Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 29.04.2016, Side 62

Fréttatíminn - 29.04.2016, Side 62
Innblástur frá níunda áratug Adidas NMD Vala Jóhannsdóttir Roff nældi sér í geysivinsælu Adidas NMD skóna í endursölu sem hafa allstaðar rokið út á stuttum tíma. „NMD hönnunin er inn- blásin af vinsælum hlaupaskóm frá níunda áratugnum. Þeir eru fáránlega þægilegir, með „boost“ sóla og „primeknit upper“. Sólinn er úr „Infinergy“, efni sem NASA notar mikið og það er takmarkað framboð af því. „Primeknit“ er tækniprjónað efni sem er flókið í framleiðslu. Framboðið af þessum skóm og öðrum sem eru framleiddir með slíkri tækni er því takmarkað. Ég dýrka skóna og hvernig sokkurinn leggst að fætinum og gefur mjög „sleek“ útlit. NMD eru með skemmtilegt framtíðarútlit og þessi litur er að mínu mati, langflottastur. Ég klæðist mikið svörtu en það er gaman að krydda upp á það með litríkum skóm líkt og þessum. Ég hef mikinn áhuga á strigaskóm og finnst gaman að sjá þessa menn- ingu vaxa á Íslandi.“ Skór æskunnar Jordan 7 Bordeaux Björn Þór Björns- son, eða Bobby Breiðholt, hefur verið áhugamaður um strigaskó frá blautu barnsbeini. Hann eignaðist Jordan skó tíu ára á þeim tíma sem Michael Jordan var í guðatölu. „Mér þótti svo vænt um þá og var alltaf í þeim. Ég óx síðan upp úr þeim, líkt gengur og gerist. Ég hef lengi safnað strigaskóm en þótti þessa vanta og vildi þá í safnið. Ég hafði þá samband við félaga minn, Björn Geir, sem bjó vestanhafs og var að sýsla með strigaskó og fékk hann til þess að útvega mér par, sama hvað það kostaði. Ég fékk endurútgáfuna af þessum Jordans frá árinu 2011 og þeir eiga heiðurssess í skósafninu mínu. Þetta er 90’s „all over again.“ Fjölskyldufólk, mótórhjólakappar og veganistar eru meðal þeirra ólíku hópa sem litli fjölskyldu- staðurinn Bike Cave í Skerjafirði sameinar. Bike Cave er allt í senn, veitingastaður, sjálfsafgreiðslu- hjólaverkstæði og samkomustaður fólksins í hverfinu. Kærustuparið Hjördís og Stefán opnuðu staðinn í júní í fyrra og standa sjálf vaktina alla daga, með hjálp frá börnum Hjördísar. Hjördís segir krakkana í hverfinu svo oft kíkja við og rétta hjálparhönd við að taka úr uppþvottavélinni eða slíkt. Fastakúnnar staðarins eru margir, enda maturinn ódýr og stemningin vinaleg. Stefán hefur sjálfur stundað mótorhjólakeyrslu í fjölmörg ár. „Það er auðvitað draumur sérhvers manns að tvinna saman áhugamálið sitt við vinn- una og það er það sem við erum að gera.“ Sérstaka athygli hefur vakið hversu ódýr maturinn á Bike Cave er, en á matseðlinum er auðvelt að finna mat undir þúsund krónum, sem er sjaldséður hvítur hrafn í veitinga- menningu landsins. „Við vildum sanna að það væri hægt að halda verðinu á matnum niðri og það hefur tekist. Okkar trú er sú að ef þú færð ódýran mat komirðu oftar til okkar.“ Án þess að vera sjálf grænmetisætur eru þau með úrval vegan- rétta, enda segja þau stefnuna að allir finni eitthvað við sitt hæfi í hjólahell- inum þeirra. Það er mikið fjör í þeim tólf kiðlingum sem fæddust í Húsdýragarðinum í byrjun apríl. Jón og Stella dýrahirðar hefja morgungjöf í fjárhúsinu klukkan sjö á morgnana á degi hverjum. Kiðlingarnir eru reyndar minna spenntir en geiturnar að gæða sér á heyi í morgunsárið. Þeir vilja heldur stökkva um og forvitnast um heiminn sem þeir komu í fyrir aðeins fjórum vikum. Morgunstundin Árrisulu kiðlingarnir Mynd|Rut Hjarta Skerjafjarðar Þar sem öllum líður vel Fastakúnnar Bike Cave í mótórhjólastoppi Elísabet og Bjarni eru meðal fastakúnna á Bike Cave og stoppa nær alltaf í mat eða kaffibolla þegar þau fara í mót- orhjólatúr. Sem þau gera alltaf þegar veður leyfir. Þau segja staðinn í alfaraleið mótorhjóla- fólks síðan Bike Cave kom til. „Við komum stundum í vöfflur með krakkana okkar hingað líka. Svo er kjötsúpan hér rosalega góð,“ segir Elísabet. Hjördís hefur búið í Skerja- firðinum nær allt sitt líf og rekur nú veit- ingastað fyrir fjöskyldur sem mótorhjól. Mynd | Rut Bæði spari og hversdags Saint Laurent Paris SL01 Birgir Þór Sverrisson hefur safnað Jordan skóm í áraraðir frá því körfuboltaáhugi hans kviknaði. Í dag eru skókaup einn af hans helstu útgjaldaliðum. „Að geta klætt bæði „upp“ og „niður“ er góður eiginleiki fyrir skópar. Þessir Saint Laurent voru hannaðir af Hedi Slimane í „Lipstick Red“ litnum. Skórnir eru rauðir og svipa til vara- litarins, en eru orðnir meira hvers- dags. Fyrir mig er gott að geta poppað upp fötin mín með sterkum lit, þar sem fataskápurinn minn einkenn- ist af gráum, hvítum og svörtum flíkum. Þessir skór virka bæði sem spari og hversdags, það er skemmtilegt föndur að para þá við fataskápinn.“ Skórnir sem eru okkur kærastir Skóaðdáendurnir Bobby, Petra, Vala og Birgir deila sínu dýrmætasta skópari Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Strigaskór eru einfald-lega ekki strigaskór fyrir öllum. Sumir þeirra eiga sérstakan hjartastað hjá eigendum. Það má ganga svo langt að kalla striga- skó áhugamál, fólk fylgist með nýjustu straumum og á sama tíma nælir sér í gömul pör í endursölu. Þetta snýst um jafnvægið á því trylltasta gamla og ferskasta nýja. Ein skýrasta birtingarmynd þessa áhugamáls birtist Íslendingum í vetur þegar strigaskór Kanye West, svokallaðir Yeezy Boost, voru til sölu í tískuvöruversluninni Húrra. Þar biðu aðdáendur í rúma tvo sólarhringa fyrir utan verslun- ina í röð eftir skónum. Elskar snákamynstrið Adidas Original Stan Smith Petra Bender hefur alltaf verið meira fyrir strigaskó en hæla og fór ung að safna pörum. „Ég varð strax sjúk í Jordan skó þegar ég var lítil. Ég byrjaði að safna strigaskóm þegar ég flutti til London árið 2004, þá var ég mikið í kringum þessa menn- ingu. Ég er ekki jafn öfga- full og vinir mínir sem eiga gáma af strigaskóm, en ég er ánægð með mín 20-30 pör og geng í þeim öllum. Ég fylgist náið með því sem er í gangi í þessum heimi, nýjustu straumum og stefnum. Stan Smith eru uppáhalds skórnir mínir í dag. Þeir eru ferskir og glænýir. Ég elska nýtt skópar og fíla snákamynstrið á þeim.“ 62 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.