Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 6
Þú finnur nýja Taxfree sófabæklinginn á www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is 558 1100 Allir sófar á taxfree tilboði* * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. PASO DOBLE Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm 298.379 kr. 369.990 kr. SÓFAR TAXFREE Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.is * Taxfree tilboðið gildir bara á sóf­ um og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðis­ aukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahall­ arinnar og gildir til 29. apríl 2016 Allir sófar á taxfree tilboði* SÓFAR TAXFREE PASO DOBLE Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm 298.379 kr. 369.990 kr. CLEVELAND Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk­ eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm 153.218 kr. 189.990 kr. DEVON Nettur og litríkur svefnsófi. Margir litir. Stærð: 151 x 86 x 82 cm 112.895 kr. 139.990 kr. Stjórnendur Háskólabíós hafa komið fyrir fuglahræðu á þaki bíóhússins til að hræða burtu hrafnapar sem hefur gert sig heimakomið Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Hrafnar hafa í tvígang gert sér laup á þaki Háskólabíós við litla hrifningu stjórnenda þar sem hafa jafnharðan hrakið þá burt. Í síðara skipti kom húsvörður bíó- hússins fyrir fuglahræðu á þakinu til að koma í veg fyrir frekari hreiðurgerð fuglanna. Susan Muska, kvikmyndagerðarkona og stundakennari við Háskólann, hefur fylgst náið með hröfnunum og gert athugasemd við framferði stjórnenda bíósins. Susan Muska er áhugakona um fugla, einkum uglur en eftir að hún fór að dvelja langdvölum í Reykjavík heillaðist hún af hröfn- um. „Þetta eru stálgreindir og fal- legir fuglar og það er svo óvenju- legt að sjá þá í borginni.“ Susan segir að hrafnarnir eigi sama maka á hverju ári en geri sér ekki endilega laup á sama stað. Lauparnir þurfa að vera hátt uppi og því hentar klettótt landslag þeim vel eða háar byggingar. „Ég átti leið framhjá byggingasvæði rétt hjá Háskólabíói eftir að ég kom til landsins núna í mars og sá að hrafnar voru þar í óðaönn að sækja efnivið í hreiðurgerð. Ég fylgdist með þeim og sá þá fljúga í átt að bíóinu þar sem þeir voru greinilega búnir að koma sér fyrir á þakinu. Þetta er frábær staðsetn- ing fyrir hrafnana því laupurinn sést ekki frá götunni og önnur hús eru ekki í alveg næsta nágrenni, svo uppeldi unganna er ekki lík- legt til að valda neinni truflun.” Susan segist ekki hafa ímynd- að sér annað en að stjórnendur bíósins yrðu himinlifandi að fá hrafnana, þannig hafi stjórnend- ur Listasafns Einars Jónssonar tekið hrafnapari opnum örmum fyrir nokkrum árum og eins skóla- stjórnendur í Austurbæjarskóla, sem hafi komið fyrir myndavél á þakinu til að leyfa börnunum að fylgjast með uppeldi unganna. „Þessvegna dauðbrá mér og ég varð algerlega miður mín þegar ég sá að laupurinn hafði verið eyði- lagður og leifarnar af honum var að finna á jörðinni og afgangurinn hefur sjálfsagt farið í ruslið. Þegar ég leit upp sá ég að komið hafði verið fyrir ófrýnilegri fuglahræðu þar sem laupurinn hafði verið.“ Susan fór að grennslast fyrir um málið og fann út að laupur- inn hafði fyrst verið eyðilagður, en þegar hrafnarnir hófu endur- reisnarstarf var hann eyðilagður að nýju og fuglahræðan sett til að hræða þá í burtu. Hún setti sig í samband við stjórnendur sem sögðu að hröfnunum fylgdi sóða- skapur og hávaði og þeir vildu ekki hafa þá á þakinu, þótt það taki ekki nema sex vikur að koma ung- unum á legg. Hrafnar eru ekki friðaðir en þeir njóta þó ákveðinnar friðhelgi inni í borginni og það heyrir til undan- tekninga að laupar þeirra séu eyðilagðir. Fuglar Hrafnar eru ekki velkomnir í Háskólabíó Eyðilögðu laup fyrir hrafnapari Susan Muska dauðbrá og varð algerlega miður sín þegar hún sá að laupurinn hafði verið eyði- lagður og að komið hafði verið fyrir ófrýnilegri fuglahræðu þar sem laupurinn hafði verið. Susan Muska segist ekki hafa ímyndað sér annað en að stjórnendur bíósins yrðu himinlifandi að fá hrafnana, þannig hafi stjórnendur Listasafns Einars Jónssonar tekið hrafnapari opnum örmum fyrir nokkrum árum og eins skólastjórnendur í Austurbæjarskóla. „Á mínum langa pólitíska ferli hafa fá mál lagst eins þungt á mig og að vera að ósekju sökuð um brot á jafn- réttislögum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Það sé þó fá- ránlegt að blanda því saman við umræðu um stærsta spill- ingarmál sögunnar. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir fáránlegt að blanda dómi í jafnréttismáli frá 2010 inn í umræður um stærsta spillingar- mál sögunnar. „Það lýsir vel hve rök- þrota stjórnarliðar eru sem og siðrofi gagnvart þjóðinni þar sem forystu- menn stjórnarflokkanna voru í aðal- hlutverki. Hún segir virðingarvert af Ragn- heiði Ríkharðsdóttur, þingflokks- formanni Sjálfstæðisflokksins, að hafa beðist afsökunar á ummælum sínum á Alþingi síðastliðinn þriðju- dag. Ragnheiður sagði á Alþingi að Jóhanna hefði brotið jafnréttislög við skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra í forsætisráðu- neytinu árið 2010. Kærunefnd jafn- réttismála komst að því árið 2010 að Jóhanna Sigurðardóttir hefði brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga þegar Arnar Þór var skipaður í embættið. Héraðsdómur dæmdi í kjölfarið Önnu Kristínu Ólafsdóttur bætur á grund- velli álits kærunefndarinnar. Árið 2013 komst umboðsmaður Alþingis hinsvegar að því að mat og aðferð kærunefndar Jafnréttismála hafi ekki verið í samræmi við lögboðið hlut- verk hennar. Ragnheiður sagðist ekki hafa vitað af úrskurði umboðsmanns og bað Jóhönnu afsökunar á Facebook. Jó- hanna segir að það hefði farið betur Afsökunarbeiðni Ragnheiðar hefði átt betur heima á Alþingi en Facebook að mati Jóhönnu. Skattaskjól Allt dregið fram í umræðum um skattaskjól Ragnheiður bað Jóhönnu afsökunar á því að hún bæðist afsökunar á sama vettvangi. Það hafi þó verið ágætt að hún opinberaði þekkingarleysi sitt á málinu. Það hafi gefið kærkomið til- efni til að rifja upp álit umboðsmanns Alþingis, en fjölmiðlar hafi ekki sýnt því neina athygli, öfugt við moldviðr- ið sem var þyrlað upp í kringum úr- skurð jafnréttisráðs. „Í gegnum tíðina hef ég mikið unnið að jafnréttismál- um og á mínum langa pólitíska ferli hafa fá mál lagst eins þungt á mig og að vera að ósekju sökuð um brot á jafnréttislögum,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir. | þká Myndir | Susan Muska Mynd | Hari 6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.