Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 29.04.2016, Síða 4

Fréttatíminn - 29.04.2016, Síða 4
 Framsóknarflokkurinn gæti orðið af tugum milljóna króna verði kosið fyrir fyrsta febrúar. Fjár- munum til flokkanna er úthlutað samkvæmt stöðu þeirra hverju sinni, þann fyrsta febrúar á hverju ári. Verði kosið eftir þann tíma, miðast framlagið við stöðu í síðustu kosningum þegar flokkurinn vann stórsigur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Flokkarnir fá þannig úthlutað 290 milljónum þann 1. febrúar, sem skiptist niður eftir fylgi á alla flokka sem fá meira en 2,5 prósent. Til viðbótar þessu fá flokkarn- ir úthlutað 52 milljónum sem skiptast á þingflokkana eftir þingmannafjölda. „Við erum ekkert að spá í þetta, okkur er alveg sama. Lýðræðið snýst ekki um að fá fullt af peningum úr ríkissjóði,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing- flokksformaður Pírata. „Mjög mikið af þessum peningum fer í auglýsingabrjálæði fyrir kosn- ingar. Við rákum kosningaskrif- stofu í Kolaportinu fyrir síðustu kosningar og það var fínt. Við þurfum hinsvegar að geta greitt starfsmanni laun, en allt um- fram það er ofgnótt.“ Samkvæmt skoðanakönn- unum fengi Framsóknar- flokkurinn 12 prósent fylgi en hafði 24 prósent. Hann missir því helming alls fjár sem hann HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.890.000 kr. 35 30 25 20 15 10 5 0 9. 15 6. 19 7 kr . 9. 39 3. 64 5 kr . 25 .0 02 .6 59 k r. 9. 15 2. 00 0 kr . 74 .0 79 .0 41 k r. 34 .3 20 .0 00 k r. 80 .9 48 .9 96 k r. 66 .3 52 .0 00 k r. 38 .9 76 .8 09 k r. 27 .1 70 .0 00 k r. 31 .4 60 .0 00 k r. 32 .9 63 .5 93 k r. 15 .4 79 .0 59 k r. 10 3. 24 6. 00 0 kr . Kosningar 2013 Skoðanakönnun april 2016 Fjárhagur Píratar verða vellauðugir en Framsókn staurblönk hefur fengið úthlutað á ári. Að sama skapi fá Píratar tugi milljóna til um- ráða, eða mest fé allra flokka. Björt framtíð ríður ekki feitum hesti frá kosningum að óbreyttu. Flokkurinn fær 3,2 prósent í könn- unum en hafði 8,2 prósent í kosningum. Árlegir styrkir til stjórnmálaflokkanna. Annars vegar eins og þeir voru á síðasta ári og hins vegar eins og þeir yrðu ef fylgiskannanir væru úrslit kosninga. Við erum ekkert að spá í þetta, okkur er alveg sama. Lýðræðið snýst ekki um að fá fullt af peningum úr ríkissjóði. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Íþróttir Sérsamningur um auglýsingar í íþróttastarfi Börnin auglýsa fyrir Rio Tinto Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir hallalausan rekstur spítalans fenginn á kostnað starfsfólks og skertrar þjónustu við sjúklinga. Fimm ljósmæður hafa höfðað mál gegn ríkinu í héraðsdómi „Það er nú frekar ósmart að tala um „jákvæða“ rekstrarniðurstöðu Landspítala,“ segir Áslaug Vals- dóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, aðspurð um það hvað henni finnist um þær fréttir að rekstrar- niðurstaða Landspítala hafi verið jákvæð á síðasta ári, en á ársfundi Landspítalans kom fram að 56 milljóna króna afgangur varð af rekstri Landspítalans árið 2015. „Rekstrarniðurstaðan er auðvitað dýru verði keypt, hún er fengin á kostnað starfsfólks og með skertri þjónustu við sjúklinga. Jákvæð niðurstaða fæst að hluta til vegna þess að fólk hefur unnið í sjálfboða- vinnu,“ segir Áslaug og vísar þá til þess að spítalinn ákvað að greiða ljósmæðrum ekki laun fyrir þá vinnu sem þær unnu á verkfallstíma. „Félagið fór með málið fyrir Félagsdóm og tapaði þar naumlega í október síðastliðnum, þrír dæmdu rík- inu í hag og tveir okkur í hag, svo það gat ekki verið tæpara. Við vorum mjög ósáttar við niðurstöðuna því það er réttur hvers manns að fá laun fyrir vinnuna sína. Svo það eru núna fimm ljósmæður að höfða mál fyrir héraðsdómi,“ segir Áslaug en málið var þingfest fyrir tveimur vikum. „Við gleðjumst auðvitað yfir því að spítalinn sé á núlli en við erum ekki glaðar yfir því hvernig því var náð.“ | hh „ Jákvæð rekstrarniðurstaða fæst að hluta til vegna þess að fólk hefur unnið í sjálfboðavinnu,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Hallalaus spítalarekstur keyptur dýru verði Í samstarfssamningi Hafnar- fjarðarbæjar, Rio Tinto Alcan og ÍBH er kveðið á um að allir keppnisbúningar fyrir 16 ára og yngri skulu merktir með fyrirtækismerki álfyrir- tækisins Valgerður Halldórsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Samstarfssamningur Rio Tinto Alc- an, Hafnarfjarðarbæjar og IBH um auglýsingar í og við íþróttamann- virki í bænum er ekki í samræmi við kvaðir um auglýsingar sem finna má í þjónustusamningum bæjarins við íþróttafélögin í bænum. Nema að ál- framleiðsla teljist hafa jákvætt gildi í íþróttastarfi og stuðli að heilbrigðum lífsháttum. Í þjónustusamningum Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar við íþróttafélög bæjarins kemur fram að íþróttafélagi sé heimilt að setja upp auglýsingar á veggi og lóð íþrótta- miðstöðva samræmist þær jákvæðu gildi íþróttastarfs og heilbrigðra lífs- hátta. Í samstarfssamningi Rio Tinto Alcan, Hafnarfjarðarbæjar og IBH er aðgangur fyrirtækisins mun greiðari að mannvirkjum bæjarins en finna má í þjónustusamningunum. Upphaflegi samningurinn við fyr- irtækið er frá 2002. Í samningnum segir að skilti skuli vera utanhúss og í íþróttasal á Ásvöllum sem eru höfuð- stöðvar Hauka. „Nákvæm staðsetn- ing skal ákveðin í samráði við full- trúa Rio Tinto Alcan á Íslandi.“ Skilti með nafni fyrirtækisins skuli vera uppi í aðalsal Bjarkahússins og fyrir- tækjafánum flaggað utanhúss á fim- leikasýningum barna og unglinga, t.d. á jóla- vorsýningum. Einnig er kveðið á um að allir keppnisbúningar fyrir 16 ára og yngri skulu merktir með fyrirtækismerki Rio Tinto Alc- an, ásamt bréfsefni og tryggt skuli að fulltrúi Rió Tinto Alcan veiti verðlaun á þeim mótum sem eru í þeirra nafni. Geir Bjarnason, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Hafnarfjarðarbæj- ar, segist ekki þekkja til samstarfs- samningsins né veit hann hvernig eftirfylgni hans er háttað. Rósa Guð- bjartsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að persónulega trufli það hana ekki að búningar sem þessir séu merktir styrktaraðilum, það séu þó skiptar skoðanir um það. Íþrótta- félögin eigi þó að fá að ráða þessu. Um þrjátíu mál sem tengjast aflandsfélögum voru þegar til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra áður en Panama- skjölin voru opnuð. Rannsóknin snýr að notkun kreditkorta sem gefin voru út á aflandsfélög í eigu Íslendinga. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Þessi 30 mál voru send í skattrann- sókn af ríkisskatt- stjóra fyrir fjórum árum í kjölfar þess að keyrð var út eyðsla á erlendum kreditkortum á Íslandi yfir tólf mánaða tímabil. Ef eyðslan var meiri en 5 milljónir króna var málið rann- sakað sérstaklega. Í sumum tilfellum var ómögulegt að tengja kortin við tiltekna ein- staklinga. Þá hafði eigandi kortsins gætt þess að nota það ekki nema til úttektar úr hraðbönkum eða þar sem engin slóð var skilin eftir. Í sumum tilfellum höfðu eigendurnir hegðað sér þannig að mestu leyti en gleymt sér einu sinni eða tvisvar. Þá var hægt að kalla eftir kvittun frá söluaðila og tengja viðkomandi einstakling ákveðnu greiðslukorti. Samkvæmt heimildum Fréttatímans voru þessi kort nánast án undantekninga gefin út af aflandsfélögum. Þessi mál varpa því ljósi á hvernig aflandsfélög eru notuð. Með því að endurfjárfesta arð í félagi frestaði fólk greiðslu fjármagnstekjuskatts. Það félag lánaði síðan féð til aflandsfélags. Gefið var út kreditkort á aflandsfélagið og fólk notaði það síðan til neyslu, einkum erlendis. Eins og fram kom í við- tali Fréttatímans við fyrrum útgerðarmenn fyrir skömmu, var fólki ráðlagt að nota ekki kortin á Íslandi nema í neyð. Það var til þess að skilja ekki eftir sig spor sem skatturinn gæti rakið. Með þessu móti gat fólk greitt sér upp allt féð án þess að borga af því skatta. Þegar féð var búið mátti afskrifa lánið og færa það sem tap í hinu félaginu, tap sem mátti síðan nota til skattaafsláttar í framtíðinni. Af þeim 30 málum sem send voru til skattrannsóknarstjóra fannst ekki saknæmi í sex. Samkvæmt upplýsingum embættisins fóru 24 mál hinsvegar til endurálagningar, ákæru og dóms. Dómur hefur verið kveðinn upp í tveimur en átta bíða ákærumeðferðar hjá saksóknara. Fimm mál eru til meðferðar hjá yfirskattanefnd og svo framvegis. Í upphafi rannsóknar var gerð húsleit hjá 13 manns. Þar var lagt hald á gögn sem aftur urðu tilefni til nýrra rannsókna. Auk þessara 24 mála gat könnun ríkisskattstjóra á greiðslukortunum af sér um fimmtíu önnur mál. Flest þeirra tengjast aflandsfélögum. Aflandsfélög þegar komin í skattrannsókn Aflandsgreiðslukort í skattrannsókn Lúxemborg Ísland Tortóla 4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.