Fréttatíminn - 29.04.2016, Side 6
Mynd | Hari
Q U I C K R E F R E S H ™ Á K L Æ Ð I
Rennilás gerir það afar einfalt er að taka
QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
Háþróað
TEMPUR® efni
Precision™
Micro gormar
A F S L ÁT T U R
25%
L O K AV I K A N!
T E M P U R-D A G A R
Við höfum endurskapað heilsudýnuna. Aftur.
Rennilásinn er líklega það eina sem við endurhönnuðum ekki.
NÝJA TEMPUR® Hybrid heilsudýnan
Með því að sameina háþróaða TEMPUR® efnið og
hina vönduðu Precision™ micro gorma aðlagar
nýja TEMPUR® Hybrid heilsudýnan sig fullkomlega að líkama þínum
og bregst við hreyfingum þínum þannig að þú upplifir réttan
stuðning og hámarksþægindi.
Til enn frekari þægindaauka er dýnan klædd QuickRefresh™
áklæði sem taka má af með rennilás og þvo.
T E M P U R ® H Y B R I D H E I L S U DÝ N A N
Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa!
Gunnar Bergmann Jóns-
son útgerðarmaður segir
að það væri hættulegt
fordæmi að leggja stærri
veiðisvæði hrefnu undir
griðasvæði fyrir hvala-
skoðun. Ekki sé farið lengra
út með ferðamennina en
fjórar sjómílur en hval-
veiðibátarnar fari yfirleitt
lengra en tólf. Leiðir þeirra
liggi því ekki saman.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Gunnar Bergmann Jónsson segir að
Hvalaskoðunarsamtökin herji enda-
laust á hvalveiðar og geri veiðarnar
erfiðari og erfiðari. Hann segir
umræðu um að banna hvalveiðar á
Faxaflóa skaðlega og ranga, hvala-
skoðun og hvalveiðar geti vel lifað í
sátt og samlyndi.
„Af hverju ekki að breyta Íslands-
miðum í sædýrasafn og hætta hval-
veiðum?“ segir hann. „Ég held að
við hvalveiðimenn ættum ekki að
gefa meira eftir, það væri hættulegt
fordæmi.“
Hann segir að hvalveiðimenn
hafi verið allt annað en sáttir þegar
stór veiðisvæði á Faxaflóa voru
skilgreind sem griðasvæði og lögð
undir hvalaskoðun. „Hvalveiðar
hófust löngu á undan hvalaskoðun
og okkur fannst þetta ekki sann-
gjarnt. Við þurftum að gefa eftir og
hvað gerðist þá? Þeir færðu bara
víglínuna. Núna vilja þeir alfarið
losna við okkur,“ segir hann.
Gunnar Bergmann Jónsson er
viðskiptalögfræðingur og atvinnu-
flugmaður að mennt. Hrefnu-
veiðarnar voru sumarvinna með
háskólanámi til að byrja með. Fyrir-
tæki hans gerir út á hrefnu og pakk-
ar henni og öðru fiskmeti og dreifir
í verslanir og á veitingastaði.
Hrefnu hefur fækkað á Faxaflóa
og hún hefur smám saman verið að
færa sig norðar í leit að æti. Gunnar
Bergmann og fyrirtæki hans hafa
þurft að flytja inn 5 til 10 tonn af
hrefnu síðastliðin ár til að anna
eftirspurn eftir kjötinu.
Fréttatíminn hefur greint frá því
að frá árinu 2007 hafi hrefnuveiðar
á Faxaflóa að mestu verið stundað-
ar af fyrirtækjum sem Gunnar Berg-
mann Jónsson hefur verið í forsvari
fyrir. Tvö þeirra, Hrefnuveiðimenn
ehf og Hrafnreyður ehf, voru úr-
skurðuð gjaldþrota á árunum 2012
og 2013, Kröfuhafar þurftu að af-
skrifa 38 milljónir vegna gjaldþrots
Hrefnuveiðimanna ehf og 35 millj-
ónir vegna gjaldþrots Hrafnreyðar
ehf, eða samtals 78 milljónir króna.
Gunnar Bergmann segir að
veiðarnar hafi verið erfiðar í byrjun
og reksturinn gengið illa enda hafi
tekið tíma að afla nýrra markaða
fyrir kjötið. Í dag gangi þetta sóma-
samlega en það sé enginn myljandi
hagnaður.
Útgerð Fyrsta hrefnan er komin í verslanir
Rangt að breyta
Faxaflóa í sædýrasafn
Hrefnuveiðibáturinn Hrafnreyður landaði sinni fyrstu hrefnu á vertíð-
inni á mánudag, átta metra löngu kvendýri og kjötið er komið í verslanir.
Þetta er í fyrsta sinn í allmörg ár sem vertíðin hefst svona snemma.
Svanur Kristjánsson segir
að sex hafi sagt af sér vegna
tengsla við aflandsfélög
vegna uppljóstrana úr
Panama-skjölunum. Þau
mál fjalli um smáaura miðað
við aflandsfélag fjölskyldu
Dorritar Moussaieff. Þarna
er líka um að ræða þjóðhöfð-
ingjann sjálfan og fjölskyldu
hans en hann sé aldrei þessu
vant á hlaupum undan
myndavélum.
„Staða Ólafs Ragnars er ekki jafn
sterk og ég gerði ráð fyrir,“ segir
Svanur Kristjánsson prófessor
og vísar í nýja könnun MMR þar
sem rúm 52,6 prósent segjast
styðja Ólaf Ragnar. Könnunin var
hinsvegar gerð dagana 22. til 26.
apríl, áður en þáttur Kastljóss um
Panama-skjölin var sýndur á RÚV,
þar sem greint var frá eignarhalds-
félagi fjölskyldu forsetafrúarinnar
í Panama. Það og aðferðafræðin
þar sem óákveðnir eru spurðir
hvort það sé líklegra að þeir kjósi
Ólaf en einhvern annan, gerir
það að verkum að Svanur telur að
stuðningur við forsetann sé mun
minni en gert var ráð fyrir.
„Það er sérkennilegt að sjá
forsetann á flótta undan mynda-
vélum í þessu máli. Hann hefur
ekki forðast þær hingað til,“ segir
Svanur. „Það hafa sex sagt af sér
vegna tengsla við aflandsfélög en
þau mál fjalla um smáaura miðað
við sjóð Dorritar. Þarna er líka um
að ræða þjóðhöfðingjann sjálfan
og fjölskyldu hans. Hann kemst
varla upp með það lengi að svara
engu.“
Hann segist telja
að Ólafur Ragnar hafi
haldið sig vera að segja
satt um þetta aflandsfélag.
„Dorrit flutti þó lögheimili sitt
árið 2012, meðal annars vegna
þess að hún ætti að sjá um rekstur
fjölskyldufyrirtækisins, en samt
segist hún ekki hafa hugmynd um
málið. Þau verða að gera betur
grein fyrir sínum fjármálum og
því að forsetafrúin sé ekki með
lögheimili hér og greiði enga
skatta. Krafan er í raun sú að þau
leggi upplýsingar um fjármál sín á
borðið, nokkur ár aftur í
tímann.“
Eftir að Ólafur Ragnar
Grímsson tilkynnti að hann
sæktist eftir endurkjöri hafa
margir frambjóðendur dregið sig
í hlé. Enginn þó sem var raun-
veruleg ógn við Ólaf Ragnar. Eftir
stendur Andri Snær Magnason,
sá sem er líklegastur til að veita
honum samkeppni en fær 29,4
prósenta stuðning í könnuninni.
Næst honum er Halla Tómasdóttir
með 8,8 en aðrir frambjóðendur
ná ekki 2 prósentum. | þká
„Staða Ólafs er ekki jafn sterk og ég hélt“
Forsetakosningar Ný könnun MMR er gerð áður að fréttir komu um aflandsfélag
Ólafur Ragnar
Grímsson forseti
Huldumaður sópaði til sín
útskriftarverkum
Mikla furðu vakti þegar
huldumaður kom á út-
skriftarsýningu nemenda í
Listaháskóla Íslands í Hafnar-
húsinu á dögunum og keypti
hvert verkið á fætur öðru.
Þar á meðal eina eintakið
af glimmerbók um Britney
Spears.
Að sögn sjónarvotta vakti maðurinn
furðu þar sem hann gekk um sýning-
arsalinn og tók allnokkur verk með
sér. Talið var líklegt að hann héldi
að verkin væru ókeypis. Þegar nem-
endur, sem sátu yfir sýningunni,
útskýrðu fyrir manninum að hann
mætti ekki taka með sér verkin úr
salnum, fór hann rakleiðis að af-
greiðsluborði verslunar safnsins og
borgaði fyrir öll verkin.
Meðal þess sem huldumaðurinn
keypti var fánaaska, myndlistarverk
eftir Hjálmar Guðmundsson, bókin
Húsverk sem fjallar um hústónlist
á Íslandi, og svo viðhafnarútgáfa og
eina eintakið sem til er af glimmer-
bók um Britney Spears. „Ég átti nú
ekki von á að ókunnug manneskja
keypti þetta verk,“ segir Gréta Þor-
kelsdóttir, útskriftarnemi í graf-
ískri hönnun. „Mér fannst kannski
mamma vera líklegasti kaupandinn.
Þetta kom því mjög á óvart.“
Glimmerbókin um Britney sam-
anstendur af fjórum bókum um ólík
æviskeið í lífi poppsöngkonunnar.
Verkið kom út samhliða meistararit-
gerðinni „Who you calling a bitch?“
| þt
6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016