Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 10

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 10
skjól gerðu íslensk stjórnvöld hið gagnstæða. Það var opinber stefna stjórnvalda að draga úr skattheimtu af auðfólki og fyrirtækjum. Stefnan var sett á að gera Ísland að skattap- ardís fyrir hina ríku og stóru. Í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde var kerfisbundið dregið úr skattaeftirliti. Í ágætri grein Jó- hannesar Hraunfjörð Karlssonar um skattaeftirlit í aðdraganda Hrunsins kemur fram að „eftir að Geir Haarde varð fjármálaráðherra en 1998-2003 er um beina fækkun að ræða þegar starfsmönnum í eftirliti fækkar úr 54 í 34, eða um 35%.“ Ekkert var gert með tilllögur skatt- svikanefnarinnar 2004. Þar lögðu Snorri Olsen tollstjóri, Indriði H. Þorláksson skattstjóri og Skúli Egg- ert Þórðarson til aðgerðir til að mæta breyttu viðskiptaumhverfi. Meðal til- mæla þeirra var að stjórnvöld inn- leiddu svokallaðar CFC-reglur, sem öll nágrannalönd okkar höfðu þá tek- ið upp til að sporna við skattsvikum í gegnum aflandssfélög. Með þessum reglum er skattayfirvöldum heimilt að horfa á aflandsfélög eins og þau séu ekki til. Litið er á stofnun þeirra og rekstur sem sýndargjörning. Eign- ir og tekjur félaganna eru felldar að skattskilum eigenda. Tekjur eru til dæmis skattlagðar eins og atvinnu- tekjur eigenda en ekki sem tekjur fyrirtækja. Geir H. Haarde gerði ekkert með þessar tillögur. Og ekki heldur Árni M. Mathiesen þegar hann tók við fjár- málaráðuneytinu. Þessar reglur voru ekki lögfestar fyrr en Steingrímur J. Sigfússon kallaði Indriða H. Þorláks- son til starfa í fjármálaráðuneytinu í 10 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Ástæða þess að Íslendingar og íslensk félög eru meira áberandi í Panama-skjölunum er sú að stjórnvöld á Íslandi studdu í raun fjárstreymi frá Íslandi yfir í aflandsfélög. Vandinn lá því ekki í óheiðar- leika einstakra manna heldur í kerfisbundnum stuðningi stjórnvalda við skattaundan- skot. Eftirlit var dregið saman, lögum haldið bitlausum og aðvörunum í engu sinnt. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Það er ekki hægt að skýra mikinn fjölda íslenskra aflandsfélaga í Pa- nama-skjölunum sem tilviljun. Þótt vera megi að það skekki myndina eitthvað að Landsbankinn í Lúx- emborg skipti nánast einvörðungu við lögmannsstofu Mossack Fon- seca þá skýrir það ekki þann mikla mun sem er á fjölda íslenskra ein- staklinga og fyrirtækja og fólki og fyrirtækjum frá öðrum löndum. Pa- nama-skjölin afhjúpa að skattsvik og skattaundanskot hafa verið kerfis- bundið stunduð af íslensku auðfólki með aðstoð íslenskra banka í skjóli götóttra skattalaga og veiks eftirlits stjórnvalda. Þrátt fyrir ábendingar um veik- leika kerfisins brugðust stjórnvöld ekki við. Þvert á móti var það stefna stjórnvalda í aðdraganda Hrunsins að hafa ekki eftirlit með útstreymi fjármagns né innstreymi sama fjár- magns þegar það hafði verið sett inn í félög í skattaskjólum. Þessi hring- rás var ein forsenda þeirrar eigna- bólu og óðæris sem ríkti hérlendis árin fyrir Hrun, þess ástands sem Árni M. Mathiesen, þáverandi fjár- málaráðherra, lýsti með því að baða út öngunum í ræðustól Alþingis og segja: „Ég verð að segja eins og vin- ur minn, Björn á Hofsstöðum, sagði: Drengir, sjáið þið ekki veisluna? Þetta fólk sér ekki hvað hefur verið að gerast hér á undanförnum árum. Það sér það bara ekki, sennilega af því að það vill það ekki.“ Þetta eru kostuleg orð því það virðist nú augljóst að það voru stjórn- völd, og ekki síst fjármálaráðuneyti Árna sjálfs, sem sáu ekki hvað var að gerast, sennilega af því að ráðu- neytið vildi það ekki. En þar sem út- og innstreymi fjár- magns var svo yfirgengilegt og að- varanir svo margar er ekki hægt að halda því fram að stjórnvöld hafi ekki séð hvað var að gerast. Réttara væri að segja að þau hljóti að hafa séð hvað var á seyði en kosið að gera ekkert í því. Þau ýttu frekar undir það óheilbrigða kerfi sem myndað- ist á árunum fyrir Hrun, voru með- höfundar þess, verndarar og hvata- menn. Út- og innstreymi Um aldamótin var fjármunaeigna Íslendinga í útlöndum um 122 millj- arðar króna á núvirði. Í árslok 2007 var þessi eign orðin 2.457 milljarðar króna, hafði hækkað um 2.335 millj- arða króna á fáum árum eða álíka fjárhæð og nemur einni landsfram- leiðslu. Þetta útstreymi var stigvaxandi. Fyrstu ár aldarinnar óx fjármuna- eign Íslendinga í útlöndum um 20 til 50 milljarða króna á ári. Árið 2004 stökk hún hins vegar upp um 220 milljarða króna, árið eftir um 674 milljarða króna, 2006 um 534 milljarða króna og árið 2007 um 795 milljarða króna. Á þessum árum rann því um fjórðungur til þriðjungur lands- framleiðslunnar út á hverju ári. Það er ekki hægt að segja að hagkerfið hafi lekið. Réttara væri að segja að sprungið og fjármunirnir flætt út. Fyrir þessum fjárflótta eru marg- ar ástæður. Á þessum árum keyptu íslensk félög fyrirtæki í útlöndum. Hluti þeirra kaupa var fjármagnaður með lántökum á Íslandi. En mikið af fjármagni rann út vegna íviln- andi skattareglna. Þegar arður var greiddur út úr félögum gátu eigend- ur þeirra frestað greiðslum á 10 pró- sent fjármagnstekjuskatti. Það var gjarnan gert með því að arðgreiðsl- urnar voru lagðar inn í nýtt félag, til dæmis félag á aflandseyju sem Landsbankinn eða Kaupþing í Lúx- emborg keyptu og héldu utan um. Mikið af þessu fé rataði síðan aftur inn í íslenska hagkerfið. Spor þess má sjá í upplýsingum Seðlabankans um fjármunaeign útlendra félaga á Íslandi. Hún var 92 milljarðar króna um aldamótin en var orðin 1.606 milljarðar króna í árslok 2007. Og eign erlendra félaga óx með líkum hætti og í svipuðum takti og fjár- munaeign Íslendinga í útlöndum. Fyrstu ár aldarinnar óx eignin ekkert og upp í 50 milljarða á ári. Árið 2005 tekur hún hins vegar stökk, ári eftir að útstreymi fjár frá Íslandi tekur stökkið. 2005 óx fjár- munaeign erlendra félaga um 290 milljarða króna, ári síðar um 389 milljarða króna og 2007 um 693 milljarða króna. Þetta eru miklar hamfarir. Segja má að gjarðirnar sem héldu utan um hið veikbyggða íslenska efna- hagslíf hafi verið við það að bresta, það gnast og brast í tunnunni allri. Þetta voru hljóðin sem hljómuðu undir ræðu Árna fjármálaráðherra og hann kallaði veisluglaum. Í raun var þetta gnýr sem boðaði fyrir- sjáanlegt Hrun. Eignakaup með skattaafslætti Hluti af innstreymi fjármagns er- lendra félaga má rekja til vaxtam- unaviðskipta, bankar og sjóðir sem reyndu að hagnast á hávaxtastefn- unni á Íslandi. Þeir tóku lán á lágum vöxtum á Íslandi til að kaupa skulda- bréf á Íslandi með háum vöxtum og græddu um 5 prósent árlega á ein- hverju sem virtist áhættulaus við- skipti. En góður hluti af innstreyminu var sama íslenska féð og hafði áður runnið frá landinu til Lúxemborgar og þaðan í ýmis skattaskjól. Wintr- is-mál Sigmundar Davíð Gunnlaugs- sonar og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur sýnir þetta ágætlega. Þau fluttu pen- inga út til Lúxemborgar og þaðan til Tortóla og svo aftur heim til að kaupa skuldabréf í bönkunum þremur. Íslensk viðskiptasaga síðustu árin fyrir Hrun sýnir samskonar hring- rás. Arður var færður í útlend félög sem fjárfesting til að komast hjá fjár- magnstekjuskatti. Féð kom síðan til baka til fjárfestinga á Íslandi. Á skömmum tíma færðist eignarhald íslenskra fyrirtækja meira og minna yfir í félög sem skráð voru erlendis og þá fyrst og fremst í ýmsum skatta- skjólum. Að baki þessu var skattastefna sem verðlaunaði fólk sem hegðaði sér svona. Það hafði betri aðstöðu til eignakaupa og náði að kaupa upp fyr- irtæki og eignir, fyrst smátt og smátt en síðan með stigvaxandi hraða og offorsi. Og aldrei var greiddur skattur. Arður úr nýkeypta félaginu var líka fluttur út og kom síðan aftur heim þar sem nota mátti hann ásamt ríkulegu lánsfé til að kaupa ný félög. Eftirlitið veiklað Á meðan önnur lönd reyndu að sporna við flutningi fjár yfir í skatta- Með stigvaxandi þunga runnu gríðarupphæðir úr landi Tölur í milljónum króna 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 122 +47 177 +55 197 +20 234+37 454 +220 1.128 +678 1.662 +534 2.457 +795 Hringrás íslenskra peninga Panama-skjölin Hringrás skattaundanskota, útstreymis fjár og uppkaupa á fyrirtækjum og eignum Kerfisbundin skattsvik með blessun stjórnvalda Fjármunir voru fluttir út án skattgreiðslna í aðdraganda Hrunsins og síðan aftur inn í gegnum aflandsfélög, sem urðu á örskömmum tíma helstu eignarhaldsfélög á Íslandi. Með þessu voru flest fyrirtæki og helstu eignir á Ís- landi fluttar út úr íslenskri skattalögsögu. Í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde og Árna M. Mathiesen var stórlega dregið úr skattaeftirliti og aðvörunum um stórfelld skattsvik í gegnum aflandsfélög í engu sinnt. tíð minnihlutastjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur í ársbyrjun 2009. Skattaskjól og skúrkaskjól En íslensk stjórnvöld létu sér ekki nægja að skera niður skattaeftirlit og draga það að setja reglur til að hindra verstu skattsvikin heldur héldu þau í öfuga átt. Eftir að Hall- dór Ásgrímsson tók við forsætis- ráðuneytinu varð það hálfopinber stefna stjórnvalda að herða ekki skattheimtu og eftirlit heldur þvert á móti að breyta Íslandi í skattaskjól. Tillögur nefndar á vegum for- sætisráðherra um alþjóðlega fjár- málastarfsemi lagði til að skattar á auðugt fólk og stórfyrirtæki yrðu lækkaðir, bankaleynd yrði við- haldið og aukin og flest gert til að auðvelda hinum auðugu og vold- ugu til að hafa sína hentisemi. For- maður nefndarinnar var Sigurður Einarsson, þá stjórnarformaður Kaupþingsbanka. Hann var síðar dæmdur fyrir fjármálaglæpi eins og annar nefndarmanna einnig; Bald- ur Guðlaugsson, þáverandi ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Þriðji nefndarmaðurinn hefur verið ákærður fyrir fjármálaglæpi, Pálmi Haraldsson í Fons. Það er vissulega eftiráspeki að undra sig á þessu mannavali. En engu að síður sést af nefndarskipan- inni að á þessum tíma var orðinn lít- ill munur á þeim sem notuðu (og mis- notuðu) veikt kerfið til hins ýtrasta sér til hagsbóta og þeim sem áttu að gæta þess að kerfið héldi. Stjórnvöld voru lögst í eina sæng með þeim sem högnuðust mest á slælegu eftirliti og veikri skattalöggjöf. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Hluti þeirra peninga sem runnu út var notaður til eignakaupa á Íslandi Tölur í milljónum króna 92 +13 144 +52 125 -19 161 +36 234 +73 524 +290 913 +389 1.606 +693 „Drengir, sjáið þið ekki veisluna? Þetta fólk sér ekki hvað hefur verið að gerast hér á undan- förnum árum. Það sér það bara ekki, sennilega af því að það vill það ekki.“ Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra Lúxemborg Panama

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.