Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 5

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 5
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Á þessu ári fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli sínu. Í gegnum tíðina hefur verkalýðshreyfingin haft mótandi áhrif á velferðarsamfélagið og mun halda áfram að berjast fyrir bættum kjörum og réttind- um launafólks um ókomna tíð. Um leið og við minnumst þeirra sem á undan okkur hafa gengið skulum við hafa í huga að baráttunni er hvergi nærri lokið. Staða erlends verkafólks og ungs fólks á vinnumarkaði er áminning um að réttindi launafólks eru ekki sjálfgefin. Mætum í 1. maí kröfugönguna kl. 13 á Hlemmi og sækjum fram til nýrra sigra. Upphitun hefst með skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna í Fjölskylduhlaupi VR á Klambratúni kl. 11. Jónsi í Svörtum fötum, Íþróttaálfurinn, Trúðurinn Wally, Sirkus Íslands, pylsur og gos, kröfuskiltagerð og margt fleira. Minnum líka á árlegt verkalýðskaffi VR í Laugardalshöll að loknum útifundi. Til hamingju með daginn! Stöndum saman!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.