Fréttatíminn - 29.04.2016, Side 14
skagfirska efnahagssvæðisins:
„Hann lifir og hrærist í pólitik eins og
hún var fyrir 60 árum. Hann sér allt í
hópum valdamanna innan flokkanna
sem takast á um gæðin, ríkisfyrirtæk-
in og fyrirgreiðslu. Hann var framan
af mjög duglegur og samviskusamur
stjórnandi og hlóð duglega undir þau
fyrirtæki sem hann var í forsvari fyr-
ir, fremur en sjálfan sig. Hitt er annað
mál, að hann sleppir engu sem hann
krækir í.“
Jón Sigurðsson segir að Þórólfur
haft gríðarlega sterk tök á Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni. Hann hafi haft
Gunnar Braga Sveinsson í vasanum,
enda var hann fyrrverandi starfs-
maður hans hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga og harður andstæðingur ESB,
eins og Þórólfur sjálfur. Hann hafi
hinsvegar reiðst honum ákaflega
vegna stuðningsins við Úkraínu og
viðskiptabanns Rússa enda miklir
hagsmunir undir í sjávarútvegi, þar
sem Kaupfélag Skagfirðinga og Þór-
ólfur eiga mikið undir.
Magnús Stefánsson, fyrrverandi
félagsmálaráðherra Framsóknar-
flokksins um skamma hríð, fékk að
kenna á Þórólfi Gíslasyni í desember
2006 þegar sá síðarnefndi beit það í
sig að verða stjórnarformaður Íbúðal-
ánasjóðs. Sagt er að andstaða Magn-
úsar, sem er ekki orðlagður skapmað-
ur, hafi valdið því að tveir menn hafi
bókstaflega teppt símann á heimili
hans öll jólin, en það voru Þórólfur
sjálfur og Helgi S. Guðmundsson.
„Þórólfur hefur auðgast vegna
starfs síns sem kaupfélagsstjóri,
meðal annars með því að eiga sjálfur
í hlutabréfaviðskiptum með fyrirtæki
sem kaupfélagið hefur keypt,“ segir
Ingi Freyr Vilhjálmsson. „Þannig tók
Þórólfur meðal annars 155 milljóna
króna arð út úr eignarhaldsfélagi
sínu Háuhlíð 2 ehf. sem stundað
hafði viðskipti með hlutabréf í Fisk-
iðjunni Skagstrendingi sem FISK
Seafood, dótturfélag kaupfélagsins,
keypti síðar. Kaupfélag Skagfirðinga
hefur svo sjálft hagnast á tengslum
sínum við Framsóknarflokkinn,
meðal annars árið 2002 þegar fyrir-
tæki sem var sameiginlega í eigu þess
og Skinneyjar-Þinganess, fjölskyldu-
fyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar,
keypti hlutarbréfa ríkisins í VÍS af
Landsbankanum árið 2002 og hagn-
aðist um nokkra milljarða króna.“
Margir urðu milljónamæringar
Jóhann Hauksson bendir á að hér
sé hefð fyrir samtryggingu í stjórn-
málum og viðskiptum á forræði til-
tekinna flokka og valdahópa: „Auð-
velt er að nefna helmingaskiptareglu
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Hún snerist í fyrstu um
skiptingu fjárhagslegs ávinnings
dyggra flokksmanna af veru banda-
ríska setuliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Um hálfri öld síðar gætti hennar enn
þegar Landsbankinn og Búnaðar-
bankinn voru einkavæddir árin
2002 og 2003. Forystumenn þessara
tveggja flokka hlutuðust með beinum
hætti til um að þóknanlegir menn
fengju að kaupa bankana.“
Margir valdamiklir auðmenn og
hirðmenn þeirra hafa verið orðaðir
við Framsóknarflokkinn, allir þeir
sem teljast til S-hópsins, sem keypti
Búnaðarbankann, svo sem Sigurð-
ur Einarsson, Ólafur Ólafsson, auk
þeirra sem áður eru nefndir. Pálmi
Haraldsson í Fons er spyrtur saman
við flokkinn en það mun hafa verið
Matthías Imsland, fyrrverandi að-
stoðarmaður Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar og Eyglóar Harðar-
dóttur, sem kom á þeim tengslum.
Matthías var í forystu fyrir ungliða
í f lokknum þegar hann réðist til
Pálma, fyrst sem starfsmaður Fons
og síðan framkvæmdastjóri Iceland
Express. Þá er ónefndur Björn Ingi
Hrafnsson sem fór fyrst úr blaða-
mennsku í stjórnmálaþátttöku í
Framsóknarflokknum en þaðan í
viðskipti.
„Það voru margir spíralar í gangi
í viðskiptalífinu fram að 2008, eins
og til dæmis Sterling fléttan,“ segir
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formað-
ur Framsóknarflokksins. Þeir sem
tengdust réttu mönnunum soguðust
inn í hvirfilbylinn og margir gerend-
ur í viðskiptum voru á vappi í kring-
um Framsóknarflokkinn. „Menn
gátu vissulega orðið milljónamær-
ingar á þessum árum, en langflestir
misstu allt sitt í hruninu. Meira að
segja Finnur Ingólfsson, hann á lítið
eftir nema hestabúgarð á Ólafsvöll-
um á Skeiðum.“
Uppljóstranir úr Panama-skjölun-
um hafa varpað nýju ljósi á flokkinn
og valdið titringi þar innandyra eins
og víðar: „Menn bíða með öndina í
hálsinum eftir því hvort það komi
eitthvað úr kafinu varðandi sjáv-
arútvegsfyrirtækin og tiltekna ein-
staklinga,“ segir Jón Sigurðsson. „Það
gæti komið báðum stjórnarflokkun-
um afar illa. Þetta er auðvitað ríkis-
stjórnin sem felldi niður auðlegðar-
skatinn og veiðigjöldin, það verður
ekki frá þeim tekið.“
„Menn gátu vissu-
lega orðið milljóna-
mæringar á þessum
árum, en langflestir
misstu allt sitt í hrun-
inu. Meira að segja
Finnur Ingólfsson,
hann á lítið eftir nema
hestabúgarð á Ólafs-
völlum á Skeiðum.“
Jón Sigurðsson, fyrrverandi
formaður Framsóknarflokksins.
Módel: Hrönn Johannsen
Gleraugu: Dior
Mikið hefur verið skrifað og skrafað um tengsl forkólfa
Framsóknarflokksins við umdeild viðskiptaævintýri.
Það sem kom upp úr Panama-skjölunum setur flokkinn
í enn óþægilegra ljós. Flokksforystan reynir þó enn að
berja höfðinu við steininn.
14 | fréttatíminn | Helgin 29. apríl–1. maí 2016