Fréttatíminn - 29.04.2016, Side 26
Mynd | Hari
Magga Stína hefur verið á
leigumarkaði síðan í janúar
2011 og hefur á þeim tíma
þurft að flytja fjórum sinnum
með börnin sín þrjú
Magga Stína hefur undanfarin
fimm ár kynnst lögmálum leigu-
markaðarins á eigin skinni. Eftir
skilnað árið 2011 flutti hún með
börnin sín þrjú úr íbúð sem hún
átti í leiguíbúð. „Þá fórum við af
Fálkagötu í Vesturbænum yfir í
Grafarvoginn. Ég var ljónheppin að
þurfa ekki að greiða háar fjárhæðir
í tryggingu og fyrirframgreiðslur
og við fengum leiguhúsnæði í
gegnum kunningskap. En þessu
fylgdi að ég þurfti að fá mér bíl, því
ég vinn miðsvæðis í Reykjavík og
krakkarnir héldu áfram að ganga í
skóla í Vesturbænum. Eina íbúðin
sem völ var á í mínum aðstæðum
var í Grafarvoginum svo ég stökk á
hana. Ég hélt kannski að það væri
hagkvæmara að búa þar og keyra á
milli, en annað kom á daginn.”
Hún segir bensínkostnað og
dýran rekstur bílsins hafa gert það
að verkum á endanum ákvað hún
að reyna að komast aftur í Vest-
urbæinn. „Þá tók við langt milli-
bilsástand þar sem við vorum upp
á vinargreiða komin, í húsnæði í
Kópavogi. Þaðan fórum við í aðra
bráðabirgðaíbúð í Vesturbæ þar til
við loks fundum íbúðina sem við
leigjum í dag.“
Magga Stína hafði verið á leigu-
markaði á sínum yngri árum en
fann fyrir verulegri breytingu
þegar hún fór aftur á að leigja, ein-
stæð með þrjú börn.
„Sem ung manneskja hafði ég
auðvitað verið svona á randinu
og flutt oft á milli staða. Nú er
andrúmsloftið annað. Það eina
sem maður veit, sem einstæð
móðir, er að maður ræður ekki við
íbúðaverð í Reykjavík nema vinna
margfalda vinnu. Þá rétt skrimtir
maður, því íbúðaverðið er orðið
svo hátt hlutfall af þeim tekjum
sem maður aflar. Í dag kostar að
minnsta kosti 200 þúsund krónur
á mánuði, fyrir utan rafmagn og
hita, að leigja íbúð fyrir fjölskyldu
af minni stærðargráðu. Listamenn
geta varla framfleytt sér á Íslandi
og sem ein af þeim, lifi ég bara frá
degi til dags. Hugsanlega bara á
lyginni.“
Hún segir stöðu sína á leigu-
markaði allt aðra en þegar hún var
í eigin húsnæði. „Öryggistilfinn-
ingin hverfur því sem leigjandi er
maður alltaf háður því af hverskon-
ar fólki maður leigir. Hvort maður
haldi íbúðinni og hversu lengi það
varir. Svo eru aðrir hlutir. Ef þitt
eigið mat, til dæmis á því hvað sé
ásættanlegt ástand íbúðar, fer ekki
saman við mat leigusalans, er það
alltaf á hans valdi að ákveða hvort
hann bregðist við athugasemdum
frá þér.“ |þt
Óvissan og óöryggið verst
Gildismat leigusalans ræður
Fálkagata ▷ Bakkastaðir ▷ Kársnesbraut ▷ Ægisíða ▷ Hagamelur
Magga Stína segir leigusalann alltaf ráða því
hvað sé ásættanlegt ástand íbúðarinnar.
180
160
140
120
100
80 2011 2015
Stúdíó 35fm
3. herb. 65fm
2. herb. 50fm
4. herb. 90fm
B 31%
B 24%
B 22%
B 23%
Meðalverð íbúða í 101. Heimild: ÞJóðskrá Íslands.
Leiguverð hækkar langt umfram verðlagLeiguverð hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna
fjölgunar leigjenda og aukningar
á útleigu til ferðamanna. Síð-
ustu fimm ár hefur meðalverð
35 fermetra stúdíóíbúðar í 101
Reykjavík hækkað um 25 þús-
und krónur umfram verðlag, ef
miðað er við meðaltal þinglýstra
leigusamninga, eða um 31 pró-
sent. Þessi hækkun skerðir beint
ráðstöfunarfé leigjendanna. Til
að vinna það upp þarf leigjand-
inn að auka tekjur sínar um 50
þúsund krónur á mánuði.
Meðalverð 50 fermetra
tveggja herbergja íbúðar hefur
hækkað úr 99 þúsund krónum
í 123 þúsund krónur, um 24
þúsund krónur eða 24 prósent.
Þriggja herbergja íbúð, 65 fer-
metra, hefur hækkað um nánast
sömu upphæð, eða um 26 þús-
und krónur. 2011 var leiguverðið
um 116 þúsund krónur en var orðið
141 þúsund krónur 2015.
Meðalverð 90 fermetra, fjögurra
herbergja íbúðar var 2011 um 137
þúsund krónur á núvirði en var
komið í 168 þúsund krónur 2015.
Hækkunin nemur 23 prósentum
umfram verðlag, eða 31 þúsund
krónum. |gse
krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma@krumma.is
PICK&MIX
Þú velur sjálf/ur hvaða liti þú vilt í þinn poka
50% afsláttur af PLUSPLUS PICK&MIX barnum á laugardögum
PLUSPLUS kubbana fáið þið í
verslun við Gylfaflöt
Ábyrgðaryfirlýsing: Samkvæmt ábyrgðarskilmálum
prentaraframleiðenda og alþjóðalögum fellur ábyrgð
prentara ekki úr gildi við notkun endurnýttra eða
samhæfðra prenthylkja nema rekja megi bilun til
notkunar á þeim hylkjum. Bili tæki eða eyðileggjast
sem rekja má til notkunar samheita prenthylkja frá
Prentvörum munum við bæta þau tæki, séu þau enn í
ábyrgð.
Prentvörur Skútuvogi 11, prentvorur.is, s. 553-4000
PGI-570XL & CLI-571XL
hágæða og margvottað
samheitablek fyrir
Canon prentara.
Þú borgar einfaldlega
minna fyrir sömu gæði.
Prentvörur kynna með stolti
Í fyrsta sinn á Íslandi
Hágæða samheitablekhylki
fyrir prentara
Verð frá:
1390 KR
26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016