Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 29.04.2016, Síða 2

Fréttatíminn - 29.04.2016, Síða 2
Fjölskyldan jók hlutaféð í Langasjó með 250 milljón krónum úr félagi sem hún átti á Möltu. Síðan hefur félagið greitt eigendum sínum vel á annan milljarð króna með kaupum félagsins á hlutafé og lækkun hlutafjár. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Systkinin sem eiga Matfugl, Gunnar Þór, Guðný Edda, Halldór Páll og Eggert Árni Gíslabörn, létu félag í sinni eigu, sem skráð er á Möltu, kaupa um tvo þriðju hluta Langa- sjávar árið 2011 fyrir rúmlega 250 milljónir króna. Ekki fylgir sög- unni hvernig þau eignuðust þetta félag, en Malta er skattaskjól. Og var það enn frekar en undanfarin ár hafa OECD og Evrópusambandið mjög þrýst á stjórnvöld á Möltu að herða skattalöggjöf sína. Lengst af hafa félög skráð á Möltu ekki þurft að greiða neina skatta af tekjum sem verða til utan Möltu né af út- greiðslum sem renna til aðila utan- lands eða sem varið er til neyslu utan eyjunnar. Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóra Langasjávar, sagð- ist í samtali við Fréttatímann ekki kannast við að Malta væri skatta- skjól og sagðist ekki þekkja skatta- reglur þar. Hann sagði að Coldrock borgaði skatta þar ytra og ef til þess kæmi að félagið greiddi eigendum sínum arð myndu þau systkinin borga skatta hér heima. Gunnar lýsti aðkomu Coldrock Investment að Langasjó í blaða- grein fyrir rúmu ári, löngu áður af landsfélög urðu að almennu fréttaefni á Íslandi. Þar sagði Gunnar Þór: „Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótt- urfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrir- tækjanna á Íslandi. Ekki kemur fram í grein Gunnars hvernig systkinin fluttu féð til Möltu og hann vildi ekki til greina frá því í samtali við Fréttatímann. „Eitt af fyrirtækjunum lenti í vandræðum vegna gengislána og við öfluðum peninga. Við áttum peninga erlend- is og þeir voru í Coldrock. Þeir pen- ingar voru fluttir til Íslands,“ sagði Gunnar. Þau systkinin eru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi og landbúnaði. Auk Matfugls á Langisjór grænmet- issölufyrirtækið Mata, Síld og fisk og Salathúsið. Frá því að Coldrock Investment greiddi inn rúmar 250 milljónir króna í Langasjó hefur fyrirtækið greitt umtalsvert fé út til eigenda sinna. Það hefur verið gert með kaupum á eigin hlutabréfum og með því að lækka hlutafé. Í árs- reikningi fyrir árið 2014 kemur fram að vegna þessara viðskipta hafi greiðsla til hluthafa verið rúm- lega 800 milljónir króna. Þar sem maltverska félagið er skráð sem 60 prósent hluthafi hefur það fengið góðan hluta þessara upphæðar eða um 485 milljónir króna. Greiðslur til hluthafa, samkvæmt reikningum fyrir árin 2013 og 2012, námu sam- tals um 357 milljónum króna á verð- lagi áranna. Samtals nema greiðslur til hluthafa á þessum þremur árum um 1,2 milljörðum króna á núvirði, samkvæmt þessum ársreikningum. Coldrock Investment hefur því fengið framlag sitt margfalt til baka á skömmum tíma. Langisjór fær um 2,5 milljarða króna í neytendastuðning árlega GISTÆNÆTUR SJÚKRATRYGGÐRA 6.968 GISTÆNÆTUR AÐSTANDANDA 803 GISTÆNÆTUR AÐSTANDANDA 7.771 Engar upplýsingar um arðgreiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu Sinnum fékk 171 milljón til að reka sjúkrahótel Fyrirtækið Sinnum fékk 171 milljón frá ríkinu í fyrra til að reka sjúkrahótel við Ármúla 9. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobs- dóttur alþingismanns um kostnað sjúkratrygginga við einkarekna heilbrigðis- þjónustu. Katrín Jakobsdóttir spurði ráðherra um arðgreiðslur til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja en hann segir að ekki sé fylgst með arðgreiðslum að hálfu ríkisins. „Það finnst mér að ætti að vera hluti af heildarmynd- inni: Þarna er fólk að veita þjónustu fyrir opinbert fé. Það hlýtur að vera skylda ríkisins að vita hvert pening- arnir fara.“ „Það er greinilega miklu meiri peningur í túristum,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar- maður forstjóra Landspítalans, en fyrirtækið Sinnum ætlar að hætta starfsemi í maí og ætlar að einbeita sér að gistingu fyrir ferðamenn. Miklar deilur voru milli Landspít- alans og Sinnum á sínum tíma um þjónustuna enda vísaði fyrirtækið sjúklingum oft frá sjúkrahótelinu til að þjónusta ferðamenn. Anna Sigrún Baldursdóttir segir að upphaflega hafi verið tekið fé frá spítalanum til að verja í samning- inn við fyrirtækið. Hugmyndin hafi verið að fólk sem þyrfti minniháttar stuðning og aðhlynningu gæti dval- ið á sjúkrahóteli til að minnka álag á spítalanum. Sinnum og sjúkratrygg- ingar hafi hinsvegar viljað að þeir sem legðust inn fengju heimahjúkr- un utan úr bæ. Fólk geti hinsvegar alveg dvalið heima hjá sér ef það fái hjúkrunarþjónustu. Því hafi þetta fallið um sjálft sig og spítalinn notað þetta minna og minna. Auk sjúklinga á Landspítalanum átti fyrirtækið að sinna þeim sem væru að fara í aðgerðir á öðrum heilbrigðisstofum eða læknastofum. Ekkert annað fyrirtæki hefur lýst sig reiðubúið til að taka við starf- seminni þar til nýtt sjúkrahótel rís á lóð Landspítalans árið 2017. | þká Fréttatíminn líka á laugar- dögum Og nýtt blað fylgir með Frá og með næstu viku mun Fréttatíminn koma út tvisvar í viku, á föstudögum sem fyrr en einnig á laugardögum. Fyrsti út- gáfudagur Fréttatímans á laugar- dögum verður 7. maí. „Við erum að auka þjónustu við lesendur og auglýsendur,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- stjóri Fréttatímans. „Lesendur fá fleiri góð blöð að lesa og auglýs- endur fá kost á að auglýsa í nýju og spræku helgarblaði.“ Samhliða þessu mun útgáfufé- lagið Morgundagur hefja útgáfu nýs blaðs. Það verður borið út með Fréttatímanum bæði á föstudög- um og laugardögum. „Þetta verður líflegt tímarit í dagblaðabroti sem fjallar um fólk og fjölskylduna, heimilið og heilsuna, matinn og munúðina og margt fleira,“ segir Gunnar Smári Egilsson útgefandi. „Nýja blaðið verður með annan karakter og svip en Fréttatíminn og Fréttatím- inn mun hafa áhuga á öðru efni og fjalla með öðrum hætti um það. Þetta verða tvær sjálfstæðar pers- ónur sem taka sér far með sama blaðberanum heim til fólks.“ Aðspurður um hvort þetta sé fyrsta skrefið að því að breyta Fréttatímanum í dagblað neitaði Gunnar Smári því. Auglýsinga- markaðurinn ber aðeins fríblöð þrjá daga í viku,“ sagði Gunnar Smári. Móðurfélag Matfugls er Langisjór en aðaleigendi þess er Coldrock Investment Limited Helsti kjúklingabóndi landsins er aflandsfélag á Möltu Kjúklingarækt nýtur ríkulegs stuðnings með verndartollum. Íslendingar borga allt að helmingi hærra verð fyrir kjúklinginn sinn en þeir myndu gera ef ríkið verndaði ekki tiltölulega fá kjúklingabú. Matfugl er eilítið minni en Reykjagarður en saman ná þessir tveir stærstu ræktendur yfir um 75 prósent markaðarins. Kjúklingarækt nýtur, sem kunnugt er, ríkulegs stuðnings stjórnvalda. Þótt kjúklingabændur fái ekki beina styrki úr ríkissjóði fær atvinnu- greinin stuðning af tollvernd. Í nýlegri grein Guðjóns Sigurhjartarsonar viðskiptafræðings og Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytenda- samtakanna, áætluðu þeir verðgildi þessa stuðnings upp á tæplega 5,2 milljarða króna. Samkvæmt mati Samkeppnisstofnunar nemur markaðshlutdeild Matfugls um 35 til 40 prósent af markaðnum. Samkvæmt því nemur styrkur neytenda til Matfugls í gegnum of hátt verð um 1,8 til 2,1 milljarðs króna á ári. En Coldrock Investment á líka Síld og fisk í gegnum Langasjó. Mark- aðshlutdeild Síldar og fisks er um 40 til 45 prósent í sölu svínakjöts, samkvæmt mati Samkeppnisstofnunar. Stuðningur ríkisins við þá grein er ívið minni að mati Guðjóns og Jóhannesar, eða um tæplega 1,8 milljarðar á ári. Hlutur Síldar og fisks í þeim stuðningi er um 715 til 800 milljónir króna. Samanlagt er því stuðningur neytenda við fyrirtæki Langasjávar í gegnum tollvernd og hátt verð um 2,5 til 2,9 milljarðar króna árlega. Það verður að teljast kostulegt í ljósi frétta síðustu vikna að lang- stærsti eigandi Langasjávar er aflandsfélagið Coldrock Investment. 2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.