra sem hann færði í letur. Auk alls þessa liggur
óútgefið mikið sjálfsævisögulegt handrit á Landsbókasafni og dagbæk-
ur sem taka marga hillumetra. Samt er það svo að forvitni lesenda og
fræðimanna um Þórberg virðist seint verða svalað. Í fyrra deildi Þór-
bergur sæti með Gunnari Gunnarssyni í Skáldalífi Halldórs Guð-
mundssonar og bók Péturs er aðeins fyrra bindið af tveimur.
ÞÞ í fátæktarlandi er um sumt gerólík þeim ævisögum skálda og rit-
höfunda sem við eigum að venjast. Pétur beitir mörgum brögðum
skáldsagnahöfundarins, hann á það til að sviðsetja atburði, jafnvel
skálda upp heilu samtölin, en hann beitir líka brögðum sem lesendur
þekkja best úr hans eigin skáldsögum; orð eða fyrirbæri í lífi Þórbergs
kveikir hugmynd eða tengingu, og Pétur lætur eftir sér að fylgja henni
eftir. Sagan er meira að segja beintengd við fyrri skáldverk Péturs. Í
þroskasögu Þórbergs er ein glæný persóna, verkamaðurinn Þorgeir
Guðjónsson, afi Péturs. Dagbækur hans, þar sem hann skráir samvisku-
samlega tíma og kaup í eyrarvinnunni, verða Pétri efni í samanburð við
Þórberg, en sá sem lesið hefur Hversdagshöllina hlýtur að hugsa til sams