Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 4
Álfheiður á Facebook ■ Með einu símtali hefði Moggi komist að eftir- farandi staðreyndum: ■ Lögmannsstofa Sigur- mars stofnaði félagið Sýrey ehf. 25.08. 2005 fyrir Kaupþing og var það skráð sama dag hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í Reykjavík. ■ Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur. ■ Eftir það hefur Sigurmar ekki haft nein afskipti af félaginu eða Holts Investment sem kemur til eftir að hann fer úr stjórn. Spilling Reynt að semja um að fallið yrði frá ákæru Fíkniefnalögga bað brotamann um peninga Talið er að fíkniefnalög- reglumaður, sem sætt hefur rannsókn vegna misferlis í starfi, hafi sent brota- manni sms og beðið hann um peninga. Fyrrum starfs- maður sérstaks saksóknara fór með upptöku af samtali lögreglumannsins og brota- mannsins til ákæruvaldsins. Upptakan er talin styðja þá kenningu að peningar hafi farið á milli lögreglumanns- ins og brotamanns. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Smáskilaboðin og hljóðupp- takan eru sterkustu gögnin sem ákæruvaldið hefur í málinu gegn fíkniefnalögreglumanninum. Skilaboðin fundust í síma lögreglu- mannsins á lögreglustöðinni. Í skilaboðunum er talið að hann sé að biðja brotamann um peninga. Engar sannanir eru fyrir því að greiðslurnar hafi átt sér stað. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir síðan í desember og bæði brotamaðurinn og fíkniefnalög- reglumaðurinn hafa setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Líklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákæru á hendur fíkniefnalögreglumann- inum á næstu vikum fyrir brot í starfi og mútuþægni. Þá er líklegt að brotamaðurinn verði ákærður fyrir að bera mútur á lögreglu- mann. Málið er á borði Helga Magnúsar Gunnarssonar. Málið fór af stað í desember í fyrra þegar maður, sem eitt sinn starfaði fyrir sérstakan saksókn- ara, fór með upptöku af samtali brotamannsins og fíkniefnalög- reglumannsins, til ákæruvaldsins. Í upptökunni, sem er um hálftíma löng, heyrast lögreglumaðurinn og brotamaðurinn ræða saman. Brotamaðurinn og fyrrum starfs- maður sérstaks saksóknara tengjast. Á ákveðnum tímapunkti í upptökunni er rætt um peninga- upphæð. Truflanir eru á upptök- unni svo ekki heyrist nægilega vel í hvaða samhengi peningaupphæð- in kemur til tals. Annar maður, sem gengdi stöðu lögreglufulltrúa og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar, sætir einnig rannsókn vegna misferlis í starfi. Hann er grunaður um langvarandi samskipti við einn þekktasta mann í undirheimum á Íslandi. Grunsemdir um óeðlileg tengsl þeirra, hafa ítrekað komið upp. Í desember í fyrra leitaði lög- fræðingur til ríkissaksóknara og óskaði eftir samningaviðræðum. Hann sagðist geta haft milligöngu um að veittar yrðu upplýsingar um samskipti lögreglufulltrúans og mannsins í undirheimunum. Lög- fræðingurinn vildi að fallið yrði frá ákæru á hendur undirheima- manninum gegn því að upplýst yrði um samskipti hans við lög- reglufulltrúann. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans var þessu tilboði lögfræð- ingsins ekki tekið og engin heimild er í lögum til að semja við fólk um að það njóti friðhelgi gegn því að veita upplýsingar. Við yfirheyrslur hefur maður- inn í undirheimunum játað að lög- reglufulltrúinn hafi gert honum viðvart, einu sinni, þegar fíkni- efnadeildin ætlaði að framkvæma húsleit vegna kannabisræktunar. Þegar lögreglan kom á staðinn var húsnæðið tómt. Átök eru innan lögreglunnar um hvort mál lögreglufulltrúans hafi verið þaggað niður af fyrrum yfir- mönnum hans, meðal annars þeim Karli Steinari Valssyni og Frið- riki Smára Björgvinssyni. Margir fíkniefnalögreglumenn eru ósáttir við viðbrögð þessara manna við ábendingum um misferli lögreglu- fulltrúans. Miklar deilur hafa skapast um rannsókn málsins þar sem Grímur Grímsson var í upphafi fenginn til að stýra rannsókninni. Grímur er náinn vinur Karls Steinars Vals- sonar. Hann sagði sig frá rann- sókninni eftir að athugasemdir voru gerðar við tengslin. Málið hefur verið til meðferðar hjá emb- ætti héraðssaksóknara. Rannsókn á máli lögreglu- fulltrúans er á lokastigi og er talið ólíklegt að gefin verði út ákæra í málinu. Honum mun því bjóðast að starfa áfram hjá lögreglunni. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er með mál fíkniefnalögreglumannsins á sínu borði. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fer með mál lögreglufulltrúans. Lögfræðingur- inn vildi að fallið yrði frá ákæru á hendur undir- heimamanninum gegn því að upplýst yrði um samskipti hans við lögreglu- fulltrúann. Ríkið braut lög þegar ákveð- ið var að stytta bótatímabil atvinnulausra. Eitt þúsund manns gætu átt endurkröfu- rétt á ríkið. „Að mínu mati er þetta stórt mál og mögulega fordæmisgefandi. Þess vegna tel ég æskilegt að eyða allri óvissu og taka af tvímæli í þessu máli með endanlegri niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Eygló Harðar- dóttir félagsmálaráðherra en hátt í eitt þúsund manns gætu átt endur- kröfurétt á ríkið eftir héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að það hefði verið ólöglegt að stytta bótatímabil atvinnulausra. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa vonað að fjármála- ráðherra og félagsmálaráðherra sýndu ákveðna auðmýkt og gengju til samninga við þá sem þau hefðu brotið á án þess að það þyrfti frek- ari málarekstur. Ákvörðunin hafi verið hroðvirknisleg en margsinnis hafi verið bent á að þetta gengi bæði gegn stjórnarskrá og eignarrétti en markmiðið hafi einungis verið að laga fjárhagsstöðu ríkisins. Ríkið hefði getað stytt bótatíma- bilið en það mátti ekki skerða rétt þeirra sem þegar höfðu hafið töku bóta. Alls missti 81 félagsmaður í VR framfærslu sína þegar lögin tóku gildi. Ólafía segir að sumir þeirra hafi getað leitað á náðir sveitar- félaga en alls ekki allir, enda séu þröng skilyrði þar, til að mynda um tekjur maka. Fólk sem sé enn atvinnulaust hafi haft samband við félagið eftir dóminn og velti nú fyrir sér réttarstöðu sinni. Eygló Harðardóttir gaf ekki kost á viðtali til að svara frekari spurn- ingum um málið. | þká Hvorki ég né maðurinn minn höfum átt nein aflandsfélög, svo mikið veit ég,“ segir Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna. Morgunblaðið sló því upp á fimmtudag að Sigurmar K. Al- bertsson, hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Inga- dóttur, hafi stofnað félagið Sýrey og verið forsvarsmaður þess þeg- ar það var skráð á Tortóla. „Það er augljóslega verið að reyna að slæma höggi á Álfheiði, en svona ómerkilegheit eru alltaf leiðinleg, þegar menn eru að búa til rangar fréttir,“ segir Sigurmar K. Í frétt Morgunblaðsins er Sýrey sögð hafa verið í eigu Holt Invest- ment Group Ltd. á árunum 2005 til 2014. Holt Investment hafi ver- ið skráð á Tortóla, á heimilsfangi Mossack Fonseca lögfræðistof- unnar. Sigurmar segist hafa stofnað fé- lagið Sýrey í ágúst 2005 og skráð það í fyrirtækjaskrá hjá Ríkis- skattstjóra þegar hann vann fyr- ir Kaupþing og var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borg- arfirði. Þá hafi Sýrey verið skráð á Íslandi. „Ég veit ekkert hvað varð um það eftir 10. febrúar 2006, þá var ég búinn að klára verkefnið og hef ekki heyrt af því síðan, fyrr en nú.“ Sigurmar segist hafa komið að stofnun margra félaga sem lög- maður. Ekkert hafi verið stofn- að á erlendri grundu eða í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól. „Hvorki ég né maðurinn minn höfum átt nein aflandsfélög, svo mikið veit ég,“ segir Álfheiður Ingadóttir. Álfheiður segir að tilgangurinn sé að koma höggi á Vinstri græn með því að fabúlera um að hún og hennar eiginmaður eigi félag á Tortóla og gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem komi nálægt pólitík. „Hið rétta er að Sigurmar eða við hjónin áttum aldrei krónu í þessu félagi. Það var skráð á Íslandi meðan hann var í stjórn þess. Davíð verður að gera betur!,“ segir hún. þká Tortola Fyrrverandi heilbrigðisráðherra vísar frétt um aflandsfélag á bug Davíð verður að gera betur Dómur Formaður VR vonaðist eftir auðmýkt Ríkið ætlar að áfrýja atvinnuleysisbótadómi Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. 4 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.