Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 20

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 20
Greint var frá því nýlega að nafn Shlomo og Alisu Moussaieff, foreldra for- setafrúarinnar Dorritar Moussaieff, sé að finna í Panama-skjölunum svo- nefndu um aflandsfélög. Það þarf kannski engan að undra að Shlomo Moussaieff hafi verið meðal viðskiptavina panamísku lögfræðistofunnar alræmdu Mossack Fonseca. Moussaieff, sem lést í fyrra, var stórtækur skart- gripasali, seldi olíufurstum og Hollywood-stjörnum demanta og djásn og var um árabil einn allra ríkasti maður Bretlands. Vera Illugadóttir ritstjorn@frettatiminn.is En Moussaieff var líka frægur fyrir mikinn áhuga á fornmunum tengd- um langri sögu gyðingdómsins og átti hann eitt stærsta slíka safnið í einkaeigu. Og suma munina er hann sagður hafa eignast á nokkuð vafasaman hátt. Fjörutíu kistur af gulli og gim- steinum Moussaieff-fjölskyldan hefur löngum stært sig af því að vera gömul og gróin og hún hefur rakið uppruna sinn langt aftur í ættir. Shlomo Moussaieff mun hafa verið skírður í höfuðið á afa sínum, Shlomo Moussaieff eldri, sem sagður er hafa flust frá Bukhara í Mið-Asíu til Jerúsalem á síðasta áratug nítjándu aldar. Bukhara, sem nú er í Úsbekist- an, er ævaforn menningarborg á silkileiðinni milli Miðausturlanda og Kína og þar eiga gyðingar sér ríka sögu. Og það kveðst Moussa- ieff-ættin líka gera. Sagan segir að forfeður Moussaieffa hafi ofið silkið í skikkju sjálfs Gengisar Khans. Og ættin mun hafa komið ár sinni vel fyrir borð í Bukhara, sam- kvæmt hinni opinberu ættarsögu, meðal annars með verslun með te og fasteignir, skartgripi og gim- steina. Og þeirri iðju hélt ætt- faðirinn, Shlomo Moussaieff eldri, áfram í Jerúsalem en þangað flutti hann 1888 og tók með sér konu sína og börn, og einar fjörutíu kistur af gulli og gimsteinum. Shlomo eldri lést 1922 og skildi eftir sig gríðarleg auðæfi. Synir hans tóku við fjölskyldubissnessn- um og einn sonurinn, Rehavia Mo- ussieff, eignaðist svo sjálfur soninn Shlomo árið 1925. Hann varð svo faðir Dorritar. Götustrákur í Jerúsalem Fyrir fáeinum dögum var viðtal við Ástþór Magnússon forseta- frambjóðanda á útvarpsstöðinni X-inu sem vakti heilmikla athygli. Þar fullyrti Ástþór að sagan um hina ævafornu og vel stæðu ætt Moussaieff-anna væri tóm lygi og vitnaði þar til bókarinnar Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Sam- kvæmt henni hafi það í raun verið Shlomo yngri, faðir Dorritar, sem safnaði í fjölskylduauðinn með heldur óprúttnum ráðum, en hann hafi svo búið til fortíð ættarinnar til að gera söguna virðulegri. Skemmst er frá því að segja að Unholy Business getur að þessu leyti ekki talist ábyggileg heimild. Ekki er óhugsandi að Moussaieff- ættin kunni að hafa krítað eitthvað liðugt um fortíð sína og ýkt fornan auð sinn, en nægar skjalfestar heimildir eru samt til um ættina frá því á 19. öld til að ekki sé hægt að taka undir þessar fullyrðingar Ninu Burleigh. En þar kemur líka fram að Shlomo yngri hafi verið hálfgerður götustrákur í Jerúsalem á sínum æskuárum. Og þar er vissulega rétt og var staðfest af fleiri heimild- um, þar á meðal honum sjálfum. Shlomo tolldi illa í skóla, enda var hann að öllum líkindum lesblind- ur. Svo illa gekk honum að á end- anum gafst faðir hans upp og henti honum út. Tólf ára gamall, enn ólæs og óskrifandi, þurfti Shlomo því að bjarga sér á eigin spýtur. Hann fékk inni í sýnagógum eða svaf á götum gömlu Jerúsalem. Skipti við olíufursta og fræga Þar eru fornminjar á hverju strái og til að hafa í sig og á gramsaði Shlomo hinn ungi á fornleifa- svæðum, tíndi upp úr moldinni gamla mynt og aðra smámuni sem hann síðan seldi erlendum fræði- og ferðamönnum. Þetta varð upphafið að ævilöngum áhuga á fornminjum. Hann var ekki alltaf vandur að meðulum og lýsti því til dæmis sjálfur, seinna meir, hvernig hann laumaðist inn í fornt grafhýsi og braut niður ævagamla kistu sem þar var að finna, til þess að geta síðar selt brot úr henni við háu verði. Shlomo var táningur þegar Rótað í grafhýsum Tengdafaðir Ólafs Ragnars vílaði fátt fyrir sér EXPLORE WITHOUT LIMITS ® EXPLORE WITHOUT LIMITS ® VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR BJÓÐUM ALLA ALMENNA DEKKJAÞJÓNUSTU Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 www.arctictrucks.is heimsstyrjöldin síðari braust út og gekk þá til liðs við breska her- inn. Á styrjaldarárunum ferðaðist Shlomo með hernum um Austur- lönd nær – fór til Egyptalands, Jórdaníu og víðar. Hvar sem hann kom notaði hann tækifærið og þefaði upp forna muni – gramsaði á geymsluloftum sýnagóga í Kaíró og Amman og hafði með sér þaðan rykfallin handrit, myntir og inn- sigli. Þessu smyglaði hann svo burt til að geta selt og grætt á því sjálfur. Eftir styrjöldina og sjálfstæðis- stríð Ísraels 1948 hafði Shlomo Mo- ussaieff sæst við föður sinn og gat tekið við blómstrandi fjölskyldu- bissnessnum. Árið 1963 flutti hann svo til Lundúna þar sem hann kom á fót eigin verslun. Hans helstu kúnnar voru arabískir olíufurst- ar með fulla vasa fjár, og til hans komu líka kvikmyndastjörnur á borð við Elizabeth Taylor og önnur frægðarmenni. Shlomo eldri var rabbíni auk þess að vera kaupahéðinn. Ekki fer miklum sögum af trú- areldmóði hjá Shlomo yngri, föður Dorritar, en stundum kviknaði þó í honum trúar- neisti. Hann leit til dæmis svo á að Ólafur Ragnar og Dorrit væru ekki sannlega gift úr því Ólafur hefði ekki tekið gyðingatrú. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Shlomo eldri lést 1922 og skildi eftir sig gríðarleg auð- æfi. Synir hans tóku við fjölskyldubiss- nessnum og einn sonurinn, Rehavia Moussieff, eignaðist svo sjálfur soninn Shlomo árið 1925. Hann varð svo faðir Dorritar. 20 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.