Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 7

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 7
SAMSTAÐA Í 100 ÁR SÓKN TIL NÝRRA SIGRA! 1. MAÍ 2016 Samstaða launafólks í 100 ár gerði verkalýðshreyfinguna að mikilvægasta gerandanum í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að við minnumst sögunnar og þess mikilvæga árangurs af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem við njótum í dag. Verkefni verkalýðshreyfingarinnar er nú sem fyrr að sækja frekari kjarabætur og réttindi á vinnumarkaði og tryggja velferð og góð lífskjör allrar alþýðu. Um leið verðum við að verja árangurinn sem áunnist hefur svo hann verði ekki frá okkur tekinn. Sókn til nýrra sigra er hér eftir sem hingað til drifkraftur íslenskrar verkalýðshreyfingar. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.