Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 29.04.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 29.04.2016, Síða 10
Formaður Framsóknar hrökklaðist úr emb- ætti forsætis ráðherra og framkvæmdastjóri flokksins hefur nú sagt af sér vegna tengsla við aflandsfélög. Það kemur þó engum á óvart að Framsóknarflokkurinn þoli illa að kastljósinu sé beint að tengslum stjórnmála og viðskiptalífs. Bæði þing- flokkurinn og framkvæmda- stjórnin reyndu þó að slá skjaldborg um sína menn en allt kom fyrir ekki. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Kastljós fjallaði á mánudag um þrjá áhrifamenn í Fram- sóknarflokknum, sem er að finna í Panama-skjölunum svonefndu. Það eru þeir Finnur Ingólfs- son, fyrrverandi seðlabankastjóri og þingmaður og ráðherra Fram- sóknarflokksins, Hrólfur Ölvisson, sem nú hefur sagt af sér sem fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins, og Helgi S. Guðmundsson, fyrrver- andi formaður bankaráðs Seðla- bankans. Flokkurinn hjálpar sínum Þremenningarnir gegndu allir ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Fram- sóknarflokkinn. Þeir hafa allir setið í fjáröflunarnefnd flokksins, bæði í gamni og alvöru. Í gamni vegna þess að þeir voru eignalitlir menn sem urðu milljónamæringar á skömm- um tíma, en auð þeirra má að stofni til rekja til tengslanna við Fram- sóknarflokkinn og hinsvegar vegna þess að þeir komu að fjáröflun fyrir flokksstarfið um lengri eða skemmri tíma. „Helgi S. Guðmunds- son er eitt besta nýlega dæmið um það hvern- ig stjórnmálaf lokkur og flokkspólitísk tengsl geta komið manni í mikl- ar virðingarstöður í íslensku samfélagi; manni sem fyrirfram virðist ekki hafa bakgrunn til að gegna slíkum störfum,“ segir Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður. „Helgi var dyggur framsóknar- maður um áratugaskeið og náinn viðskiptafélagi Finns Ingólfssonar. Hann starfaði sem leigubílstjóri og lögreglumaður í Keflavík og var síð- ar starfsmaður Samvinnutrygginga og Vátryggingafélags Íslands fram á tíunda áratug síðustu aldar. Vegna tengsla sinna við Framsóknarflokk- inn settist hann í stjórn ríkisbank- ans Landsbanka Íslands og varð for- maður bankastjórnarinnar fram að einkavæðingunni árið 2003.“ Helgi, sem lést fyrir þremur árum, var því formaður bankaráðs Landsbankans þegar S- hópurinn keypti Búnaðarbankann við einka- væðingu bankanna. Forystumenn S-hópsins voru Ólafur Ólafsson, Þór- ólfur Gíslason, Finnur Ingólfsson og fleiri sem tengdust Framsóknar- flokknum. Lán frá KB banka „Sama ár og S-hópurinn hreppti Búnaðarbankann, eða árið 2003, fékk Helgi S. 200 milljóna króna lán hjá KB banka sem þá var búinn að innlima Búnaðarbankann,“ segir Jó- hann Hauksson blaðamaður. „Þetta lán rann inn á félag Helga sem heitir Vogás ehf. En hvað sem öðru líður er ekki að sjá að KB hafi innheimt þetta lán ef skoðaðar eru ársskýrslur. Ég kann engar skýringar á því en fjár- hæðin virðist hafa orðið eftir í fé- lagi Helga og skuldin gufað upp án þess að það sjáist merki um að hún hafi verið greidd,“ segir Jó- hann Hauksson í samtali við Frétta- tímann. Helgi var skipaður í bankaráð Seðlabankans um vorið 2003 og sat þar til ársins 2007 og var formaður þess undir lokin. Samkvæmt upp- ljóstrun Kastljóss stofnaði hann afla- ndsfélag í Panama árið 2007 ásamt Finni Ingólfssyni. Landsbankinn stofnaði félagið fyrir þá að því er virðist til þess að lána fyrir kaup- um á bréfum í bankanum sjálfum. „Þetta gæti bent til þess að menn hafi verið að nota Helga og hans góða orðspor til að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum. Það er auðvitað mjög miður,“ segir Jón Sig- urðsson. „Málið ber auðvitað keim af því að um markaðsmisnotkun gæti verið að ræða en það er mjög alvarlegt mál, eins og allir vita.“ „Helg i varð einnig fram- kvæmdastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þegar heil- brigðisráðuneytið heyrði undir Framsóknarflokkinn,“ segir Ingi Freyr. „Á þessum árum eftir einka- væðingu bankanna var Helgi S. svo sjálfur virkur á markaði sem fjárfest- ir, samhliða störfum sínum í banka- ráði Seðlabanka Íslands, og var meðal annars viðskiptavinur einka- bankaþjónustu Kaupþings. Helgi varð virðingarmaður í samfélaginu og þar að auki efnamaður vegna „Helgi S. Guðmunds- son varð virðingarmað- ur innan samfélagsins og þar að auki efnamað- ur því hann valdi sér að styðja og starfa innan Framsóknarflokksins. Flokkurinn gerði hann að því sem hann var.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson „Þegar menn reiða hátt til höggs, hittir það stundum þá sjálfa fyrir. Þetta er fullkomið búmerang. Fram- sóknarflokkurinn er kolflæktur í kóngulóar- vefnum miðjum.“ Steingrímur J. Sigfússon „Þórólfur Gíslason er rödd úr löngu liðnum tíma. Hann lifir og hrærist í pólitík eins og hún var fyrir 60 árum.“ Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins 4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Þú færð landslagsráðgjöf og garðlausnir hjá okkur Graníthellur Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön. 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Smiðjuvegi 870 Vík Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Stjórnmál Milljarðar og háar stöður á veisluborði Framsóknarflokksins Bastarður stjórnmála og viðskiptalífs þess að hann valdi sér að styðja og starfa innan Framsóknarflokksins. Flokkurinn gerði hann að því sem hann var.“ Líffæri Finns Ingólfssonar Þeir sem Fréttatíminn ræddi við segja að Helgi S. hafi verið afar venju- legur á yfirborðinu, þó mjög trúaður og virkur innan KFUM hreyfingar- innar. „Það var erfitt að þekkja Helga og láta sér ekki þykja vænt um hann. Hann var frekar hlýlegur karl,“ seg- ir fyrrverandi áhrifamaður í Fram- sóknarflokknum. „Ég held þó að Helgi hafi verið mikilvægur hluti af líffærakerfi Finns Ingólfssonar.“ Hann vill ekki láta nafns síns getið en bætir við að Helgi hafi verið ákaf- lega tryggur sínum og góður liðs- maður, sjaldan tekið frumkvæði að neinu. „Í eitt sinn man ég eftir því að Staksteinar í Morgunblaðinu voru að skrifa um að framsóknarmenn væru orðnir valdamiklir í atvinnu- lífinu á fremur háðslegan hátt enda var verið að ýja að því að mörkin milli stjórnmála og viðskipta væri orðin óljós. Ég man að hann kom til mín og sýndi mér þetta og var afar stoltur. Hann virtist ekki skilja að þetta væri almennt álitið til marks um spillingu en taldi það fremur til marks um vel- gengni.“ Tengsl Helga S. Guðmundssonar við aflandsfélög, meðan hann var í bankaráði Seðlabankans, eru afar athyglisverð. Hitt er annað að hann vann að fjáröflun Framsóknarflokks- ins á sama tíma og hann var for- maður bankaráðs Landsbankans en hann sat í ráðinu frá 1995 og var for- maður þess þegar bankinn var einka- væddur. Það hlýtur að hafa verið Finnur Ingólfsson hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar. Eftir feril í stjórnmálum sneri hann sér að viðskiptum og skildi eftir sig fjórtán milljarða króna gjaldþrot. Helgi S. Guðmundsson var fyrrverandi lögreglumaður og tryggingasali sem átti eftir að verða stjórnarformaður Landsbankans og stjórnarformaður Seðlabankans. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í Skagafirði er innmúraður framsóknarmaður og guðfaðir skagfirska efnahagssvæðisins. Hrólfur Ölvisson tengdist tveimur aflandsfélögum og sagði af sér nýlega sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins taldi þó ekki ástæðu til þess að hann færi og hvatti hann frekar til að vera áfram. Myndir | Hari 10 | fréttatíminn | Helgin 29. apríl–1. maí 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.