Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 8

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 8
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, vill samræmdan gagnagrunn um hagsmuni kjörinna full- trúa og framkvæmdastjóra í sveitarstjórnum. Ríki og sveitarfélög verða af rúmlega 80 milljörðum króna á ári í formi skatttekna vegna skattaundanskota. Notkun afla- ndsfélaga hefur þar umtalsverð áhrif. Eiríkur Björn Björgvinsson segir að í ljósi þessa eigi það ein- faldlega ekki að líðast að neinn sem starfi í umboði almennings hafi tengsl við aflandsfélög. „Ég ætla að leggja það til á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga að sett verði af stað vinna sem tryggi að svo sé ekki,“ segir hann. „Þessi skattaundanskot grafa því undan getu sveitarfélag- anna til þess að veita íbúum þá þjónustu sem þeir vænta og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að taka þessi mál föstum tökum.“ Eiríkur segir að fyrsta skrefið sé að krefja ríkisstjórnina um raunverulegar aðgerðir til þess að uppræta skattaundanskot í gegnum aflandsfélög og bjóða fram aðstoð sveitarfélaganna við það. „Við sveitarstjórnarmenn eigum að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa allt okkar uppi á borðinu.“ Hann bætir við að Reykjavíku- borg hafi að mörgu leyti verið til fyrirmyndar við að setja reglur um hagsmunaskráningu. „Þó hefur komið í ljós að tveir borgar- fulltrúar hafa ekki skráð hags- muni sína þar. Það sýnir okkur að samhliða reglum af þessu tagi þarf að vera hægt að sannreyna að upplýsingarnar séu réttar,“ segir Eiríkur. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir sem eru í þjónustu almenn- ings, bæði kjörnir fulltrúar og þeir sem eru í forsvari, eins og ég, sýni gott fordæmi og geri hreint fyrir sínum dyrum. Sveitarfélög verða að koma sér upp samræmd- um reglum um hagsmunaskrán- ingu fulltrúa í sveitarstjórnum og framkvæmdastjóra þeirra og þar gegna Samtök íslenskra sveitar- félaga lykilhlutverki.“ | þká Sveitarstjórnir Enginn í opinberri þjónustu má tengjast aflandsfélögum Vill samræmdan gagnagrunn um hagsmuni „Okkur er nauðugur einn kostur, ef við eigum að geta tekið á móti öllum þeim fjölda sem sækir Reynisfjöru heim,“ segir Guðni Einars- son einn eigenda veitinga- staðarins Svörtufjöru. Hann og aðrir eigendur hafa pantað stöðumæla hjá fyrir- tækinu Bergrisa og ætla að hefja gjaldtöku á þessum vinsæla ferðamannastað. Ragnheiður Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segist ekki hafa neitt við gjaldtök- una að athuga. Ekki sé um hefð- bundinn aðgangseyri að ræða. Það sé verið að rukka fyrir þjón- ustu á einkalandi. Hún reikni með að stór hluti renni til uppbyggingar og bæti innviðina á þessum stöð- um. Um hundrað þúsund gerðu sér ferð í Reynisfjöru í mars, sem telst nú ekki til háannatíma í ferðabrans- anum. Það er því ljóst að það er eft- ir miklu að slægjast. Guðni Einars- son segir að gjaldið hafi ekki verið ákveðið en horft sé til bílastæða- gjaldsins á Þingvöllum. Þar rukka menn einkabíla um fimm hundruð og rútur um 3000 krónur. „Við höf- um ekki úr miklu fjármagni að spila og bílastæðin þurfa að vera í lagi enda eiga þau að tryggja að fólk fari rétta leið niður í fjöruna og sjái við- vörunarskiltin,“ segir Guðni. Hann segir að ætlunin sé að fjárfesta í malbiki fyrir bílastæðin og stöðu- mælum og sinna hálkuvörnum og viðhaldi á bílastæði. Þá standi gestum til boða að nota salerni á veitingahúsinu. Ekki stendur til að greiða fyrir öryggisgæslu á svæðinu en tveir ferðamenn hafa látið þar lífið á skömmum tíma. Ragnheiður Elín Árnadóttir segir að þetta séu tvö aðskilin mál, stjór- nstöð ferðamála hafi verið falið að vinna sérstaka öryggisúttekt fyrir páska sem sé þegar komin til fram- kvæmda. Hún segist ekki óttast að þjónustugjöld á einkalandi verði almennt til vandræða eða mjög íþyngjandi. Hún hafi reynt að ná samstöðu um náttúrupassa en sú tilraun hafi farið út um þúfur þar sem ekki hafi náðst um hana sátt. Það hvíli þó enn sú skylda á opin- berum aðilum að standa vel að upp- byggingu á ferðamannastöðum enda séu ferðamenn að skila gríð- arlega miklum tekjum í þjóðarbúið. Guðni og aðrir eigendur veitinga- hússins Svörtufjöru eru með lóð- arleigusamning fyrir lóðina undir veitingahúsinu og bílastæðunum. Um 300 manns eiga hinsvegar land- ið að sjálfri Reynisfjöru og höfðu þeir ekkert heyrt af áformunum, þegar þau spurðust út í fjölmiðlum. Guðni segir að eigendur veitinga- hússins séu í fullum rétti og muni greina frá málinu betur þegar það er lengra á veg komið. Ferðaþjónusta Gjaldtaka í Reynisfjöru getur skilað tugum milljóna á ári „Tilneydd að hefja gjaldtöku í Reynisfjöru“ Myndatexti Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri Andri Snær Magnason forseta- frambjóðandi vekur athygli á nafna sínum, rithöfundinum. Bækur Fjórir höfundar Forlagsins í forsetastellingum Sjóðheitur Andri Snær Bókamessan í London fór fram í vikunni en þangað senda íslensk forlög útsendara sína að kynna íslenskar bækur og höf- unda en einnig til þess að finna heitustu erlendu titlana til að þýða yfir á íslensku. Gríðarlegur áhuga er á verkum Andra Snæs Magnasonar í kjölfar forsetaframboðs hans. Egil Jóhannsson útgefandi segir að mikill fjöldi útgefenda hafi safnast saman hjá réttindastofu Forlagsins og keppst um réttinn á verkum hans. Forlagið er reyndar sá vinnustaður sem hefur látið mest að sér kveða í undanfara forsetakosninganna, alls eru fjórir frambjóðendur tengdir bókaútgáfunni. Andri Snær og Þorgrímur Þráinsson, sem nú hefur gefið út að hann hafi misst áhuga á framboðinu, eru höf- undar Forlagsins og Elísabet Jökulsdóttir sem er líka í fram- boði hefur einnig gefið þar út eina bók. Annar hugsanlegur frambjóð- andi liggur undir feldi, en hann er líka einn höfunda Forlagsins og hefur gefið þar út fimm bæk- ur um sagnfræðileg efni, það er Guðni Th. Jóhannesson. Egill Jóhannsson bókaútgef- andi segir að Forlagið hafi engin afskipti af framboðsmálum höfunda sinna. Það hafi komið á óvart að erlendir útgefendur sýndu þennan mikla áhuga vegna forsetakosninganna. | þká Tíkin þjáðist af kalkskorti Smáhundurinn Amy, sem reyndist fótbrotinn í Einangrunarstöð gæludýra í Höfnum, þjáðist af kalks- korti. Tíkin fór í læknis- skoðun hjá dýralækni á Keflavíkurflugvelli þegar hún var flutt til landsins og reyndist við góða heilsu. „Síðar kom í ljós að Amy var fót- brotin og haldin miklum kalks- korti þannig að vandasamt var að spengja fótinn saman,“ segir Jón Magnússon, forstöðumaður Ein- angrunarstöðvarinnar.„Því hefur verið haldið fram að Amy hafi fót- brotnað í dvölinni hjá okkur og hafa aðstandendur stöðvarinnar að ósekju mátt sitja undir ámæli fyrir það og að hafa ekki brugðist nógu fljótt við ástandi hundsins. Þessu mótmælum við harðlega og sömu- leiðis meiðandi ummælum sem fallið hafa um starfsemi okkar á samfélagsmiðlum að undanförnu,“ segir Jón og bætir við að ekkert dýr hafi meiðst í stöðinni frá því hún tók til starfa. Senda átti hundinn úr landi þeg- ar brotið uppgötvaðist. Vegna sótt- varna mátti ekki fara með hundinn á dýraspítala og ekki var talið að aðstaðan í stöðinni væri nógu góð til að hægt væri að framkvæma aðgerðina. Fyrir milligöngu Dýraverndar- sambandsins var hætt við að senda tíkina úr landi og kallaður til dýra- læknir til að gera aðgerð. | þká 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.